Innlent

Kosið um nýjan rektor 13. apríl

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einar Steingrímsson, prófessor við University of Strathclyde í Skotlandi, Jón Atli Benediktsson, prófessor og aðstoðarrektor Háskóla Íslands, og Guðrún Nordal, prófessor og forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, skiluðu inn umsóknum.
Einar Steingrímsson, prófessor við University of Strathclyde í Skotlandi, Jón Atli Benediktsson, prófessor og aðstoðarrektor Háskóla Íslands, og Guðrún Nordal, prófessor og forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, skiluðu inn umsóknum.
Mánudaginn 13. apríl 2015 fer fram kjör rektors Háskóla Íslands fyrir tímabilið 1. júlí 2015 til 30. júní 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands.

Þrír einstaklingar hafa sótt um embætti rektors og eru þeir einir í framboði. Þeir eru Einar Steingrímsson, prófessor við Strathclyde-háskóla í Glasgow í Skotlandi, Guðrún Nordal, prófessor og forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, og Jón Atli Benediktsson, prófessor og aðstoðarrektor vísinda og kennslu við Háskóla Íslands.

Kosning verður rafræn og stendur kjörfundur yfir frá kl. 9.00 árdegis til kl. 18.00 síðdegis. Hljóti enginn frambjóðenda meirihluta greiddra atkvæða verður kosið að nýju 20. apríl nk. um þá tvo frambjóðendur sem flest atkvæði hljóta.

Á kjörskrá eru 14.110, 1.485 starfsmenn og 12.625 stúdentar. Frá kl. 13.00 föstudaginn 13. mars til kl. 13.00 mánudaginn 23. mars munu liggja útprentuð kjörskrá á upplýsingaskrifstofu í anddyri Aðalbyggingar Háskóla Íslands. Upplýsingaskrifstofan verður opin frá kl. 8.00 til 17.00 mánudaga til fimmtudaga og frá kl. 8.00 til 16.00 föstudaga. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×