Gylfi og Guðlaugur tókust á um tilurð foreldraorlofs Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. maí 2015 00:01 Þeir Guðlaugur Þór og Gylfi eru sammála um að ábatinn af EES-samningnum sé augljós. fréttablaðið/pjetur Það er mjög erfitt fyrir Íslendinga að leggja mat á óbeinan ábata af EES-samningnum, sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, á fundi Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í gær. Gylfi tók ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, og fleirum þátt í panelumræðum á fundi Alþjóðamálastofnunar um framtíð EES-samningsins í gær. Þátttakendur í panel voru spurðir um beinan og óbeinan kostnað af EES-samningnum og líka hvaða ábata aðildarríkin hefðu haft af honum. Gylfi sagði að einn þeirra þátta sem Íslendingar hefðu fengið í gegnum EES-samninginn væri foreldraorlof. „Ég held að allir Íslendingar taki undir þá skoðun að fæðingarorlof, eins og það er núna, sé eitthvað sem við vildum ekki vera án,“ sagði Gylfi. Guðlaugur Þór Þórðarson sagði að EES-samningurinn hefði vissulega haft jákvæð áhrif en hann sæi ekki alveg hvað samningurinn hefði haft með fæðingarorlofið að gera. Gylfi svaraði því til að Alþýðusambandið hefði um árabil reynt að knýja á um breytta löggjöf um foreldraorlof til að tryggja launþegum á almennum markaði, bæði körlum og konum, launað foreldraorlof. Það hafi ekki verið hægt. Breytingar hafi orðið þar á á árunum 1998 og 1999 eftir að Íslendingar gerðust aðilar að samningnum. Gylfi sagði að í EES samningnum væri kveðið á um að þættir er vörðuðu félagsleg réttindi launþega væru úrlausnarefni fyrir aðila vinnumarkaðarins. Aðilar vinnumarkaðarins í Evrópu hefðu komið sér saman um umgjörð varðandi launuð foreldraorlof og þá umgjörð átti stefná á að taka upp í hverju landi. „Sumir gerðu það með löggjöf og aðrir gerðu það með marghliða samkomulagi. Við ákváðum hér á Íslandi að taka upp þetta evrópska fyrirkomulag með löggjöf frá þinginu,“ sagði Gylfi. Hann sagði að grunnurinn að þessu fyrirkomulagi hefði komið í gegnum EES-samninginn. „Við hefðum vel getað gert þetta fyrr en við gerðum það ekki,“ sagði hann. „Ég hef tekið þátt í að móta ýmsa löggjöf á grundvelli EES-samningsins. Þetta er ekki ein þeirra,“ sagði Guðlaugur. Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Það er mjög erfitt fyrir Íslendinga að leggja mat á óbeinan ábata af EES-samningnum, sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, á fundi Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í gær. Gylfi tók ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, og fleirum þátt í panelumræðum á fundi Alþjóðamálastofnunar um framtíð EES-samningsins í gær. Þátttakendur í panel voru spurðir um beinan og óbeinan kostnað af EES-samningnum og líka hvaða ábata aðildarríkin hefðu haft af honum. Gylfi sagði að einn þeirra þátta sem Íslendingar hefðu fengið í gegnum EES-samninginn væri foreldraorlof. „Ég held að allir Íslendingar taki undir þá skoðun að fæðingarorlof, eins og það er núna, sé eitthvað sem við vildum ekki vera án,“ sagði Gylfi. Guðlaugur Þór Þórðarson sagði að EES-samningurinn hefði vissulega haft jákvæð áhrif en hann sæi ekki alveg hvað samningurinn hefði haft með fæðingarorlofið að gera. Gylfi svaraði því til að Alþýðusambandið hefði um árabil reynt að knýja á um breytta löggjöf um foreldraorlof til að tryggja launþegum á almennum markaði, bæði körlum og konum, launað foreldraorlof. Það hafi ekki verið hægt. Breytingar hafi orðið þar á á árunum 1998 og 1999 eftir að Íslendingar gerðust aðilar að samningnum. Gylfi sagði að í EES samningnum væri kveðið á um að þættir er vörðuðu félagsleg réttindi launþega væru úrlausnarefni fyrir aðila vinnumarkaðarins. Aðilar vinnumarkaðarins í Evrópu hefðu komið sér saman um umgjörð varðandi launuð foreldraorlof og þá umgjörð átti stefná á að taka upp í hverju landi. „Sumir gerðu það með löggjöf og aðrir gerðu það með marghliða samkomulagi. Við ákváðum hér á Íslandi að taka upp þetta evrópska fyrirkomulag með löggjöf frá þinginu,“ sagði Gylfi. Hann sagði að grunnurinn að þessu fyrirkomulagi hefði komið í gegnum EES-samninginn. „Við hefðum vel getað gert þetta fyrr en við gerðum það ekki,“ sagði hann. „Ég hef tekið þátt í að móta ýmsa löggjöf á grundvelli EES-samningsins. Þetta er ekki ein þeirra,“ sagði Guðlaugur.
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira