Að verða fyrir heimspeki Gústav Adolf B. Sigurbjörnsson skrifar 18. ágúst 2015 11:15 Þann 18. júlí birti Jón Gnarr grein undir titlinum „Heimspeki er lífstíll!“. Þar mælir hann fyrir auknum umsvifum heimspekinnar í samfélaginu, en nýtir tækifærið líka til þess að atast aðeins í íslenskri heimspeki og íslenskum heimspekingum. Hann gerir þar athugasemd annars vegar við framboðið á heimspeki á íslensku, og telur það helstu ástæðuna þess hversu fá rit hafi rekið á fjörur hans og hins vegar fullyrðir hann að Íslendingar hafi fáa eða jafnvel enga frambærilega heimspekinga.Íslensk rit og rit á íslensku Þvert á það sem Jón kann að trúa að þá hygg ég að leitun sé að jafn fámennri þjóð sem heldur út eins viðamiklu rannsóknar- og þýðingarstarfi og við Íslendingar. Þó aðeins sé litið til síðustu ára hafa íslenskir heimspekingar skrifað rit á íslensku um hin ýmsu málefni. Heljarverk um sögu siðfræðinnar, rit um hversdagsheimspeki, vísindaheimspeki, rökfræði, náttúruheimspeki og listheimspeki, svo fátt eitt sé nefnt. Þá hefur komið út efni á íslensku sérsniðið að grunn- og framhaldsskólum, að ónefndum hinum ýmsu greinasöfnum. Hið íslenska bókmenntafélag hefur líka staðið í stórfelldri útgáfu á heimspekiritum, en Lærdómsrit bókmenntafélagsins telja nú á níunda tug og stór hluti þeirra eru heimspekirit. Þar að auki gefur Félag áhugamanna um heimspeki út ár hvert ritrýnt tímarit um heimspeki, Hug, en 26. árgangur Hugs kom út síðastliðið vor. Hugur er ómetanlegur sjóður af bæði þýddum og frumrituðum greinum á íslensku. Framboðið er því ekki amalegt og Jón hefði til dæmis geta beðið með að lesa Nietzsceh á ensku þar sem að þrjú helstu rita hans eru til í afbragðsgóðum íslenskum þýðingum: Svo mælti Zaraþústra, Af sifjafræði siðferðisins og Handan góðs og ills.Frambærilegir heimspekingar Af skorti á frambærileika íslenskra heimspekinga veit ég ekki alveg hvað ég á segja. Hér yrði maður að velta því fyrir sér hvað heimspekingur þarf til brunns að bera til þess að teljast frambærilegur, en það væri til lítils gagns hér. Freistandi væri að telja hreinlega upp þá íslensku heimspekinga – bæði konur og karla, unga og aldna – sem mér þykja frambærilegir, en ég læt það vera. Ég get í það minnsta ábyrgst að nóg er til af þeim. Hitt er svo annað mál hvort Íslendinga skorti það sem á ensku hefur verið nefnt public intellectuals en við höfum ekkert gott orð yfir, fólk eins og Simone de Beauvoir, Noam Chomsky eða Slavoj Žižek. Hugsanlega er þetta það sem Jón á við með frambærileika. Hér er með sönnu sagt ekki um auðugan garð að gresja, enda ekki verið til siðs hérlendis að fræðimenn séu að skipta sér mikið af opinberum málefnum. Fáir íslenskir fræðimenn hafa staldrað við í sviðsljósinu í lengri tíma – nema ef vera skyldi Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Hugsast getur að þetta hafi eitthvað með ríkjandi hugmyndafræði að gera, sem sést kannski á þvi að þegar glitta fór í sprungur í glansmynd nýfrjálshyggjunnar í bankahruninu 2008 að þá þótti skyndilega fínt að fá heimspekinga í sjónvarspviðtal. Enda er ég ekki frá því að ég hafi séð íslenskan heimspeking í sjónvarpinu oftar á árunum 2008-2010 en ég hef gert samanlagt bæði fyrr og síðar. En nú er búið að spartla upp í glansmyndina og það virðist ekki vera rými fyrir spurningar í samfélagi þar sem allir hafa svörin. Aukinn sýnileiki heimspekinnar og heimspekilegrar hugsunar í hinu opinbera rými væri jákvæð þróun, en ástæður núverandi skorts er ekki – að ég tel – að rekja til lítils framboðs á heimspeki á íslensku, né til frambærileika íslenskra heimspekinga. Ástæðuna hljótum við að reka eitthvert annað, t.a.m. til tíðarandans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Þann 18. júlí birti Jón Gnarr grein undir titlinum „Heimspeki er lífstíll!“. Þar mælir hann fyrir auknum umsvifum heimspekinnar í samfélaginu, en nýtir tækifærið líka til þess að atast aðeins í íslenskri heimspeki og íslenskum heimspekingum. Hann gerir þar athugasemd annars vegar við framboðið á heimspeki á íslensku, og telur það helstu ástæðuna þess hversu fá rit hafi rekið á fjörur hans og hins vegar fullyrðir hann að Íslendingar hafi fáa eða jafnvel enga frambærilega heimspekinga.Íslensk rit og rit á íslensku Þvert á það sem Jón kann að trúa að þá hygg ég að leitun sé að jafn fámennri þjóð sem heldur út eins viðamiklu rannsóknar- og þýðingarstarfi og við Íslendingar. Þó aðeins sé litið til síðustu ára hafa íslenskir heimspekingar skrifað rit á íslensku um hin ýmsu málefni. Heljarverk um sögu siðfræðinnar, rit um hversdagsheimspeki, vísindaheimspeki, rökfræði, náttúruheimspeki og listheimspeki, svo fátt eitt sé nefnt. Þá hefur komið út efni á íslensku sérsniðið að grunn- og framhaldsskólum, að ónefndum hinum ýmsu greinasöfnum. Hið íslenska bókmenntafélag hefur líka staðið í stórfelldri útgáfu á heimspekiritum, en Lærdómsrit bókmenntafélagsins telja nú á níunda tug og stór hluti þeirra eru heimspekirit. Þar að auki gefur Félag áhugamanna um heimspeki út ár hvert ritrýnt tímarit um heimspeki, Hug, en 26. árgangur Hugs kom út síðastliðið vor. Hugur er ómetanlegur sjóður af bæði þýddum og frumrituðum greinum á íslensku. Framboðið er því ekki amalegt og Jón hefði til dæmis geta beðið með að lesa Nietzsceh á ensku þar sem að þrjú helstu rita hans eru til í afbragðsgóðum íslenskum þýðingum: Svo mælti Zaraþústra, Af sifjafræði siðferðisins og Handan góðs og ills.Frambærilegir heimspekingar Af skorti á frambærileika íslenskra heimspekinga veit ég ekki alveg hvað ég á segja. Hér yrði maður að velta því fyrir sér hvað heimspekingur þarf til brunns að bera til þess að teljast frambærilegur, en það væri til lítils gagns hér. Freistandi væri að telja hreinlega upp þá íslensku heimspekinga – bæði konur og karla, unga og aldna – sem mér þykja frambærilegir, en ég læt það vera. Ég get í það minnsta ábyrgst að nóg er til af þeim. Hitt er svo annað mál hvort Íslendinga skorti það sem á ensku hefur verið nefnt public intellectuals en við höfum ekkert gott orð yfir, fólk eins og Simone de Beauvoir, Noam Chomsky eða Slavoj Žižek. Hugsanlega er þetta það sem Jón á við með frambærileika. Hér er með sönnu sagt ekki um auðugan garð að gresja, enda ekki verið til siðs hérlendis að fræðimenn séu að skipta sér mikið af opinberum málefnum. Fáir íslenskir fræðimenn hafa staldrað við í sviðsljósinu í lengri tíma – nema ef vera skyldi Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Hugsast getur að þetta hafi eitthvað með ríkjandi hugmyndafræði að gera, sem sést kannski á þvi að þegar glitta fór í sprungur í glansmynd nýfrjálshyggjunnar í bankahruninu 2008 að þá þótti skyndilega fínt að fá heimspekinga í sjónvarspviðtal. Enda er ég ekki frá því að ég hafi séð íslenskan heimspeking í sjónvarpinu oftar á árunum 2008-2010 en ég hef gert samanlagt bæði fyrr og síðar. En nú er búið að spartla upp í glansmyndina og það virðist ekki vera rými fyrir spurningar í samfélagi þar sem allir hafa svörin. Aukinn sýnileiki heimspekinnar og heimspekilegrar hugsunar í hinu opinbera rými væri jákvæð þróun, en ástæður núverandi skorts er ekki – að ég tel – að rekja til lítils framboðs á heimspeki á íslensku, né til frambærileika íslenskra heimspekinga. Ástæðuna hljótum við að reka eitthvert annað, t.a.m. til tíðarandans.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun