Innlent

Kolmunnaskip í stöðugri brælu

Svavar Hávarðsson skrifar
Faxi RE Leita vars vegna veðurs. mynd/hbgrandi
Faxi RE Leita vars vegna veðurs. mynd/hbgrandi mynd/hb grandi
Stöðugar brælur, má kalla, hafa verið á kolmunnamiðunum í færeysku lögsögunni allt frá því að íslensku skipin hófu veiðar.

Skip HB Granda, Faxi RE og Ingunn AK, leituðu til hafnar í Færeyjum vegna mikillar brælu og vondrar veðurspár fyrr í vikunni, að sögn Hjalta Einarssonar, skipstjóra á Faxa, á vef fyrirtækisins.

Aflabrögð eru hins vegar ágæt, en kolmunninn hefur oft verið stærri á fyrri vertíðum.

Allt að 12 íslensk skip mega vera að veiðum í færeysku lögsögunni samtímis og hefur það fyrirkomulag ekki hamlað veiðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×