Opið bréf til landstjórnarinnar Ragnheiður Lára Guðjónsdóttir skrifar 9. júlí 2015 07:00 Gríðarlega kostnaðarsamt að láta bætur fylgja lágmarkslaunum. Þetta sagði Bjarni Benediktsson 29. maí 2015 á eyjan.is. Mig langar að tala til þeirra sem stjórna landinu. Reyna að hjálpa þeim að skilja hvernig sumt fólk hefur það á Íslandi. Undanfarið hafa þessir menn mætt í fjölmiðla og reynt að færa rök fyrir því að ekki sé hægt að bæta kjör þeirra sem verst hafa það. Það er jú þannig, að það er hlutverk stjórnmálamanna að hlusta á fólk. Setja sig í þess spor og reyna að vinna fyrir það með því að ráðstafa auðlindum og lífsgæðum sem til eru á hverjum tíma á sem sanngjarnastan hátt. Ástæðan fyrir þessum skrifum er að mér finnst ekki nógu miklu ráðstafað til þeirra sem eru veikir, aldraðir eða óvinnufærir. Þetta fólk á ekki marga áhrifamikla bandamenn í samfélaginu. Það sést á kjörum þeirra sem halda mörgum í faðmi skulda og fátæktar og hefur oft hræðileg áhrif á sálarlíf fólks, oft fólks sem er veikt fyrir. Undanfarið höfum við séð hverja stéttina á fætur annarri fara í verkfall, og stór ástæða fyrir því er að fólk á lágmarkslaunum nær ekki endum saman. Það er talað um 300.000 króna lágmarkslaun. Að mínu mati er það of lágt, þá á eftir að greiða skatta og skyldur. Skattleysismörkin þurfa að vera 300.000 kr. Þá kemur aftur að öryrkjum, sem Bjarni og Sigmundur vilja ekkert fyrir gera, eins og þeir hafa gefið út. Ég þekki sjúkling sem fær 3.097.792 kr. frá Tryggingastofnun og Lífeyrissjóði VR. Eftir útsvar, tekjuskatt, útvarpsskatt og slysatryggingu, 611.697 kr., hefur þessi einstaklingur 2.486.125 krónur í beinar tekjur á ári. En eftir það tekur alvaran við. Húsnæðiskostnaður, lyfjakostnaður, sérfræðilækniskostnaður, matvara, sími, internet og samgöngur. Þegar þetta er sett upp á ársgrundvelli er ekki mikið eftir, það er ekkert eftir. Mér hefur reiknast til að viðkomandi eigi 633 krónur á dag, en þá má ekkert óvænt koma upp á. Ég er með allar tölur tiltækar, ef einhver efast. Ég sendi þær gjarna á hvern sem vill.Niðurlægjandi Fólk á svona kjörum getur ekki leyft sér að kaupa ný og betri gleraugu þegar þau gömlu eru slitin. Betri dýnu þegar sú gamla er byrjuð að valda bakverkjum. Farið til tannlæknis o.s.frv. Þetta fólk lifir í fátækt, og fátækt er mjög raunverulegur vandi á Íslandi. Æðstu ráðamenn hundsa þetta fyrir augunum á okkur öllum. Það væri ekki við hæfi að standa í svona skrifum nema koma með hugmynd að lausnum sem eru bara beint fyrir framan nefið á okkur. LAUSN númer 1: Það er að skattleysismörkin verði hækkuð upp í 300.000 krónur. Hverjum gagnast það? Jú, það gagnast öllum, sérstaklega þeim sem hafa lægstu tekjurnar. Lífsgæði manneskjunnar að ofan myndu batna töluvert, hefði hún 50.979 kr. meira á mánuði. Það gæti hún fengið ef notuð væri LAUSN númer 2: Ef opinberu gjöldin væru felld niður á þá lægst launuðu. Ofangreind manneskja gæti jafnvel keypt afmælis- og jólagjafir handa barnabörnunum sínum. Eða farið til tannlæknis án þess að taka lán fyrir því. Þá langar mig til þess að enda á einni kröfu, og það er að hætt verði að kalla fólk bótaþega. Þetta eru laun sem við fáum, því flest höfum við unnið fyrir okkur og fjölskyldum okkar, allt okkar líf. Virðingarleysið gagnvart eldri borgurum þessa lands er svo niðurlægjandi að það er með ólíkindum. Þetta er fólkið sem hefur byggt Ísland upp fyrir núverandi og komandi kynslóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Gríðarlega kostnaðarsamt að láta bætur fylgja lágmarkslaunum. Þetta sagði Bjarni Benediktsson 29. maí 2015 á eyjan.is. Mig langar að tala til þeirra sem stjórna landinu. Reyna að hjálpa þeim að skilja hvernig sumt fólk hefur það á Íslandi. Undanfarið hafa þessir menn mætt í fjölmiðla og reynt að færa rök fyrir því að ekki sé hægt að bæta kjör þeirra sem verst hafa það. Það er jú þannig, að það er hlutverk stjórnmálamanna að hlusta á fólk. Setja sig í þess spor og reyna að vinna fyrir það með því að ráðstafa auðlindum og lífsgæðum sem til eru á hverjum tíma á sem sanngjarnastan hátt. Ástæðan fyrir þessum skrifum er að mér finnst ekki nógu miklu ráðstafað til þeirra sem eru veikir, aldraðir eða óvinnufærir. Þetta fólk á ekki marga áhrifamikla bandamenn í samfélaginu. Það sést á kjörum þeirra sem halda mörgum í faðmi skulda og fátæktar og hefur oft hræðileg áhrif á sálarlíf fólks, oft fólks sem er veikt fyrir. Undanfarið höfum við séð hverja stéttina á fætur annarri fara í verkfall, og stór ástæða fyrir því er að fólk á lágmarkslaunum nær ekki endum saman. Það er talað um 300.000 króna lágmarkslaun. Að mínu mati er það of lágt, þá á eftir að greiða skatta og skyldur. Skattleysismörkin þurfa að vera 300.000 kr. Þá kemur aftur að öryrkjum, sem Bjarni og Sigmundur vilja ekkert fyrir gera, eins og þeir hafa gefið út. Ég þekki sjúkling sem fær 3.097.792 kr. frá Tryggingastofnun og Lífeyrissjóði VR. Eftir útsvar, tekjuskatt, útvarpsskatt og slysatryggingu, 611.697 kr., hefur þessi einstaklingur 2.486.125 krónur í beinar tekjur á ári. En eftir það tekur alvaran við. Húsnæðiskostnaður, lyfjakostnaður, sérfræðilækniskostnaður, matvara, sími, internet og samgöngur. Þegar þetta er sett upp á ársgrundvelli er ekki mikið eftir, það er ekkert eftir. Mér hefur reiknast til að viðkomandi eigi 633 krónur á dag, en þá má ekkert óvænt koma upp á. Ég er með allar tölur tiltækar, ef einhver efast. Ég sendi þær gjarna á hvern sem vill.Niðurlægjandi Fólk á svona kjörum getur ekki leyft sér að kaupa ný og betri gleraugu þegar þau gömlu eru slitin. Betri dýnu þegar sú gamla er byrjuð að valda bakverkjum. Farið til tannlæknis o.s.frv. Þetta fólk lifir í fátækt, og fátækt er mjög raunverulegur vandi á Íslandi. Æðstu ráðamenn hundsa þetta fyrir augunum á okkur öllum. Það væri ekki við hæfi að standa í svona skrifum nema koma með hugmynd að lausnum sem eru bara beint fyrir framan nefið á okkur. LAUSN númer 1: Það er að skattleysismörkin verði hækkuð upp í 300.000 krónur. Hverjum gagnast það? Jú, það gagnast öllum, sérstaklega þeim sem hafa lægstu tekjurnar. Lífsgæði manneskjunnar að ofan myndu batna töluvert, hefði hún 50.979 kr. meira á mánuði. Það gæti hún fengið ef notuð væri LAUSN númer 2: Ef opinberu gjöldin væru felld niður á þá lægst launuðu. Ofangreind manneskja gæti jafnvel keypt afmælis- og jólagjafir handa barnabörnunum sínum. Eða farið til tannlæknis án þess að taka lán fyrir því. Þá langar mig til þess að enda á einni kröfu, og það er að hætt verði að kalla fólk bótaþega. Þetta eru laun sem við fáum, því flest höfum við unnið fyrir okkur og fjölskyldum okkar, allt okkar líf. Virðingarleysið gagnvart eldri borgurum þessa lands er svo niðurlægjandi að það er með ólíkindum. Þetta er fólkið sem hefur byggt Ísland upp fyrir núverandi og komandi kynslóðir.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun