Opið bréf til landstjórnarinnar Ragnheiður Lára Guðjónsdóttir skrifar 9. júlí 2015 07:00 Gríðarlega kostnaðarsamt að láta bætur fylgja lágmarkslaunum. Þetta sagði Bjarni Benediktsson 29. maí 2015 á eyjan.is. Mig langar að tala til þeirra sem stjórna landinu. Reyna að hjálpa þeim að skilja hvernig sumt fólk hefur það á Íslandi. Undanfarið hafa þessir menn mætt í fjölmiðla og reynt að færa rök fyrir því að ekki sé hægt að bæta kjör þeirra sem verst hafa það. Það er jú þannig, að það er hlutverk stjórnmálamanna að hlusta á fólk. Setja sig í þess spor og reyna að vinna fyrir það með því að ráðstafa auðlindum og lífsgæðum sem til eru á hverjum tíma á sem sanngjarnastan hátt. Ástæðan fyrir þessum skrifum er að mér finnst ekki nógu miklu ráðstafað til þeirra sem eru veikir, aldraðir eða óvinnufærir. Þetta fólk á ekki marga áhrifamikla bandamenn í samfélaginu. Það sést á kjörum þeirra sem halda mörgum í faðmi skulda og fátæktar og hefur oft hræðileg áhrif á sálarlíf fólks, oft fólks sem er veikt fyrir. Undanfarið höfum við séð hverja stéttina á fætur annarri fara í verkfall, og stór ástæða fyrir því er að fólk á lágmarkslaunum nær ekki endum saman. Það er talað um 300.000 króna lágmarkslaun. Að mínu mati er það of lágt, þá á eftir að greiða skatta og skyldur. Skattleysismörkin þurfa að vera 300.000 kr. Þá kemur aftur að öryrkjum, sem Bjarni og Sigmundur vilja ekkert fyrir gera, eins og þeir hafa gefið út. Ég þekki sjúkling sem fær 3.097.792 kr. frá Tryggingastofnun og Lífeyrissjóði VR. Eftir útsvar, tekjuskatt, útvarpsskatt og slysatryggingu, 611.697 kr., hefur þessi einstaklingur 2.486.125 krónur í beinar tekjur á ári. En eftir það tekur alvaran við. Húsnæðiskostnaður, lyfjakostnaður, sérfræðilækniskostnaður, matvara, sími, internet og samgöngur. Þegar þetta er sett upp á ársgrundvelli er ekki mikið eftir, það er ekkert eftir. Mér hefur reiknast til að viðkomandi eigi 633 krónur á dag, en þá má ekkert óvænt koma upp á. Ég er með allar tölur tiltækar, ef einhver efast. Ég sendi þær gjarna á hvern sem vill.Niðurlægjandi Fólk á svona kjörum getur ekki leyft sér að kaupa ný og betri gleraugu þegar þau gömlu eru slitin. Betri dýnu þegar sú gamla er byrjuð að valda bakverkjum. Farið til tannlæknis o.s.frv. Þetta fólk lifir í fátækt, og fátækt er mjög raunverulegur vandi á Íslandi. Æðstu ráðamenn hundsa þetta fyrir augunum á okkur öllum. Það væri ekki við hæfi að standa í svona skrifum nema koma með hugmynd að lausnum sem eru bara beint fyrir framan nefið á okkur. LAUSN númer 1: Það er að skattleysismörkin verði hækkuð upp í 300.000 krónur. Hverjum gagnast það? Jú, það gagnast öllum, sérstaklega þeim sem hafa lægstu tekjurnar. Lífsgæði manneskjunnar að ofan myndu batna töluvert, hefði hún 50.979 kr. meira á mánuði. Það gæti hún fengið ef notuð væri LAUSN númer 2: Ef opinberu gjöldin væru felld niður á þá lægst launuðu. Ofangreind manneskja gæti jafnvel keypt afmælis- og jólagjafir handa barnabörnunum sínum. Eða farið til tannlæknis án þess að taka lán fyrir því. Þá langar mig til þess að enda á einni kröfu, og það er að hætt verði að kalla fólk bótaþega. Þetta eru laun sem við fáum, því flest höfum við unnið fyrir okkur og fjölskyldum okkar, allt okkar líf. Virðingarleysið gagnvart eldri borgurum þessa lands er svo niðurlægjandi að það er með ólíkindum. Þetta er fólkið sem hefur byggt Ísland upp fyrir núverandi og komandi kynslóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Gríðarlega kostnaðarsamt að láta bætur fylgja lágmarkslaunum. Þetta sagði Bjarni Benediktsson 29. maí 2015 á eyjan.is. Mig langar að tala til þeirra sem stjórna landinu. Reyna að hjálpa þeim að skilja hvernig sumt fólk hefur það á Íslandi. Undanfarið hafa þessir menn mætt í fjölmiðla og reynt að færa rök fyrir því að ekki sé hægt að bæta kjör þeirra sem verst hafa það. Það er jú þannig, að það er hlutverk stjórnmálamanna að hlusta á fólk. Setja sig í þess spor og reyna að vinna fyrir það með því að ráðstafa auðlindum og lífsgæðum sem til eru á hverjum tíma á sem sanngjarnastan hátt. Ástæðan fyrir þessum skrifum er að mér finnst ekki nógu miklu ráðstafað til þeirra sem eru veikir, aldraðir eða óvinnufærir. Þetta fólk á ekki marga áhrifamikla bandamenn í samfélaginu. Það sést á kjörum þeirra sem halda mörgum í faðmi skulda og fátæktar og hefur oft hræðileg áhrif á sálarlíf fólks, oft fólks sem er veikt fyrir. Undanfarið höfum við séð hverja stéttina á fætur annarri fara í verkfall, og stór ástæða fyrir því er að fólk á lágmarkslaunum nær ekki endum saman. Það er talað um 300.000 króna lágmarkslaun. Að mínu mati er það of lágt, þá á eftir að greiða skatta og skyldur. Skattleysismörkin þurfa að vera 300.000 kr. Þá kemur aftur að öryrkjum, sem Bjarni og Sigmundur vilja ekkert fyrir gera, eins og þeir hafa gefið út. Ég þekki sjúkling sem fær 3.097.792 kr. frá Tryggingastofnun og Lífeyrissjóði VR. Eftir útsvar, tekjuskatt, útvarpsskatt og slysatryggingu, 611.697 kr., hefur þessi einstaklingur 2.486.125 krónur í beinar tekjur á ári. En eftir það tekur alvaran við. Húsnæðiskostnaður, lyfjakostnaður, sérfræðilækniskostnaður, matvara, sími, internet og samgöngur. Þegar þetta er sett upp á ársgrundvelli er ekki mikið eftir, það er ekkert eftir. Mér hefur reiknast til að viðkomandi eigi 633 krónur á dag, en þá má ekkert óvænt koma upp á. Ég er með allar tölur tiltækar, ef einhver efast. Ég sendi þær gjarna á hvern sem vill.Niðurlægjandi Fólk á svona kjörum getur ekki leyft sér að kaupa ný og betri gleraugu þegar þau gömlu eru slitin. Betri dýnu þegar sú gamla er byrjuð að valda bakverkjum. Farið til tannlæknis o.s.frv. Þetta fólk lifir í fátækt, og fátækt er mjög raunverulegur vandi á Íslandi. Æðstu ráðamenn hundsa þetta fyrir augunum á okkur öllum. Það væri ekki við hæfi að standa í svona skrifum nema koma með hugmynd að lausnum sem eru bara beint fyrir framan nefið á okkur. LAUSN númer 1: Það er að skattleysismörkin verði hækkuð upp í 300.000 krónur. Hverjum gagnast það? Jú, það gagnast öllum, sérstaklega þeim sem hafa lægstu tekjurnar. Lífsgæði manneskjunnar að ofan myndu batna töluvert, hefði hún 50.979 kr. meira á mánuði. Það gæti hún fengið ef notuð væri LAUSN númer 2: Ef opinberu gjöldin væru felld niður á þá lægst launuðu. Ofangreind manneskja gæti jafnvel keypt afmælis- og jólagjafir handa barnabörnunum sínum. Eða farið til tannlæknis án þess að taka lán fyrir því. Þá langar mig til þess að enda á einni kröfu, og það er að hætt verði að kalla fólk bótaþega. Þetta eru laun sem við fáum, því flest höfum við unnið fyrir okkur og fjölskyldum okkar, allt okkar líf. Virðingarleysið gagnvart eldri borgurum þessa lands er svo niðurlægjandi að það er með ólíkindum. Þetta er fólkið sem hefur byggt Ísland upp fyrir núverandi og komandi kynslóðir.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun