Að verða fyrir heimspeki Gústav Adolf B. Sigurbjörnsson skrifar 18. ágúst 2015 11:15 Þann 18. júlí birti Jón Gnarr grein undir titlinum „Heimspeki er lífstíll!“. Þar mælir hann fyrir auknum umsvifum heimspekinnar í samfélaginu, en nýtir tækifærið líka til þess að atast aðeins í íslenskri heimspeki og íslenskum heimspekingum. Hann gerir þar athugasemd annars vegar við framboðið á heimspeki á íslensku, og telur það helstu ástæðuna þess hversu fá rit hafi rekið á fjörur hans og hins vegar fullyrðir hann að Íslendingar hafi fáa eða jafnvel enga frambærilega heimspekinga.Íslensk rit og rit á íslensku Þvert á það sem Jón kann að trúa að þá hygg ég að leitun sé að jafn fámennri þjóð sem heldur út eins viðamiklu rannsóknar- og þýðingarstarfi og við Íslendingar. Þó aðeins sé litið til síðustu ára hafa íslenskir heimspekingar skrifað rit á íslensku um hin ýmsu málefni. Heljarverk um sögu siðfræðinnar, rit um hversdagsheimspeki, vísindaheimspeki, rökfræði, náttúruheimspeki og listheimspeki, svo fátt eitt sé nefnt. Þá hefur komið út efni á íslensku sérsniðið að grunn- og framhaldsskólum, að ónefndum hinum ýmsu greinasöfnum. Hið íslenska bókmenntafélag hefur líka staðið í stórfelldri útgáfu á heimspekiritum, en Lærdómsrit bókmenntafélagsins telja nú á níunda tug og stór hluti þeirra eru heimspekirit. Þar að auki gefur Félag áhugamanna um heimspeki út ár hvert ritrýnt tímarit um heimspeki, Hug, en 26. árgangur Hugs kom út síðastliðið vor. Hugur er ómetanlegur sjóður af bæði þýddum og frumrituðum greinum á íslensku. Framboðið er því ekki amalegt og Jón hefði til dæmis geta beðið með að lesa Nietzsceh á ensku þar sem að þrjú helstu rita hans eru til í afbragðsgóðum íslenskum þýðingum: Svo mælti Zaraþústra, Af sifjafræði siðferðisins og Handan góðs og ills.Frambærilegir heimspekingar Af skorti á frambærileika íslenskra heimspekinga veit ég ekki alveg hvað ég á segja. Hér yrði maður að velta því fyrir sér hvað heimspekingur þarf til brunns að bera til þess að teljast frambærilegur, en það væri til lítils gagns hér. Freistandi væri að telja hreinlega upp þá íslensku heimspekinga – bæði konur og karla, unga og aldna – sem mér þykja frambærilegir, en ég læt það vera. Ég get í það minnsta ábyrgst að nóg er til af þeim. Hitt er svo annað mál hvort Íslendinga skorti það sem á ensku hefur verið nefnt public intellectuals en við höfum ekkert gott orð yfir, fólk eins og Simone de Beauvoir, Noam Chomsky eða Slavoj Žižek. Hugsanlega er þetta það sem Jón á við með frambærileika. Hér er með sönnu sagt ekki um auðugan garð að gresja, enda ekki verið til siðs hérlendis að fræðimenn séu að skipta sér mikið af opinberum málefnum. Fáir íslenskir fræðimenn hafa staldrað við í sviðsljósinu í lengri tíma – nema ef vera skyldi Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Hugsast getur að þetta hafi eitthvað með ríkjandi hugmyndafræði að gera, sem sést kannski á þvi að þegar glitta fór í sprungur í glansmynd nýfrjálshyggjunnar í bankahruninu 2008 að þá þótti skyndilega fínt að fá heimspekinga í sjónvarspviðtal. Enda er ég ekki frá því að ég hafi séð íslenskan heimspeking í sjónvarpinu oftar á árunum 2008-2010 en ég hef gert samanlagt bæði fyrr og síðar. En nú er búið að spartla upp í glansmyndina og það virðist ekki vera rými fyrir spurningar í samfélagi þar sem allir hafa svörin. Aukinn sýnileiki heimspekinnar og heimspekilegrar hugsunar í hinu opinbera rými væri jákvæð þróun, en ástæður núverandi skorts er ekki – að ég tel – að rekja til lítils framboðs á heimspeki á íslensku, né til frambærileika íslenskra heimspekinga. Ástæðuna hljótum við að reka eitthvert annað, t.a.m. til tíðarandans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Þann 18. júlí birti Jón Gnarr grein undir titlinum „Heimspeki er lífstíll!“. Þar mælir hann fyrir auknum umsvifum heimspekinnar í samfélaginu, en nýtir tækifærið líka til þess að atast aðeins í íslenskri heimspeki og íslenskum heimspekingum. Hann gerir þar athugasemd annars vegar við framboðið á heimspeki á íslensku, og telur það helstu ástæðuna þess hversu fá rit hafi rekið á fjörur hans og hins vegar fullyrðir hann að Íslendingar hafi fáa eða jafnvel enga frambærilega heimspekinga.Íslensk rit og rit á íslensku Þvert á það sem Jón kann að trúa að þá hygg ég að leitun sé að jafn fámennri þjóð sem heldur út eins viðamiklu rannsóknar- og þýðingarstarfi og við Íslendingar. Þó aðeins sé litið til síðustu ára hafa íslenskir heimspekingar skrifað rit á íslensku um hin ýmsu málefni. Heljarverk um sögu siðfræðinnar, rit um hversdagsheimspeki, vísindaheimspeki, rökfræði, náttúruheimspeki og listheimspeki, svo fátt eitt sé nefnt. Þá hefur komið út efni á íslensku sérsniðið að grunn- og framhaldsskólum, að ónefndum hinum ýmsu greinasöfnum. Hið íslenska bókmenntafélag hefur líka staðið í stórfelldri útgáfu á heimspekiritum, en Lærdómsrit bókmenntafélagsins telja nú á níunda tug og stór hluti þeirra eru heimspekirit. Þar að auki gefur Félag áhugamanna um heimspeki út ár hvert ritrýnt tímarit um heimspeki, Hug, en 26. árgangur Hugs kom út síðastliðið vor. Hugur er ómetanlegur sjóður af bæði þýddum og frumrituðum greinum á íslensku. Framboðið er því ekki amalegt og Jón hefði til dæmis geta beðið með að lesa Nietzsceh á ensku þar sem að þrjú helstu rita hans eru til í afbragðsgóðum íslenskum þýðingum: Svo mælti Zaraþústra, Af sifjafræði siðferðisins og Handan góðs og ills.Frambærilegir heimspekingar Af skorti á frambærileika íslenskra heimspekinga veit ég ekki alveg hvað ég á segja. Hér yrði maður að velta því fyrir sér hvað heimspekingur þarf til brunns að bera til þess að teljast frambærilegur, en það væri til lítils gagns hér. Freistandi væri að telja hreinlega upp þá íslensku heimspekinga – bæði konur og karla, unga og aldna – sem mér þykja frambærilegir, en ég læt það vera. Ég get í það minnsta ábyrgst að nóg er til af þeim. Hitt er svo annað mál hvort Íslendinga skorti það sem á ensku hefur verið nefnt public intellectuals en við höfum ekkert gott orð yfir, fólk eins og Simone de Beauvoir, Noam Chomsky eða Slavoj Žižek. Hugsanlega er þetta það sem Jón á við með frambærileika. Hér er með sönnu sagt ekki um auðugan garð að gresja, enda ekki verið til siðs hérlendis að fræðimenn séu að skipta sér mikið af opinberum málefnum. Fáir íslenskir fræðimenn hafa staldrað við í sviðsljósinu í lengri tíma – nema ef vera skyldi Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Hugsast getur að þetta hafi eitthvað með ríkjandi hugmyndafræði að gera, sem sést kannski á þvi að þegar glitta fór í sprungur í glansmynd nýfrjálshyggjunnar í bankahruninu 2008 að þá þótti skyndilega fínt að fá heimspekinga í sjónvarspviðtal. Enda er ég ekki frá því að ég hafi séð íslenskan heimspeking í sjónvarpinu oftar á árunum 2008-2010 en ég hef gert samanlagt bæði fyrr og síðar. En nú er búið að spartla upp í glansmyndina og það virðist ekki vera rými fyrir spurningar í samfélagi þar sem allir hafa svörin. Aukinn sýnileiki heimspekinnar og heimspekilegrar hugsunar í hinu opinbera rými væri jákvæð þróun, en ástæður núverandi skorts er ekki – að ég tel – að rekja til lítils framboðs á heimspeki á íslensku, né til frambærileika íslenskra heimspekinga. Ástæðuna hljótum við að reka eitthvert annað, t.a.m. til tíðarandans.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun