Sett nauðug á vasapeninga Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 24. mars 2015 07:00 Guðrún Einarsdóttir hefur háð margar baráttur í sínu lífi, flestar fyrir heilsunni. Hún segir baráttuna við kerfið ómanneskjulega og ómögulega og gefst upp. Vísir/Ernir Guðrún Einarsdóttir er 82 ára öryrki. Hún er á bið eftir hjúkrunarheimili og mun þurfa að lifa af rúmlega 50 þúsund krónum á mánuði. Sú fjárhæð dugar ekki fyrir brýnum nauðsynjum. Guðrún býr í notalegri en lítilli íbúð í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún er 82 ára gömul, öryrki til margra ára og hefur beðið í fimm mánuði eftir plássi á hjúkrunarheimili. Hún fékk nýverið bréf inn um lúguna sem setti líf hennar allt úr skorðum. Bréfið var frá Tryggingastofnun og gerir henni grein fyrir því að nú þurfi hún að lifa af 53.354 krónum á mánuði. Það er vegna þess að hún var vistuð á Vífilstaðaspítala vegna veikinda og í það langan tíma að lífeyrisgreiðslur falla niður. Áður en Guðrún var lögð inn á spítala var hún með 176.884 kr. á mánuði í ellilífeyristekjur. Greiddir eru vasapeningar þegar lífeyrisgreiðslur falla niður vegna vistunar. Að hámarki eru vasapeningar 53.354 krónur á mánuði. Vasapeningarnir eru svo lágir að þeir duga ekki til einföldustu framfærslu. „Ég er búin, ég get þetta ekki. Ég gæti ekki einu sinni flutt ef ég kæmist inn á stofnun því ég hefði ekki ráð á að flytja stólana með mér. Á meðan ég er ekki með pláss þá þarf ég hins vegar að halda þessari íbúð, þarf að borga hita og rafmagn og standa í skilum. Ég get það ekki lengur.“ Guðrún titlar sig sem húsmóður, launþega, framkvæmdastjóra, öryrkja og ellilífeyrisþega. Hún hefur á ævi sinni háð nokkra harða bardaga og er eiginlegt að sækja sinn rétt. Hún ákvað að halda blaðamannafund og greindi opinberlega frá slæmri stöðu sinni í von um breytingar. „Ég er á spítala í október og er kippt án þess að vera spurð á Vífilstaði. Það átti að keyra mig í sjúkrabíl en ég neitaði. Ég er búin að vera þar í fimm mánuði.“ Guðrún varð öryrki árið 1987 eftir fjölda uppskurða og getur ekki gengið nema að nota til þess sérsmíðaða skó sem styðja við ökklann. Nýverið ætlaði hún að kaupa sér slíka skó og sækja um hjólastól til að geta hreyft sig en fékk synjun. „Ég fæ ekki hjólastól af því að stofnunin sem ég er á bið eftir að komast á, er skylt að sjá fyrir því. Ég fæ heldur ekki stuðningsskó af því ég er að fara á stofnun. Þetta gengur ekki, á ég að ganga eða á ég bara að vera uppi í rúmi þangað til ég kemst á hjúkrunarheimili?“ Hún vonast til þess að fá framlengingu á réttindum sínum en til þess er heimild í lögum til þriggja mánaða, þess utan trúir hún að upphæð vasapeninga sé ósvinna. Hvort sem fólk dvelur á hjúkrunarheimili eða býr í eigin húsnæði. „Þetta dugar ekki fyrir brýnustu nauðsynjum.“ Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Guðrún Einarsdóttir er 82 ára öryrki. Hún er á bið eftir hjúkrunarheimili og mun þurfa að lifa af rúmlega 50 þúsund krónum á mánuði. Sú fjárhæð dugar ekki fyrir brýnum nauðsynjum. Guðrún býr í notalegri en lítilli íbúð í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún er 82 ára gömul, öryrki til margra ára og hefur beðið í fimm mánuði eftir plássi á hjúkrunarheimili. Hún fékk nýverið bréf inn um lúguna sem setti líf hennar allt úr skorðum. Bréfið var frá Tryggingastofnun og gerir henni grein fyrir því að nú þurfi hún að lifa af 53.354 krónum á mánuði. Það er vegna þess að hún var vistuð á Vífilstaðaspítala vegna veikinda og í það langan tíma að lífeyrisgreiðslur falla niður. Áður en Guðrún var lögð inn á spítala var hún með 176.884 kr. á mánuði í ellilífeyristekjur. Greiddir eru vasapeningar þegar lífeyrisgreiðslur falla niður vegna vistunar. Að hámarki eru vasapeningar 53.354 krónur á mánuði. Vasapeningarnir eru svo lágir að þeir duga ekki til einföldustu framfærslu. „Ég er búin, ég get þetta ekki. Ég gæti ekki einu sinni flutt ef ég kæmist inn á stofnun því ég hefði ekki ráð á að flytja stólana með mér. Á meðan ég er ekki með pláss þá þarf ég hins vegar að halda þessari íbúð, þarf að borga hita og rafmagn og standa í skilum. Ég get það ekki lengur.“ Guðrún titlar sig sem húsmóður, launþega, framkvæmdastjóra, öryrkja og ellilífeyrisþega. Hún hefur á ævi sinni háð nokkra harða bardaga og er eiginlegt að sækja sinn rétt. Hún ákvað að halda blaðamannafund og greindi opinberlega frá slæmri stöðu sinni í von um breytingar. „Ég er á spítala í október og er kippt án þess að vera spurð á Vífilstaði. Það átti að keyra mig í sjúkrabíl en ég neitaði. Ég er búin að vera þar í fimm mánuði.“ Guðrún varð öryrki árið 1987 eftir fjölda uppskurða og getur ekki gengið nema að nota til þess sérsmíðaða skó sem styðja við ökklann. Nýverið ætlaði hún að kaupa sér slíka skó og sækja um hjólastól til að geta hreyft sig en fékk synjun. „Ég fæ ekki hjólastól af því að stofnunin sem ég er á bið eftir að komast á, er skylt að sjá fyrir því. Ég fæ heldur ekki stuðningsskó af því ég er að fara á stofnun. Þetta gengur ekki, á ég að ganga eða á ég bara að vera uppi í rúmi þangað til ég kemst á hjúkrunarheimili?“ Hún vonast til þess að fá framlengingu á réttindum sínum en til þess er heimild í lögum til þriggja mánaða, þess utan trúir hún að upphæð vasapeninga sé ósvinna. Hvort sem fólk dvelur á hjúkrunarheimili eða býr í eigin húsnæði. „Þetta dugar ekki fyrir brýnustu nauðsynjum.“
Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira