Innlent

Frumvarp um verndarsvæði í byggð samþykkt í ríkisstjórn

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/gva
Frumvarp til laga um verndarsvæði í byggð var samþykkt á fundi ríkisstjórnar í morgun. Því er ætlað að stuðla að vernd og varðveislu byggðar innan þéttbýlis og byggðarkjarna utan þéttbýlis vegna svipmóts, menningarsögu eða listræns gildis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Tilgangur frumvarpsins er að gera vernd byggðarheilda hærra undir höfði og hún verði sérstætt verkefni sveitarfélaga, í samráði við Minjastofnun Íslands og forsætisráðherra, en ekki hluti af almennri skipulagsvinnu sveitarfélaga eins og nú er. Þá eiga íbúar og aðrir hagsmunaaðilar sem búa innan eða nærri slíkum verndarsvæðum að fá tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri go hafa áhrif á vernd þeirrar byggðar sem þeir tilheyra.

Í tilkynningunni segir að með uppbyggingu verndarsvæða í þéttbýli skapist tækifæri til að leggja aukna áherslu á áhugaverða áfangastaði í byggð og þar með dreifa því álagi sem aukinn ferðamannastraumur hafi á helstu náttúruperlur landsins.

Tilkynninguna má lesa í heild hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×