Almenningi gefið það sem hann á þegar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. október 2015 18:45 Katrín Jakobsdóttir í ræðupúlti á landsfundi VG. Skjáskot Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna, segir almenning sjá í gegnum hugmyndir fjármálaráðherra um að afhenda landsmönnum 5% hlut í bönkunum. Enda séu þær til þess fallnar að dreifa athygli frá stóra málinu sem sé hvernig haga eigi eignarhaldi á bönkunum. Landsfundur Vinstri grænna stendur nú yfir á Hótel Selfossi. Mörg stór mál hafa verið rædd á fundinum. Til að mynda loftlagsmálin og það hvernig hægt sé að auka lýðræði í samfélaginum. Þá segir Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, að umræðan um jöfnuð og misskiptingu auðsins sé eins og rauður þráður í gegnum umræður á fundinum. Bjarni Benediktsson fjámálaráðherra varpaði fram hugmyndum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær um að afhenda landsmönnum 5% hlut í bönkunum til að dreifa eignaraðild að þeim. Í dag á ríkið hlut í öllum bönkunum. Katrín segir að með þessari aðgerð sé því í raun og veru verið að gefa almenningi eitthvað sem hann á þegar. „Ég held að almenningur sjái nú í gegnum þessa hluti,“ segir Katrín. Þetta sé klassísk leið til þess að dreifa athyglinni frá stóru málunum. „Sem er það hvernig við ætlum að haga eignarhaldi á bönkunum. Hér liggur fyrir ályktun um það meðal annars að við ættum að eiga einn banka í eigu almennings og reka hann með öðrum hætti en hefðbundinn fjárfestinarbanka. Ég held að það sé eitthvað sem skipti almenning í landinu verulegu máli,“ segir Katrín. Katrín var endurkjörinn formaður flokksins í dag og kemur til með að gegna því embætti næstu tvö árin. Fylgi Vinstri-grænna mælist samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum um 12%. „Ég hef fyrsta lagi trú á því að við eigum mikið inni og það er bara af því að ég finn að það er mjög góður andi hér og við erum að skerpa á okkar stefnu. Við höfum verið að vinna í okkar innri málum og það skilar sér. Það veit ég af reynslunni. Í öðru lagi held ég náttúrulega að það skipti mestu máli fyrir þessa hreyfingu að hún snýst um ákveðinn pólitískan kjarna og það er þess vegna sem að við erum hér saman komin þannig að við trúum á það að við eigum mjög brýnt erindi og það skiptir mestu þegar maður er í pólitík,“ segir Katrín. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna, segir almenning sjá í gegnum hugmyndir fjármálaráðherra um að afhenda landsmönnum 5% hlut í bönkunum. Enda séu þær til þess fallnar að dreifa athygli frá stóra málinu sem sé hvernig haga eigi eignarhaldi á bönkunum. Landsfundur Vinstri grænna stendur nú yfir á Hótel Selfossi. Mörg stór mál hafa verið rædd á fundinum. Til að mynda loftlagsmálin og það hvernig hægt sé að auka lýðræði í samfélaginum. Þá segir Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, að umræðan um jöfnuð og misskiptingu auðsins sé eins og rauður þráður í gegnum umræður á fundinum. Bjarni Benediktsson fjámálaráðherra varpaði fram hugmyndum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær um að afhenda landsmönnum 5% hlut í bönkunum til að dreifa eignaraðild að þeim. Í dag á ríkið hlut í öllum bönkunum. Katrín segir að með þessari aðgerð sé því í raun og veru verið að gefa almenningi eitthvað sem hann á þegar. „Ég held að almenningur sjái nú í gegnum þessa hluti,“ segir Katrín. Þetta sé klassísk leið til þess að dreifa athyglinni frá stóru málunum. „Sem er það hvernig við ætlum að haga eignarhaldi á bönkunum. Hér liggur fyrir ályktun um það meðal annars að við ættum að eiga einn banka í eigu almennings og reka hann með öðrum hætti en hefðbundinn fjárfestinarbanka. Ég held að það sé eitthvað sem skipti almenning í landinu verulegu máli,“ segir Katrín. Katrín var endurkjörinn formaður flokksins í dag og kemur til með að gegna því embætti næstu tvö árin. Fylgi Vinstri-grænna mælist samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum um 12%. „Ég hef fyrsta lagi trú á því að við eigum mikið inni og það er bara af því að ég finn að það er mjög góður andi hér og við erum að skerpa á okkar stefnu. Við höfum verið að vinna í okkar innri málum og það skilar sér. Það veit ég af reynslunni. Í öðru lagi held ég náttúrulega að það skipti mestu máli fyrir þessa hreyfingu að hún snýst um ákveðinn pólitískan kjarna og það er þess vegna sem að við erum hér saman komin þannig að við trúum á það að við eigum mjög brýnt erindi og það skiptir mestu þegar maður er í pólitík,“ segir Katrín.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði