Handbolti

Óðinn og Ómar meðal markahæstu mannana í Rússlandi

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Óðinn fagnar einu af mörgum mörkum sínum á mótinu.
Óðinn fagnar einu af mörgum mörkum sínum á mótinu. Vísir/Facebook-síða mótsins.
Óðinn Ríkharðsson, leikmaður Fram og Ómar Guðjónsson, leikmaður Vals, voru í 2. og 3. sæti yfir markahæstu leikmenn mótsins á heimsmeistaramótinu í handbolta skipað leikmönnum undir 19 ára aldri. Óðinn var markahæsti leikmaður mótsins úr opnum leik.

Óðinn var lengst af markahæsti leikmaður mótsins en slóvenski leikmaðurinn Blaz Janc skaust fram úr honum í leik Slóveníu og Íslands í gær. Munaði fjórum mörkum á þeim fyrir leiki dagsins.

Báðir bættu þeir við fjórum mörkum en hinn slóvenski Janc skoraði alls 69 mörk á mótinu, fjórum mörkum meira en Óðinn. Óðinn varð hinsvegar markahæstur úr opnum leik en þrjú mörk Óðins komu af vítalínunni á mðena þrettán mörk Janc komu af línunni.

Í þriðja sæti kom Ómar Magnússon með 55 mörk en hann setti átta mörk í öruggum sigri Íslands á Spánverjum í dag. Nýtti hann 26 af 28 vítum sínum á mótinu, alls 93% vítanýtingu.

Þá átti Ísland þá tvo einstaklinga sem voru með flest hraðaupphlaupsmörk í mótinu en Hákon Styrmisson skoraði 18 af 36 mörkum sínum á mótinu úr hraðaupphlaupi.


Tengdar fréttir

Óðinn valinn í úrvalslið HM

Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður 19 ára landsliðsins, var í dag valinn í úrvalslið heimsmeistaramótsins í Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×