Reynslan af fríverslun við Kína valdið vonbrigðum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 12. júlí 2015 19:30 Innflutningur frá Kína hefur ekki aukist jafn mikið og gert var ráð fyrir eftir að fríverslunarsamningur við landið tók gildi. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir reynsluna af samningnum vera vonbrigði. Fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína var undirritaður 15. apríl 2013 og tók samningurinn gildi 1. júlí í fyrra. Miklar væntingar voru bundar við samninginn, meðal annars af forsvarsmönnum verslunar hér á landi. „Þegar að við horfum á tölurnar, berum saman innflutningstölur bæði 2013 og 2014 í samanburði við fyrstu fimm mánuði þessa árs til dæmis. Þá er ekki að sjá að það hafi orðin nein stökkbreyting í innflutningi á varningi frá Kína á þessu tímabili,” segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Hann bendir á að til þess að hægt sé að nýta sér þau fríðindi sem samningurinn skapar, það er niðurfellingu tolla, þarf innflutningurinn að vera beinn frá Kína til Íslands. Ef vara er tollafgreidd í öðru ríki á leiðinni hingað, falli öll fríðindi niður. Smærri innflytjendur eigi því í erfiðleikum með að nýta sér samninginn, þar sem þeir geta ekki flutt inn vörur til landsins í gámavís. Er reynslan af samningnum vonbrigði? „Ég vil segja það já. Þetta kemur okkur á óvart. Við fundum fyrir miklum áhuga í aðdraganda samningsins, við ýttum á að þessi samningur yrði gerður og fögnuðum honum sérstaklega,” segir Andrés. Samtökin sjái þó enn mikil tækifæri í samningnum. „Við þurfum bara hins vegar held ég að fara bara ofan í saumanna á því hvað getur legið þarna að baki. Fara yfir það með stjórnvöldum, til hvaða leiða við getum gripið til þess að íslensk fyrirtæki geti nýtt sér þennan samning,” segir Andrés. Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Innflutningur frá Kína hefur ekki aukist jafn mikið og gert var ráð fyrir eftir að fríverslunarsamningur við landið tók gildi. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir reynsluna af samningnum vera vonbrigði. Fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína var undirritaður 15. apríl 2013 og tók samningurinn gildi 1. júlí í fyrra. Miklar væntingar voru bundar við samninginn, meðal annars af forsvarsmönnum verslunar hér á landi. „Þegar að við horfum á tölurnar, berum saman innflutningstölur bæði 2013 og 2014 í samanburði við fyrstu fimm mánuði þessa árs til dæmis. Þá er ekki að sjá að það hafi orðin nein stökkbreyting í innflutningi á varningi frá Kína á þessu tímabili,” segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Hann bendir á að til þess að hægt sé að nýta sér þau fríðindi sem samningurinn skapar, það er niðurfellingu tolla, þarf innflutningurinn að vera beinn frá Kína til Íslands. Ef vara er tollafgreidd í öðru ríki á leiðinni hingað, falli öll fríðindi niður. Smærri innflytjendur eigi því í erfiðleikum með að nýta sér samninginn, þar sem þeir geta ekki flutt inn vörur til landsins í gámavís. Er reynslan af samningnum vonbrigði? „Ég vil segja það já. Þetta kemur okkur á óvart. Við fundum fyrir miklum áhuga í aðdraganda samningsins, við ýttum á að þessi samningur yrði gerður og fögnuðum honum sérstaklega,” segir Andrés. Samtökin sjái þó enn mikil tækifæri í samningnum. „Við þurfum bara hins vegar held ég að fara bara ofan í saumanna á því hvað getur legið þarna að baki. Fara yfir það með stjórnvöldum, til hvaða leiða við getum gripið til þess að íslensk fyrirtæki geti nýtt sér þennan samning,” segir Andrés.
Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira