Innlent

Átök vegna garðaþjónustu

Gissur Sigurðsson skrifar
Átökin áttu sér stað í Vogahverfi. Myndin tengist frétt ekki beint.
Átökin áttu sér stað í Vogahverfi. Myndin tengist frétt ekki beint. Vísir/Pjetur
Ósætti kom upp á milli húseiganda í Vogahverfi og útlendings, sem hafði boðið þjónustu sína við að lagfæra garðinn við húsið á áttunda tímanum í gærkvöldi. Kallað var á lögreglu, enda hafði komið til stympinga, og  stíaði  hún mönnunum í sundur.

Málsatvik liggja ekki 
fyrir  en maðurinn mun vera einn þeirra útlendinga sem að undanförnu hafa verið að bjóða  húseigendum  þjónustu sína  við tiltektir í görðum og hafa þeir þótt ganga  nokkuð  hart fram í  viðskiptum  sínum.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×