Innlent

Söfnuðu tæpum sex tonnum af rusli

Hafþór Gunnarsson skrifar
Frá tínslunni í gær.
Frá tínslunni í gær. Vísir/Hafþór
Íslenskir og erlendir sjálfboðaliðar náðu að hreinsa tæp sex tonn af rusli á Hornströndum í gær. Á annað hundrað manns sóttust eftir því að fá taka þátt í átakinu en slæm veðurspá setti hins vegar strik í reikninginn.

Þetta er annað árið í röð sem sjálfboðaliðar fara í ruslatínslu á Hornströndum en Gauti Geirsson, verkfræðinemi, hefur haldið utan um átakið. Hann segir að stefnan sé að gera þetta á hverju ári.

„Það hefur gengið alveg ótrúlega vel að fá fólk til að taka þátt,“ segir Gauti. „Það skráðu sig 120 manns allstaðar af landinu og við vorum með langa biðlista en vegna veðurs var ákveðið að afboða þessa sem voru að koma lengra að.“

Veðurspáin rættist þó ekki og veðrið var með besta móti í gær miðað við árstíma. Nokkrir útlendingar frá Háskólasetrinu á Ísafirði slógust í hópinn til að leggja sitt af mörkum.

En hvað safnaðist mikið af rusli í tínslunni?

„Við söfnuðum fimm og hálfu tonni í fyrra og ég held að það sé ekkert minna í ár,“ segir Gauti. 

Vísir/Hafþór
Vísir/Hafþór
Vísir/Hafþór
Vísir/Hafþór



Fleiri fréttir

Sjá meira


×