Samfélag á leið í uppgjör Guðmundur Ragnarsson skrifar 11. mars 2015 07:00 Nú við endurnýjun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði eru gömlu plöturnar spilaðar um óðaverðbólguna sem kemur ef almennt launafólk fær einhverja hækkun á sín laun. Eins og hlutirnir hafa þróast frá því vopnahlé var gert á almenna vinnumarkaðnum fyrir rúmu ári með aðfarasamningnum, hafa öfgarnar í samfélaginu komið betur fram. Sú mikla harka sem er að byggjast upp hjá almennum launþegum þessa lands á sér miklu dýpri orsakir en rökræða um krónur og aura. Allir innviðir samfélagsins eru að hrynja og almenningur er að gefast upp, þrælarnir geta ekki meir. Dagvinnulaunataxtar hafa aldrei dugað til framfærslu og nú eru heildarlaunin hætt að duga þrátt fyrir ómælda eftirvinnu. Það er eitt af mörgu sem er að magna upp ástandið sem við erum að sigla inn í. Við þurfum að horfast í augu við raunveruleikann og spyrja hvers konar samfélag við höfum byggt upp. Félagslegt íbúðakerfi er ekki til, heilbrigðiskerfið komið að þrotum þó við borgum sjálf um tuttugu prósent úr eigin vasa. Menntakerfið stendur ekki undir nafni og við erum með fjársveltar stofnanir sem geta ekki sinnt hlutverki sínu við að reka nútímasamfélag. Gamla fólkið sem byggði upp þetta samfélag höfum við sent út á guð og gaddinn. Okkur öllum og samfélaginu til ævarandi skammar. Þetta er eitt af því sem er að valda hörkunni á vinnumarkaðnum, samfélagið er ekkert annað en umbúðir án innihalds. Launafólk hefur engu að tapa Við verðum líka að átta okkur á þeim kynslóðarskiptum sem eru að eiga sér stað í samfélaginu. Unga fólkið okkar hefur aðra sýn á lífið. Það vill eiga líf eftir vinnu og kallar á ásættanleg dagvinnulaun. Þeir sem hafa komið út á vinnumarkaðinn síðustu ár og þeir sem fóru illa út úr hruninu eygja litla von um að komast í öruggt húsnæði, með kaupum eða leigu. Við höfum ekkert félagslegt húsnæðiskerfi sem lausn fyrir þetta fólk. Lönd Norður-Evrópu og Skandinavíu sem við berum okkur saman við hafa 25 til 55 prósent af sínum íbúðamarkaði með einhvers konar lausnum fyrir þá sem lægstu tekjurnar hafa og sem val fyrir aðra. Við höfum ekkert til að bjóða nema lána- eða leiguokur sem venjulegt launafólk ræður ekki við. Hefur samfélagið áttað sig á því hvaða tekjur einstaklingar og fjölskyldur þurfa að hafa til að komast í gegnum greiðslumat til íbúðarkaupa? Þetta er líka ein af ástæðum þess að launafólk er tilbúið að taka harðan slag um bætt kjör og þrýsta á aðgerðir frá stjórnvöldum um breytingar. Róttækar breytingar og ný hugsun Við erum með breytta pólitík þar sem ekki er hikað við að lofa og blekkja almenning og svíkja gerða samninga. Með þessu hefur póltíkin útilokað sig frá skynsamlegum þríhliða lausnum við endurnýjun kjarasamninga. Um mörg af þeim atriðum sem ég hef talið upp snýst það uppgjör sem fram undan er í samfélaginu í komandi kjarasamningum á árinu. Hvernig við höfum klúðrað uppbyggingu félagslegra innviða samfélagsins er að koma í andlitið á okkur. Í raun þurfa laun að vera umtalsvert hærri hér á landi í samanburði við þau lönd sem við berum okkur saman við vegna þess að innviðirnir eru ekki til staðar til að auka jöfnuð. Var einhver að tala um að reyna að koma á stöðugleika í þessu samfélagi? Við þurfum róttækar breytingar og nýja hugsun ef ekki á illa að fara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ragnarsson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Nú við endurnýjun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði eru gömlu plöturnar spilaðar um óðaverðbólguna sem kemur ef almennt launafólk fær einhverja hækkun á sín laun. Eins og hlutirnir hafa þróast frá því vopnahlé var gert á almenna vinnumarkaðnum fyrir rúmu ári með aðfarasamningnum, hafa öfgarnar í samfélaginu komið betur fram. Sú mikla harka sem er að byggjast upp hjá almennum launþegum þessa lands á sér miklu dýpri orsakir en rökræða um krónur og aura. Allir innviðir samfélagsins eru að hrynja og almenningur er að gefast upp, þrælarnir geta ekki meir. Dagvinnulaunataxtar hafa aldrei dugað til framfærslu og nú eru heildarlaunin hætt að duga þrátt fyrir ómælda eftirvinnu. Það er eitt af mörgu sem er að magna upp ástandið sem við erum að sigla inn í. Við þurfum að horfast í augu við raunveruleikann og spyrja hvers konar samfélag við höfum byggt upp. Félagslegt íbúðakerfi er ekki til, heilbrigðiskerfið komið að þrotum þó við borgum sjálf um tuttugu prósent úr eigin vasa. Menntakerfið stendur ekki undir nafni og við erum með fjársveltar stofnanir sem geta ekki sinnt hlutverki sínu við að reka nútímasamfélag. Gamla fólkið sem byggði upp þetta samfélag höfum við sent út á guð og gaddinn. Okkur öllum og samfélaginu til ævarandi skammar. Þetta er eitt af því sem er að valda hörkunni á vinnumarkaðnum, samfélagið er ekkert annað en umbúðir án innihalds. Launafólk hefur engu að tapa Við verðum líka að átta okkur á þeim kynslóðarskiptum sem eru að eiga sér stað í samfélaginu. Unga fólkið okkar hefur aðra sýn á lífið. Það vill eiga líf eftir vinnu og kallar á ásættanleg dagvinnulaun. Þeir sem hafa komið út á vinnumarkaðinn síðustu ár og þeir sem fóru illa út úr hruninu eygja litla von um að komast í öruggt húsnæði, með kaupum eða leigu. Við höfum ekkert félagslegt húsnæðiskerfi sem lausn fyrir þetta fólk. Lönd Norður-Evrópu og Skandinavíu sem við berum okkur saman við hafa 25 til 55 prósent af sínum íbúðamarkaði með einhvers konar lausnum fyrir þá sem lægstu tekjurnar hafa og sem val fyrir aðra. Við höfum ekkert til að bjóða nema lána- eða leiguokur sem venjulegt launafólk ræður ekki við. Hefur samfélagið áttað sig á því hvaða tekjur einstaklingar og fjölskyldur þurfa að hafa til að komast í gegnum greiðslumat til íbúðarkaupa? Þetta er líka ein af ástæðum þess að launafólk er tilbúið að taka harðan slag um bætt kjör og þrýsta á aðgerðir frá stjórnvöldum um breytingar. Róttækar breytingar og ný hugsun Við erum með breytta pólitík þar sem ekki er hikað við að lofa og blekkja almenning og svíkja gerða samninga. Með þessu hefur póltíkin útilokað sig frá skynsamlegum þríhliða lausnum við endurnýjun kjarasamninga. Um mörg af þeim atriðum sem ég hef talið upp snýst það uppgjör sem fram undan er í samfélaginu í komandi kjarasamningum á árinu. Hvernig við höfum klúðrað uppbyggingu félagslegra innviða samfélagsins er að koma í andlitið á okkur. Í raun þurfa laun að vera umtalsvert hærri hér á landi í samanburði við þau lönd sem við berum okkur saman við vegna þess að innviðirnir eru ekki til staðar til að auka jöfnuð. Var einhver að tala um að reyna að koma á stöðugleika í þessu samfélagi? Við þurfum róttækar breytingar og nýja hugsun ef ekki á illa að fara.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun