Innlent

Enginn með heppnina með sér í Lottóinu í kvöld

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Tveir eru hundrað þúsund krónum ríkari út af Jókernum.
Tveir eru hundrað þúsund krónum ríkari út af Jókernum. Vísir
Enginn var svo heppinn að vera með allar tölur réttar í Lottóinu í kvöld en tveir eru þó hundrað þúsund krónum ríkari eftir að hafa verið með fjórar tölur réttar í Jókernum.

Fyrsti vinningur kvöldsins, sem var rúmlega 6,5 milljónir króna, verður því enn í boði næsta laugardag og gott betur. Tölur kvöldsins voru 7, 13, 17, 23 og 39 og bónustalan var 5. Bónusvinningur upp á 962 þúsund krónur gekk ekki heldur út. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×