Tindastóll er á hraðleið í úrslitarimmuna í Dominos-deild karla og ætlar sér stóra hluti þar sem og á næstu árum.
Tindastóll er 2-0 yfir gegn Haukum í undanúrslitarimmu félaganna og getur tryggt sér farseðilinn í úrslit á heimavelli annað kvöld.
Miðað við hversu öruggir fyrstu tveir sigrar Stólanna voru þá ættu Haukar ekki að vera nein fyrirstaða á morgun.
Henry Birgir Gunnarsson hitti Stefán Jónsson, formann körfuknattleiksdeildar Tindastóls, í Síkinu á dögunum og ræddi við hann um körfuboltann á Króknum.
Þar kemur fram að Stólarnir séu stórhuga og allt bæjarfélagið taki þátt í gleðinni. Innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.
