Innlent

Lögfræðingar mótmæla fyrir utan Kórinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Í tilkynningu frá BHM segir að sýslumaðurinn hafi ákveðið að hafa að engu niðurstöðu undanþágunefndar.
Í tilkynningu frá BHM segir að sýslumaðurinn hafi ákveðið að hafa að engu niðurstöðu undanþágunefndar. vísir/vilhelm
Stéttarfélag lögfræðinga efnir til mótmæla við innganginn í Kórinn í Kópavogi í kvöld klukkan 18:45.

Ástæðan fyrir mótmælunum er meint verkfallsbrot sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu en hann gaf út tvö skemmtanaleyfi fyrir bæinn vegna árshátíðar starfsmanna bæjarins og 60 ára afmælishátíðar nú um helgina, meðal annars stórtónleika í Kórnum.

Sjá einnig: Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu tók við bréfi

Í tilkynningu frá BHM segir að sýslumaðurinn hafi ákveðið að hafa að engu niðurstöðu undanþágunefndar, sem hafði hafnað því að undanþága væri veitt til að gefa út heimild til skemmtanahalds í Kórnum þetta kvöld.

Sjá einnig: Lögfræðingar hóta aðgerðum í Kópavogi

„Sýslumaður veitti heimildina, þvert á niðurstöðu nefndarinnar, sem hann hafði þó sjálfur sent erindið til afgreiðslu í nefndinni,“ segir í tilkynningunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×