Sorry, ég skil ekki stjórnmál Birgir Fannar skrifar 9. júlí 2015 16:20 Sama hvað ég hef reynt að skilja stjórnmál, þá einfaldlega tekst það ekki. Eitthvað mál kemur upp og ég les mér til um það en ég er engu nær. Tala nú ekki um ef það er einhver skandall, þá næ ég engan vegin að átta mig á því hvað málið snýst um. Ég les allar fréttir um málið en er engu nær um hversvegna málið er alvarlegt eða hvers vegna það skiptir máli. Því ég er alltaf að leita eftir ástæðu fyrir því að einhver sé á móti einhverju eða með einhverju en það virðist bara aldrei sjást. Svo les ég greinar um að þessi flokkur verði bara að gera þetta eða þessi flokkur hefði alls ekki átt að gera þetta. Það virðist aldrei skipta máli hvaða flokkur á í hlut, þeir eru alltaf að gera eitthvað kolrangt og þegar ég sé eitthvað svoleiðis vil ég forvitnast um hvað þeir gerðu rangt en viti menn, ég les um málið og veit ekkert frekar. Þegar ég les um eitthvað er voða gott að geta séð hvað vandamálið er og hversvegna einhver ber sig rangt og að það sé útskýrt greinilega. En það virðist bara aldrei geta verið fyllilega ljóst. Ég vissi aldrei almennilega um hvað lekamálið snérist, jú einhver gögn láku út og Hanna Birna hagaði sér eitthvað undarlega en ég vissi aldrei hver rótin var eða hversvegna þetta var svona mikið mál. Samt las ég fréttir af þessu statt og stöðugt en vissi samt aldrei hvað var málið. Svo þegar stjórnmálaumræðan fer að snúast um fjármál þá er mér endanlega lokið - eitthvað lækkaði um þetta mörg prósent eða hækkaði og ég er engu nær um hvaða áhrif það hefur á mig eða nokkurn annan. Svo reynir fréttatíminn að útskýra þetta með skífuritum og ég er engu nær. Rekst síðan á blogg þar sem einhver talar um hversvegna þessi hækkun átti alls ekki að gerast og allt er að fara í steik út af því og ég eftir sem áður er bara eitt stórt spurningamerki. Sem betur fer fyrir mig þá þarf ég ekkert að hafa vit á neinu af þessu þegar kemur að kosningum. Þá skyndilega birtast auðskiljanleg slagorð á hverju horni og þá skyndilega hef ég sterka skoðun á því hvern skal kjósa og hversvegna. Því það er allt lagt upp fyrir mig svo einfalt og skiljanlegt. Orð eins og heiðarleiki og velferð fara að sjást hvarvetna og ég kann vel við heiðarleika og vil að sjálfsögðu velferð. Bara góð og göfug gildi, hví ætti ég ekki að kjósa þau? Já, er ekki frábært að maður eins og ég sem skilur ekkert í stjórnmálum sé samt fyllilega hæfur til að kjósa hverjir eiga að vera í stjórn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Sama hvað ég hef reynt að skilja stjórnmál, þá einfaldlega tekst það ekki. Eitthvað mál kemur upp og ég les mér til um það en ég er engu nær. Tala nú ekki um ef það er einhver skandall, þá næ ég engan vegin að átta mig á því hvað málið snýst um. Ég les allar fréttir um málið en er engu nær um hversvegna málið er alvarlegt eða hvers vegna það skiptir máli. Því ég er alltaf að leita eftir ástæðu fyrir því að einhver sé á móti einhverju eða með einhverju en það virðist bara aldrei sjást. Svo les ég greinar um að þessi flokkur verði bara að gera þetta eða þessi flokkur hefði alls ekki átt að gera þetta. Það virðist aldrei skipta máli hvaða flokkur á í hlut, þeir eru alltaf að gera eitthvað kolrangt og þegar ég sé eitthvað svoleiðis vil ég forvitnast um hvað þeir gerðu rangt en viti menn, ég les um málið og veit ekkert frekar. Þegar ég les um eitthvað er voða gott að geta séð hvað vandamálið er og hversvegna einhver ber sig rangt og að það sé útskýrt greinilega. En það virðist bara aldrei geta verið fyllilega ljóst. Ég vissi aldrei almennilega um hvað lekamálið snérist, jú einhver gögn láku út og Hanna Birna hagaði sér eitthvað undarlega en ég vissi aldrei hver rótin var eða hversvegna þetta var svona mikið mál. Samt las ég fréttir af þessu statt og stöðugt en vissi samt aldrei hvað var málið. Svo þegar stjórnmálaumræðan fer að snúast um fjármál þá er mér endanlega lokið - eitthvað lækkaði um þetta mörg prósent eða hækkaði og ég er engu nær um hvaða áhrif það hefur á mig eða nokkurn annan. Svo reynir fréttatíminn að útskýra þetta með skífuritum og ég er engu nær. Rekst síðan á blogg þar sem einhver talar um hversvegna þessi hækkun átti alls ekki að gerast og allt er að fara í steik út af því og ég eftir sem áður er bara eitt stórt spurningamerki. Sem betur fer fyrir mig þá þarf ég ekkert að hafa vit á neinu af þessu þegar kemur að kosningum. Þá skyndilega birtast auðskiljanleg slagorð á hverju horni og þá skyndilega hef ég sterka skoðun á því hvern skal kjósa og hversvegna. Því það er allt lagt upp fyrir mig svo einfalt og skiljanlegt. Orð eins og heiðarleiki og velferð fara að sjást hvarvetna og ég kann vel við heiðarleika og vil að sjálfsögðu velferð. Bara góð og göfug gildi, hví ætti ég ekki að kjósa þau? Já, er ekki frábært að maður eins og ég sem skilur ekkert í stjórnmálum sé samt fyllilega hæfur til að kjósa hverjir eiga að vera í stjórn?
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun