Skoðun

Lögleysa Orkustofnunar

Árni Finnsson skrifar
Nýverið lagði Orkustofnun til við verkefnisstjórn þriðja áfanga Rammaáætlunar að hún taki fyrir tvo orkukosti – Norðlingaölduveitu og Kjalölduveitu – sem eru á landsvæði sem þegar er í verndarflokki áætlunarinnar. Svæðið eru hin margrómuðu Þjórsárver.

Samtals leggur Orkustofnun fram 80 virkjunarkosti fyrir verkefnisstjórn þriðja áfanga en dró til baka þrjá kosti, þar af tvo í verndarflokki sem augljóslega eru inni í Vatnajökulsþjóðgarði. Gefur auga leið að verkefnisstjórnin mun ekki komast yfir að flokka alla þessa kosti og vekur furðu að stofnunin leggi einnig fram til mats virkjunarkosti í verndarflokki – samkvæmt niðurstöðum annars áfanga, en sú flokkun hefur verið staðfest af Alþingi með þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Það á einkum við um Þjórsárver.

Réttur lögmannsstofa hefur fyrir hönd Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Náttúruverndarsamtaka Suðurlands og Vina Þjórsárvera skrifað verkefnisstjórninni bréf þar sem bent er á að lög um verndar- og orkunýtingaráætlun (nr. 48/2011) kveði á um að að lokinni gerð rammaáætlunar skuli stjórnvöld hefja vinnu við friðlýsingu orkukosta/svæða í verndarflokki. Engin tvímæli eru um að Þjórsárver eru í verndarflokki eða að undirbúningur að stækkun friðlandsins í Þjórsárverum er löngu hafinn.

Jafnframt er bent á að samkvæmt lögskýringargögnum felur skipan virkjunarkosta í verndarflokk „…ekki í sér friðlýsingu í hefðbundnum skilningi heldur tímabundna vernd gagnvart orkuvinnslu á þeim svæðum sem afmörkuð eru í verndarflokknum á meðan friðlýsingarferli samkvæmt náttúruverndarlögum, nr. 44/1999, fer fram…“

Krafa Náttúruverndarsamtaka Íslands er því að verkefnisstjórnin hafni tillögu Orkustofnunar enda beri, lögum samkvæmt, að friðlýsa allt svæðið vestan Þjórsár, þ.m.t. verin og hina stórkostlegu fossa efst í ánni, Dynk og Gljúfurleitarfoss.




Skoðun

Skoðun

Vertu drusla!

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×