Innlent

Þór Saari og Helgi P. vilja stöðu sveitarstjóra í Skaftárhreppi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þór Saari og Helgi Pétursson.
Þór Saari og Helgi Pétursson. Vísir
Sextán manns sóttu um stöðu sveitarstjóra í Skaftárhreppi en umsóknarfrestur rann út í seinustu viku. Um 500 manns búa í hreppnum.

Á meðal umsækjenda eru Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, Helgi Pétursson, fjölmiðlamaður og tónlistarmaður, Þorsteinn Gunnarsson, fyrrum íþróttafréttamaður og Guðmundur Ágúst Ingvarsson, fyrrum formaður HSÍ.

Á vef Sunnlenska kemur fram að fimm hafi dregið umsókn sína til baka eftir að umsækjendur voru látnir vita af því að birta ætti lista yfir þá.

Eftirfarandi sóttu um stöðu sveitarstjóra í Skaftárhreppi:

Auðunn Bjarni Ólafsson, diploma, markaðsfræði

Bryndís Bjarnarson, MA

Drífa Jóna Sigfúsdóttir, MS,  mannauðsstjórnun

Garðar Lárusson, MBA

Guðmundur Ágúst Ingvarsson, NN

Gunnar Alexander Ólafsson, MPA og MPH

Gunnólfur Lárusson, byggingatæknifræðingur

Helgi Pétursson, BA

Hörður Hauksson, MBA

Jón Pálmi Pálsson, viðurkenndur bókari

Kristinn Tómasson, MBA

Kristín Erna Arnardóttir, diploma, rekstrarfræði

Sandra Brá Jóhannsdóttir, MBA

Valbjörn Steingrímsson, B.Sc.

Þorsteinn Gunnarsson, MPM, verkefnastjórnun

Þór Saari, MA, hagfræði




Fleiri fréttir

Sjá meira


×