Innlent

Hrina innbrota í bíla gengur yfir

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Lögregla segir varhugavert að skilja eftir verðmæti í bílum.
Lögregla segir varhugavert að skilja eftir verðmæti í bílum. Vísir/Getty
Lögregla vill beina því til landsmanna að skilja ekki eftir verðmæti í bílum og hika ekki við að hafa samband við lögreglu ef menn verða varir við grunsamlegar mannaferðir. Sérstaklega á þeim tímum þegar fólk ætti að vera í fastasvefni. 

Samkvæmt upplýsingum frá aðalvarðstjóra lögreglunnar í Kópavogi gengur nú yfir hrina af innbrotum í bíla þar sem verðmæti eru tekin ófrjálsum höndum.

Lögregla segir það alvanalegt að innbrot komi í tímabilum og að eitt slíkt tímabil gangi yfir núna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×