Er hamingjusamasti Hannes í heimi Jakob Bjarnar skrifar 3. mars 2015 10:46 Hannes er hamingjusamur og það sem meira er, til eru rannsóknir sem skýra hamingju hans. Hulda Þórisdóttir, lektor í Stjórnmálafræðideild rannsakar nú, ásamt Jóni Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði, hvort verið geti að hamingja fari saman við pólitíska hugmyndafræði? Rætt er við Huldu í Tímariti Háskólans og þar kemur fram að Hulda og Jón Gunnar telja góðar líkur séu á þessu og lýsa megi sambandi hamingju og pólitískrar sýnar í svokallaðri U- eða sveiglaga kúrfu: „Þetta þýðir í raun að þeir sem sterklega aðhyllast einhverja hugmyndafræði eru að jafnaði eilítið hamingjusamari en þeir í miðjunni. Ástæðuna má rekja til þess að hugmyndafræði ljær tilvist manna merkingu og jafnvel tilgang, en hvort tveggja er sterklega tengt lífshamingju,“ segir Hulda. Sá sem helst er þekktur fyrir það á Íslandi að hafa miklar hugmyndafræðilegar meiningar er Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor. „Þetta rímar algerlega við mína reynslu,“ segir Hannes í samtali við Vísi. „Þeir sem hafa hugsjónir og finna þeim farveg eru hamingjusamari.“ Hann segist hamingjusamur, „tvímælalaust“ og lýsir þeirri skoðun sinni að hamingjan byggist á því að heilsan sé góð, þá skipti góðir fjölskylduhagir máli og í þriðja sæti yfir áhrifavalda telur Hannes vera efnahagslega velsæld. Hannes segir þetta afar áhugaverða rannsókn og bætir því við að hann gæti best trúað því að hægri menn séu hamingjusamari en vinstri menn. En, hvað þá með þessa U-kúrfu; ertu að meina að til dæmis Ögmundur Jónasson alþingismaður, sé ekki eins hamingjusamur og þú? „Ég vona að hann sé hamingjusamur en mér finnst ég ekki merkja það á hans skrifum. Mér finnst vinstri menn ekki eins hamingjusamir og hægri menn. Þeir virðast alltaf í vondu skapi. Ég held að hægri menn vilji græða á daginn og grilla á kvöldin. Ég vil grúska á daginn og grilla á kvöldin. Hægri menn eru ekkert að gera sér of mikla rellu út af hlutunum.“Þó Ögmundur sé maður mikilla meininga, er hann ekki eins hamingjusamur og Hannes.Og Hannes virðist, samkvæmt rannsóknum Huldu og Jóns Gunnars, hafa sitthvað til síns máls. Evrópskar og bandarískar rannsóknir hafa ítrekað sýnt að hamingja eykst eftir því sem fólk er lengra til hægri í pólitík og fræðimenn telja að það megi skýra, að minnsta kosti að hluta til, með viðhorfinu til ójafnaðar. „Hægri sinnaðir telji ójöfnuð óhjákvæmilegan og jafnvel æskilegan samfélagslegan drifkraft á meðan fólk til vinstri telji hann samfélagsmein,“ segir Hulda. Hannes Hólmsteinn segir að til séu kannanir á hamingju sem sýna að þær þjóðir sem búa við velmegun séu hamingjusamari en hinar. „Peningar gera menn ekki hamingjusama en gera óhamingjuna bærilega. Rannsóknir sem ég þekki sýna að það er væg fylgni milli velmegunar og hamingju,“ segir Hannes og bendir á að eitt og annað sem íbúar í minna velmegandi löndum mega búa við svo sem stríðsástand, drepsóttir, barnadauði og annað þvíumlíkt, það valdi óhamingju. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira
Hulda Þórisdóttir, lektor í Stjórnmálafræðideild rannsakar nú, ásamt Jóni Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði, hvort verið geti að hamingja fari saman við pólitíska hugmyndafræði? Rætt er við Huldu í Tímariti Háskólans og þar kemur fram að Hulda og Jón Gunnar telja góðar líkur séu á þessu og lýsa megi sambandi hamingju og pólitískrar sýnar í svokallaðri U- eða sveiglaga kúrfu: „Þetta þýðir í raun að þeir sem sterklega aðhyllast einhverja hugmyndafræði eru að jafnaði eilítið hamingjusamari en þeir í miðjunni. Ástæðuna má rekja til þess að hugmyndafræði ljær tilvist manna merkingu og jafnvel tilgang, en hvort tveggja er sterklega tengt lífshamingju,“ segir Hulda. Sá sem helst er þekktur fyrir það á Íslandi að hafa miklar hugmyndafræðilegar meiningar er Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor. „Þetta rímar algerlega við mína reynslu,“ segir Hannes í samtali við Vísi. „Þeir sem hafa hugsjónir og finna þeim farveg eru hamingjusamari.“ Hann segist hamingjusamur, „tvímælalaust“ og lýsir þeirri skoðun sinni að hamingjan byggist á því að heilsan sé góð, þá skipti góðir fjölskylduhagir máli og í þriðja sæti yfir áhrifavalda telur Hannes vera efnahagslega velsæld. Hannes segir þetta afar áhugaverða rannsókn og bætir því við að hann gæti best trúað því að hægri menn séu hamingjusamari en vinstri menn. En, hvað þá með þessa U-kúrfu; ertu að meina að til dæmis Ögmundur Jónasson alþingismaður, sé ekki eins hamingjusamur og þú? „Ég vona að hann sé hamingjusamur en mér finnst ég ekki merkja það á hans skrifum. Mér finnst vinstri menn ekki eins hamingjusamir og hægri menn. Þeir virðast alltaf í vondu skapi. Ég held að hægri menn vilji græða á daginn og grilla á kvöldin. Ég vil grúska á daginn og grilla á kvöldin. Hægri menn eru ekkert að gera sér of mikla rellu út af hlutunum.“Þó Ögmundur sé maður mikilla meininga, er hann ekki eins hamingjusamur og Hannes.Og Hannes virðist, samkvæmt rannsóknum Huldu og Jóns Gunnars, hafa sitthvað til síns máls. Evrópskar og bandarískar rannsóknir hafa ítrekað sýnt að hamingja eykst eftir því sem fólk er lengra til hægri í pólitík og fræðimenn telja að það megi skýra, að minnsta kosti að hluta til, með viðhorfinu til ójafnaðar. „Hægri sinnaðir telji ójöfnuð óhjákvæmilegan og jafnvel æskilegan samfélagslegan drifkraft á meðan fólk til vinstri telji hann samfélagsmein,“ segir Hulda. Hannes Hólmsteinn segir að til séu kannanir á hamingju sem sýna að þær þjóðir sem búa við velmegun séu hamingjusamari en hinar. „Peningar gera menn ekki hamingjusama en gera óhamingjuna bærilega. Rannsóknir sem ég þekki sýna að það er væg fylgni milli velmegunar og hamingju,“ segir Hannes og bendir á að eitt og annað sem íbúar í minna velmegandi löndum mega búa við svo sem stríðsástand, drepsóttir, barnadauði og annað þvíumlíkt, það valdi óhamingju.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira