Hvað með einstaklingsíþróttir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar 24. september 2015 14:14 Tímabær umræða hefur verið undanfarna daga um geðheilbrigði íþróttamanna sérstaklega eftir að tveir kraftmiklir knattspyrnumenn tjáðu sig um kvíða og þunglyndi og því ber að fagna. Þetta hefur oftar en ekki verið falið málefni þar sem íþróttamenn eiga að vera þeir einstaklingar sem eru sterkir og helst ekki að veigra sér yfir nokkrum hlut, keppnisskapið á að vera svo mikið að það yfirtekur allt annað. Umræðan síðustu vikur hefur þó að mestu snúist um þá einstaklinga sem stunda hópíþróttir en hvernig er það hjá þeim sem stunda einstaklingsíþróttir og því má kannski spyrja hvort einhver munur sé á þeim einstaklingum sem stunda íþróttir í hóp eða íþróttir sem einstaklingar. Íþróttafélögin eru gjarnan með sínar stefnur í hinum ýmsu málum. Það eru þá svokallaðar afreks- og jafnréttisstefnur sem eru þá oftar en ekki með markmið yfir hvað félagið ætlar að gera til þess að hjálpa þeim sem æfa hjá þeim til að ná sem lengst og eiga allir að fá jöfn tækifæri til þess óháð kyni, aldri, fötlun og svo framvegis. En hvað með þá sem af einhverjum ástæðum eru kannski ekki með fullan meðfæddan kraft eða hreyfihamlaðir eftir slys eða veikindi og þurfa kannski af og til hjálp við að hreyfa sig? Hvernig sest slíkt á sálina hjá viðkomandi? Mér eru þessi mál mjög hugleikin, sérstaklega í ljósi þess að ég notast við hjólastól og hef verið að æfa og keppa í sundi frá því ég var sex ára og hef auk þess mikinn áhuga á flestum íþróttum. Staðreyndin er nefnilega oft sú að oft er umhverfið hjá hinum ófötluðu þannig gert að reglur banna að notuð séu hjálpartæki á æfingum og í keppnum, það eiga helst allir að geta gert hlutina eins. Hjálpartækin eru þá oft talin gefa forskot eða séu einhverskonar ógnun fyrir aðra keppinauta. Þarf eitthvað að spyrja að leikslokum hvaða áhrif það hefur á sál þess sem þarfnast þessara tækja og hvar er jafnréttið í þeim málum? Nýjasta dæmið er sennilega það þegar að margfaldur íslandsmeistari í golfi þurfti að hætta keppni því hann var í endurhæfingu eftir tímabundna krabbameinsmeðferð. Að sjálfsögðu er til íþróttahreyfing fyrir fatlaða. En hentar hún öllum? Nú er það oft þannig að sá sem þarf á einhverskonar hjálp að halda stundar skóla eða vinnu með heilbrigðum jafnöldrum en er svo skyndilega orðin eitthvað utanvega þegar kemur að íþróttum sem oftar en ekki eiga að vera til styrkingar í hinu daglega amstri og gefa skemmtun til tómstunda. Í íþróttakeppnum fatlaðra er gjarnan reynt að skipta einstaklingum niður eftir getu en því miður skarast hún oft. Oftast þurfa einstaklingar sem stunda einstaklingsíþróttir líka að hugsa um peninga og árangur sjálfir og þarf af leiðandi er kannski erfiðara að ná árangri heldur en hjá þeim sem stunda hópíþróttir. En hvað er það í ofanálag ef einstaklingur þarf að hugsa um einhverja hömlun sem ef til vill viðhorfið eingöngu setur honum? Einn af betri handboltamönnum þjóðarinnar Logi Geirsson sagði á einhvern tíman að það fæddist engin afreksmaður sem sýnir að það eru engir tveir einstaklingar eins sem á svo sannarlega við í þessum málum líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Tímabær umræða hefur verið undanfarna daga um geðheilbrigði íþróttamanna sérstaklega eftir að tveir kraftmiklir knattspyrnumenn tjáðu sig um kvíða og þunglyndi og því ber að fagna. Þetta hefur oftar en ekki verið falið málefni þar sem íþróttamenn eiga að vera þeir einstaklingar sem eru sterkir og helst ekki að veigra sér yfir nokkrum hlut, keppnisskapið á að vera svo mikið að það yfirtekur allt annað. Umræðan síðustu vikur hefur þó að mestu snúist um þá einstaklinga sem stunda hópíþróttir en hvernig er það hjá þeim sem stunda einstaklingsíþróttir og því má kannski spyrja hvort einhver munur sé á þeim einstaklingum sem stunda íþróttir í hóp eða íþróttir sem einstaklingar. Íþróttafélögin eru gjarnan með sínar stefnur í hinum ýmsu málum. Það eru þá svokallaðar afreks- og jafnréttisstefnur sem eru þá oftar en ekki með markmið yfir hvað félagið ætlar að gera til þess að hjálpa þeim sem æfa hjá þeim til að ná sem lengst og eiga allir að fá jöfn tækifæri til þess óháð kyni, aldri, fötlun og svo framvegis. En hvað með þá sem af einhverjum ástæðum eru kannski ekki með fullan meðfæddan kraft eða hreyfihamlaðir eftir slys eða veikindi og þurfa kannski af og til hjálp við að hreyfa sig? Hvernig sest slíkt á sálina hjá viðkomandi? Mér eru þessi mál mjög hugleikin, sérstaklega í ljósi þess að ég notast við hjólastól og hef verið að æfa og keppa í sundi frá því ég var sex ára og hef auk þess mikinn áhuga á flestum íþróttum. Staðreyndin er nefnilega oft sú að oft er umhverfið hjá hinum ófötluðu þannig gert að reglur banna að notuð séu hjálpartæki á æfingum og í keppnum, það eiga helst allir að geta gert hlutina eins. Hjálpartækin eru þá oft talin gefa forskot eða séu einhverskonar ógnun fyrir aðra keppinauta. Þarf eitthvað að spyrja að leikslokum hvaða áhrif það hefur á sál þess sem þarfnast þessara tækja og hvar er jafnréttið í þeim málum? Nýjasta dæmið er sennilega það þegar að margfaldur íslandsmeistari í golfi þurfti að hætta keppni því hann var í endurhæfingu eftir tímabundna krabbameinsmeðferð. Að sjálfsögðu er til íþróttahreyfing fyrir fatlaða. En hentar hún öllum? Nú er það oft þannig að sá sem þarf á einhverskonar hjálp að halda stundar skóla eða vinnu með heilbrigðum jafnöldrum en er svo skyndilega orðin eitthvað utanvega þegar kemur að íþróttum sem oftar en ekki eiga að vera til styrkingar í hinu daglega amstri og gefa skemmtun til tómstunda. Í íþróttakeppnum fatlaðra er gjarnan reynt að skipta einstaklingum niður eftir getu en því miður skarast hún oft. Oftast þurfa einstaklingar sem stunda einstaklingsíþróttir líka að hugsa um peninga og árangur sjálfir og þarf af leiðandi er kannski erfiðara að ná árangri heldur en hjá þeim sem stunda hópíþróttir. En hvað er það í ofanálag ef einstaklingur þarf að hugsa um einhverja hömlun sem ef til vill viðhorfið eingöngu setur honum? Einn af betri handboltamönnum þjóðarinnar Logi Geirsson sagði á einhvern tíman að það fæddist engin afreksmaður sem sýnir að það eru engir tveir einstaklingar eins sem á svo sannarlega við í þessum málum líka.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun