Opið bréf til landstjórnarinnar Ragnheiður Lára Guðjónsdóttir skrifar 9. júlí 2015 07:00 Gríðarlega kostnaðarsamt að láta bætur fylgja lágmarkslaunum. Þetta sagði Bjarni Benediktsson 29. maí 2015 á eyjan.is. Mig langar að tala til þeirra sem stjórna landinu. Reyna að hjálpa þeim að skilja hvernig sumt fólk hefur það á Íslandi. Undanfarið hafa þessir menn mætt í fjölmiðla og reynt að færa rök fyrir því að ekki sé hægt að bæta kjör þeirra sem verst hafa það. Það er jú þannig, að það er hlutverk stjórnmálamanna að hlusta á fólk. Setja sig í þess spor og reyna að vinna fyrir það með því að ráðstafa auðlindum og lífsgæðum sem til eru á hverjum tíma á sem sanngjarnastan hátt. Ástæðan fyrir þessum skrifum er að mér finnst ekki nógu miklu ráðstafað til þeirra sem eru veikir, aldraðir eða óvinnufærir. Þetta fólk á ekki marga áhrifamikla bandamenn í samfélaginu. Það sést á kjörum þeirra sem halda mörgum í faðmi skulda og fátæktar og hefur oft hræðileg áhrif á sálarlíf fólks, oft fólks sem er veikt fyrir. Undanfarið höfum við séð hverja stéttina á fætur annarri fara í verkfall, og stór ástæða fyrir því er að fólk á lágmarkslaunum nær ekki endum saman. Það er talað um 300.000 króna lágmarkslaun. Að mínu mati er það of lágt, þá á eftir að greiða skatta og skyldur. Skattleysismörkin þurfa að vera 300.000 kr. Þá kemur aftur að öryrkjum, sem Bjarni og Sigmundur vilja ekkert fyrir gera, eins og þeir hafa gefið út. Ég þekki sjúkling sem fær 3.097.792 kr. frá Tryggingastofnun og Lífeyrissjóði VR. Eftir útsvar, tekjuskatt, útvarpsskatt og slysatryggingu, 611.697 kr., hefur þessi einstaklingur 2.486.125 krónur í beinar tekjur á ári. En eftir það tekur alvaran við. Húsnæðiskostnaður, lyfjakostnaður, sérfræðilækniskostnaður, matvara, sími, internet og samgöngur. Þegar þetta er sett upp á ársgrundvelli er ekki mikið eftir, það er ekkert eftir. Mér hefur reiknast til að viðkomandi eigi 633 krónur á dag, en þá má ekkert óvænt koma upp á. Ég er með allar tölur tiltækar, ef einhver efast. Ég sendi þær gjarna á hvern sem vill.Niðurlægjandi Fólk á svona kjörum getur ekki leyft sér að kaupa ný og betri gleraugu þegar þau gömlu eru slitin. Betri dýnu þegar sú gamla er byrjuð að valda bakverkjum. Farið til tannlæknis o.s.frv. Þetta fólk lifir í fátækt, og fátækt er mjög raunverulegur vandi á Íslandi. Æðstu ráðamenn hundsa þetta fyrir augunum á okkur öllum. Það væri ekki við hæfi að standa í svona skrifum nema koma með hugmynd að lausnum sem eru bara beint fyrir framan nefið á okkur. LAUSN númer 1: Það er að skattleysismörkin verði hækkuð upp í 300.000 krónur. Hverjum gagnast það? Jú, það gagnast öllum, sérstaklega þeim sem hafa lægstu tekjurnar. Lífsgæði manneskjunnar að ofan myndu batna töluvert, hefði hún 50.979 kr. meira á mánuði. Það gæti hún fengið ef notuð væri LAUSN númer 2: Ef opinberu gjöldin væru felld niður á þá lægst launuðu. Ofangreind manneskja gæti jafnvel keypt afmælis- og jólagjafir handa barnabörnunum sínum. Eða farið til tannlæknis án þess að taka lán fyrir því. Þá langar mig til þess að enda á einni kröfu, og það er að hætt verði að kalla fólk bótaþega. Þetta eru laun sem við fáum, því flest höfum við unnið fyrir okkur og fjölskyldum okkar, allt okkar líf. Virðingarleysið gagnvart eldri borgurum þessa lands er svo niðurlægjandi að það er með ólíkindum. Þetta er fólkið sem hefur byggt Ísland upp fyrir núverandi og komandi kynslóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Sjá meira
Gríðarlega kostnaðarsamt að láta bætur fylgja lágmarkslaunum. Þetta sagði Bjarni Benediktsson 29. maí 2015 á eyjan.is. Mig langar að tala til þeirra sem stjórna landinu. Reyna að hjálpa þeim að skilja hvernig sumt fólk hefur það á Íslandi. Undanfarið hafa þessir menn mætt í fjölmiðla og reynt að færa rök fyrir því að ekki sé hægt að bæta kjör þeirra sem verst hafa það. Það er jú þannig, að það er hlutverk stjórnmálamanna að hlusta á fólk. Setja sig í þess spor og reyna að vinna fyrir það með því að ráðstafa auðlindum og lífsgæðum sem til eru á hverjum tíma á sem sanngjarnastan hátt. Ástæðan fyrir þessum skrifum er að mér finnst ekki nógu miklu ráðstafað til þeirra sem eru veikir, aldraðir eða óvinnufærir. Þetta fólk á ekki marga áhrifamikla bandamenn í samfélaginu. Það sést á kjörum þeirra sem halda mörgum í faðmi skulda og fátæktar og hefur oft hræðileg áhrif á sálarlíf fólks, oft fólks sem er veikt fyrir. Undanfarið höfum við séð hverja stéttina á fætur annarri fara í verkfall, og stór ástæða fyrir því er að fólk á lágmarkslaunum nær ekki endum saman. Það er talað um 300.000 króna lágmarkslaun. Að mínu mati er það of lágt, þá á eftir að greiða skatta og skyldur. Skattleysismörkin þurfa að vera 300.000 kr. Þá kemur aftur að öryrkjum, sem Bjarni og Sigmundur vilja ekkert fyrir gera, eins og þeir hafa gefið út. Ég þekki sjúkling sem fær 3.097.792 kr. frá Tryggingastofnun og Lífeyrissjóði VR. Eftir útsvar, tekjuskatt, útvarpsskatt og slysatryggingu, 611.697 kr., hefur þessi einstaklingur 2.486.125 krónur í beinar tekjur á ári. En eftir það tekur alvaran við. Húsnæðiskostnaður, lyfjakostnaður, sérfræðilækniskostnaður, matvara, sími, internet og samgöngur. Þegar þetta er sett upp á ársgrundvelli er ekki mikið eftir, það er ekkert eftir. Mér hefur reiknast til að viðkomandi eigi 633 krónur á dag, en þá má ekkert óvænt koma upp á. Ég er með allar tölur tiltækar, ef einhver efast. Ég sendi þær gjarna á hvern sem vill.Niðurlægjandi Fólk á svona kjörum getur ekki leyft sér að kaupa ný og betri gleraugu þegar þau gömlu eru slitin. Betri dýnu þegar sú gamla er byrjuð að valda bakverkjum. Farið til tannlæknis o.s.frv. Þetta fólk lifir í fátækt, og fátækt er mjög raunverulegur vandi á Íslandi. Æðstu ráðamenn hundsa þetta fyrir augunum á okkur öllum. Það væri ekki við hæfi að standa í svona skrifum nema koma með hugmynd að lausnum sem eru bara beint fyrir framan nefið á okkur. LAUSN númer 1: Það er að skattleysismörkin verði hækkuð upp í 300.000 krónur. Hverjum gagnast það? Jú, það gagnast öllum, sérstaklega þeim sem hafa lægstu tekjurnar. Lífsgæði manneskjunnar að ofan myndu batna töluvert, hefði hún 50.979 kr. meira á mánuði. Það gæti hún fengið ef notuð væri LAUSN númer 2: Ef opinberu gjöldin væru felld niður á þá lægst launuðu. Ofangreind manneskja gæti jafnvel keypt afmælis- og jólagjafir handa barnabörnunum sínum. Eða farið til tannlæknis án þess að taka lán fyrir því. Þá langar mig til þess að enda á einni kröfu, og það er að hætt verði að kalla fólk bótaþega. Þetta eru laun sem við fáum, því flest höfum við unnið fyrir okkur og fjölskyldum okkar, allt okkar líf. Virðingarleysið gagnvart eldri borgurum þessa lands er svo niðurlægjandi að það er með ólíkindum. Þetta er fólkið sem hefur byggt Ísland upp fyrir núverandi og komandi kynslóðir.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun