Innlent

Hass í sögulegu lágmarki í ár

Snærós Sindradóttir skrifar
Hér sést lögregla leggja hald á hass.
Hér sést lögregla leggja hald á hass. Fréttablaðið/Pjetur
Það sem af er ári hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu einungis lagt hald á sextán grömm af hassi. Það er minna en nokkru sinni.

Hassneysla hefur verið í rénun á undanförnum árum. Árið 2006 lagði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hald á 22.675 grömm af efninu, sem er margfalt á við magnið í ár.

Ástæða minnkaðrar hassneyslu er innanlandsræktun á marijúana sem hefur stóraukist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×