Lífið

Sjaldgæfur sjúkdómur hefur banað fjölda enskra hunda

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Fimm English springer spaniel hundar liggja í valnum og talið er að Alabama rot sé banameinið.
Fimm English springer spaniel hundar liggja í valnum og talið er að Alabama rot sé banameinið.
Talið er að sjaldgæfur sjúkdómir gangi nú á meðal hunda í Englandi og hafi reynst banamein að minnsta kosti þrjátíu hunda. Dýralæknar vita ekki með vissu hvaða sjúkdómur þetta er sem herjar á hundana, en vísbendingar benda til að þetta sé sýking sem gjarnan er kölluð Alabama rot. Sjúkdómurinn veldur meðal annars nýrnabilun og gengur dýralæknum á Englandi illa að finna lækningu.

Á vef Independent er farið ítarlega yfir málið. Þar kemur fram að Alabama rot hafi fyrst uppgötvast á níunda áratug síðustu aldar og sé nú í fyrsta sinn sem grunur leiki á að smit hafi fundist á Englandi.

Talið er að sjúkdómurinn hafi dregið fimm English springer spaniel hunda til dauða auk fjölda hunda af öðrum tegundum. Talið er að hundar hafi smitast af sjúkdóminum á mörgum mismunandi stöðum. Talið er að flestir hundarnir hafi smitast eftir göngu í New Forest í Hampshire-sýslu.

Dýralæknar vinna nú hörðum höndum að greina sýni betur og komast til botns í því hvað dregur hundana til dauða. Á vef Independent er sjúkdómurinn kallaður „mystery disease" og er ljóst að málið vekur óhug enskra hundaeigenda, enda er dauðdagi hundanna kvalarfullur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.