Innlent

Sérstakir fundir með meirihluta

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Sandra Brá. Skyldur sveitarstjóra við meirihluta eru gagnrýndar.
Sandra Brá. Skyldur sveitarstjóra við meirihluta eru gagnrýndar. fréttablaðið/GVA
„Teljum við að með þessu ákvæði sé verið að útiloka lýðræðislega og opna umræðu um verkefni sveitarfélagsins,“ segja fulltrúar minnihlutans í hreppsnefnd Skaftárhrepps vegna ákvæðis í ráðningarsamningi nýs sveitarstjóra um að hann haldi „reglulega fundi með meirihluta sveitarstjórnar þar sem farið er yfir stöðu helstu mála“.

Minnihlutamenn sátu af þessum sökum hjá þegar sveitarstjórnin staðfesti ráðningarsamning við Söndru Brá Jóhannsdóttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×