Hraðatakmörkun á Nürburgring aflétt á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2015 09:24 Gamlir keppnisbílar glíma við Nürburgring brautina. Mörgum brá í brún þegar eigendur Nürburgring keppnisbrautarinnar settu á hraðatakmarkanir á brautinni nú fyrr í ár af öryggisástæðum. Þessar takmarkanir gerðu það að verkum að ekki var lengur hægt að setja nein ný met á brautinni og ökumenn gátu ekki fengið það mesta útúr bílum sínum við akstur hennar. Nú hefur hinsvegar verið ákveðið að aflétta þessum hraðatakmörkunum á næsta ári og það sem gerir það mögulegt eru talsverðar breytingar sem gerðar verða á brautinni sem tryggja meira öryggi ökumanna. Bæði hefur brautin slitnað nokkur vegna mikillar notkunar og svo verða ýmsar hæðir flattar út og öryggisgrindverk sett upp. Farið verður í þessar breytingar í nóvember og verður þeim lokið í upphafi næsta árs. Alls verða gerðar 16 breytingar á brautinni hröðu. Með þessu verður þessu fræga akstursbraut færð til fyrri virðingar og bílaframleiðendur og aksturáhugmenn geta áfram keppst við metslátt. Kostnaðinn við breytingar standa bílframleiðendur og keppnislið mestan straum að. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent
Mörgum brá í brún þegar eigendur Nürburgring keppnisbrautarinnar settu á hraðatakmarkanir á brautinni nú fyrr í ár af öryggisástæðum. Þessar takmarkanir gerðu það að verkum að ekki var lengur hægt að setja nein ný met á brautinni og ökumenn gátu ekki fengið það mesta útúr bílum sínum við akstur hennar. Nú hefur hinsvegar verið ákveðið að aflétta þessum hraðatakmörkunum á næsta ári og það sem gerir það mögulegt eru talsverðar breytingar sem gerðar verða á brautinni sem tryggja meira öryggi ökumanna. Bæði hefur brautin slitnað nokkur vegna mikillar notkunar og svo verða ýmsar hæðir flattar út og öryggisgrindverk sett upp. Farið verður í þessar breytingar í nóvember og verður þeim lokið í upphafi næsta árs. Alls verða gerðar 16 breytingar á brautinni hröðu. Með þessu verður þessu fræga akstursbraut færð til fyrri virðingar og bílaframleiðendur og aksturáhugmenn geta áfram keppst við metslátt. Kostnaðinn við breytingar standa bílframleiðendur og keppnislið mestan straum að.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent