Hálendið er auðlind Elín Hirst skrifar 11. mars 2015 07:00 Ferðamannaiðnaðurinn á Íslandi er orðinn stærsti gjaldeyrisskapandi atvinnuvegur landsins. Um 80 prósent erlendra ferðamanna segjast koma til Íslands vegna einstæðrar náttúru landsins. Þar trónir efst ósnortið hálendið. Hálendi Íslands er því eitt og sér orðið ein af mikilvægustu tekjuskapandi auðlindum landsins, ásamt fiskistofnum og náttúrulegum orkugjöfum. Það segir sig sjálft að háspennumöstur og þjóðvegir passa illa inn í þessa hálendismynd og myndu rýra þá auðlind sem hálendið er. Hvað snertir virkjanir á hálendinu verðum við að vanda valið með tilliti til þeirra gríðarlegu hagsmuni sem eru í húfi. Möguleikarnir eru sem betur fer margir og fjölbreyttir og því ætti að vera hægt að komast að góðri niðurstöðu í þeim efnum án þess að því fylgi stöðugt römm pólitísk átök sem sundra þjóðinni. Slík átök eru sóun á tíma og orku sem annars gæti farið í skynsamlega umræðu. Stjórnvöldum á hverjum tíma ber skylda til að setja þessi mál í forgang í samræmi við mikilvægi þeirra. Því miður höfum við alls ekki staðið okkur sem skyldi, þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi haft forgöngu um að verja 400 milljónum króna til þessara mála í fyrra. Hvernig stendur á því að við horfum upp á vinsælustu ferðamannastaði drabbast smá saman niður vegna þess að uppbyggingu innviða og nauðsynlegu viðhaldi er ekki sinnt nógu vel? Auðvitað munu vinsældir Íslands sem ferðamannalands dvína hratt ef ekki verður tekið fast í taumana hér. Ég bið menn um að hafa í huga að fjármagnið til þessara verkefna verður að koma einhvers staðar frá. Frá ferðamönnum beint og rukkað inn á hverjum stað, með einum ferðamannapassa sem allir greiða, gistináttagjaldi, komugjöldum ferðamanna eða beint af skattfé sem í sjálfu sér má réttlæta í ljósi hversu tekjusköpunin er mikil í greininni. Virkjanakostir, vegir, raflínur og uppbygging innviða á ferðamannastöðum; öll eru þessi mál hjá Alþingi einmitt nú og ég hvet okkur sem þar starfa til að rísa undir okkar ábyrgð. Við megum lítinn tíma missa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Elín Hirst Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Ferðamannaiðnaðurinn á Íslandi er orðinn stærsti gjaldeyrisskapandi atvinnuvegur landsins. Um 80 prósent erlendra ferðamanna segjast koma til Íslands vegna einstæðrar náttúru landsins. Þar trónir efst ósnortið hálendið. Hálendi Íslands er því eitt og sér orðið ein af mikilvægustu tekjuskapandi auðlindum landsins, ásamt fiskistofnum og náttúrulegum orkugjöfum. Það segir sig sjálft að háspennumöstur og þjóðvegir passa illa inn í þessa hálendismynd og myndu rýra þá auðlind sem hálendið er. Hvað snertir virkjanir á hálendinu verðum við að vanda valið með tilliti til þeirra gríðarlegu hagsmuni sem eru í húfi. Möguleikarnir eru sem betur fer margir og fjölbreyttir og því ætti að vera hægt að komast að góðri niðurstöðu í þeim efnum án þess að því fylgi stöðugt römm pólitísk átök sem sundra þjóðinni. Slík átök eru sóun á tíma og orku sem annars gæti farið í skynsamlega umræðu. Stjórnvöldum á hverjum tíma ber skylda til að setja þessi mál í forgang í samræmi við mikilvægi þeirra. Því miður höfum við alls ekki staðið okkur sem skyldi, þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi haft forgöngu um að verja 400 milljónum króna til þessara mála í fyrra. Hvernig stendur á því að við horfum upp á vinsælustu ferðamannastaði drabbast smá saman niður vegna þess að uppbyggingu innviða og nauðsynlegu viðhaldi er ekki sinnt nógu vel? Auðvitað munu vinsældir Íslands sem ferðamannalands dvína hratt ef ekki verður tekið fast í taumana hér. Ég bið menn um að hafa í huga að fjármagnið til þessara verkefna verður að koma einhvers staðar frá. Frá ferðamönnum beint og rukkað inn á hverjum stað, með einum ferðamannapassa sem allir greiða, gistináttagjaldi, komugjöldum ferðamanna eða beint af skattfé sem í sjálfu sér má réttlæta í ljósi hversu tekjusköpunin er mikil í greininni. Virkjanakostir, vegir, raflínur og uppbygging innviða á ferðamannastöðum; öll eru þessi mál hjá Alþingi einmitt nú og ég hvet okkur sem þar starfa til að rísa undir okkar ábyrgð. Við megum lítinn tíma missa.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun