Ökklabrotnaði í norðurljósaferð en fær engar skaðabætur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2015 11:38 Atvikið átti sér stað í mars 2013 við Raufarhólshelli í Þrengslum þar sem farið var út að skoða norðurljós. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Tryggingamiðstöðina af skaðabótakröfu erlends ferðamanns sem ökklabrotnaði í norðurljósaferð þegar hann var að stíga út úr rútu Snælands Grímssonar. Atvikið átti sér stað í mars 2013 við Raufarhólshelli í Þrengslum. Maðurinn og kona hans fóru út úr rútunni ásamt öðrum ferðamönnum til að skoða norðurljósin en ekki vildi betur til en svo að maðurinn hrasaði í tröppum rútunnar þegar hann var á leiðinni út. Við það tvíökklabrotnaði hann og var strax farið til Reykjavíkur og maðurinn fluttur á slysadeild. Daginn eftir flaug hann svo heim til Bandaríkjanna þar sem hann gekkst undir skurðaðgerð. Maðurinn byggði kröfu sína meðal annars á því að ökumaður rútunnar hafi ekki gætt nógu vel að því að tröppurnar niður úr rútunni væru ekki hálar svo þær sköpuðu ekki hættu fyrir farþega. Þá hafi bílstjórinn ekki varað farþegana við því að tröppurnar auk þess sem ekki hafi verið handrið við þær sem hægt var að styðjast við þegar gengið var niður. Tryggingamiðstöðin hafnaði alfarið málatilbúnaði mannsins og sagði að rútan hefði uppfyllt allar öryggiskröfur, meðal annars með tilliti til handriða við tröppur rútunnar. Þá mótmæltu bílstjórinn sem og fararstjóri ferðarinnar því að hálka hafi verið í tröppunum. „Fararstjóranum, sem hafi verið kominn út úr bifreiðinni en staðið við framdyrnar og séð stefnanda detta í tröppunum, virtist sem stefnandi hefði misstigið sig í tröppunum. Jafnvel þó það teldist sannað að hálka eða bleyta hafi verið í tröppum bifreiðarinnar umrætt sinn hafi verið ógerlegt að afstýra því í tilviki sem þessu,“ segir meðal annars í dómnum. Dómari í málinu taldi því ekki sannað að slysið mætti rekja til saknæmrar vanrækslu bílstjóra rútunnar. Um óhappatilvik hafi verið að ræða og var því Tryggingamiðstöðin, fyrir hönd Snælands Grímssonar ehf., sýknað af skaðabótakröfu mannsins. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Tryggingamiðstöðina af skaðabótakröfu erlends ferðamanns sem ökklabrotnaði í norðurljósaferð þegar hann var að stíga út úr rútu Snælands Grímssonar. Atvikið átti sér stað í mars 2013 við Raufarhólshelli í Þrengslum. Maðurinn og kona hans fóru út úr rútunni ásamt öðrum ferðamönnum til að skoða norðurljósin en ekki vildi betur til en svo að maðurinn hrasaði í tröppum rútunnar þegar hann var á leiðinni út. Við það tvíökklabrotnaði hann og var strax farið til Reykjavíkur og maðurinn fluttur á slysadeild. Daginn eftir flaug hann svo heim til Bandaríkjanna þar sem hann gekkst undir skurðaðgerð. Maðurinn byggði kröfu sína meðal annars á því að ökumaður rútunnar hafi ekki gætt nógu vel að því að tröppurnar niður úr rútunni væru ekki hálar svo þær sköpuðu ekki hættu fyrir farþega. Þá hafi bílstjórinn ekki varað farþegana við því að tröppurnar auk þess sem ekki hafi verið handrið við þær sem hægt var að styðjast við þegar gengið var niður. Tryggingamiðstöðin hafnaði alfarið málatilbúnaði mannsins og sagði að rútan hefði uppfyllt allar öryggiskröfur, meðal annars með tilliti til handriða við tröppur rútunnar. Þá mótmæltu bílstjórinn sem og fararstjóri ferðarinnar því að hálka hafi verið í tröppunum. „Fararstjóranum, sem hafi verið kominn út úr bifreiðinni en staðið við framdyrnar og séð stefnanda detta í tröppunum, virtist sem stefnandi hefði misstigið sig í tröppunum. Jafnvel þó það teldist sannað að hálka eða bleyta hafi verið í tröppum bifreiðarinnar umrætt sinn hafi verið ógerlegt að afstýra því í tilviki sem þessu,“ segir meðal annars í dómnum. Dómari í málinu taldi því ekki sannað að slysið mætti rekja til saknæmrar vanrækslu bílstjóra rútunnar. Um óhappatilvik hafi verið að ræða og var því Tryggingamiðstöðin, fyrir hönd Snælands Grímssonar ehf., sýknað af skaðabótakröfu mannsins.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Sjá meira