Innlent

Sumardvöl í boði fyrir yngstu börnin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dægradvöl í Kópavogi
Dægradvöl í Kópavogi
Meira en 400 börn í Kópavogi sem hefja skólagöngu í Kópavogi í haust sækja þessa dagana dægradvöl í skólum sínum. Hugmyndin er að skapa samfellu milli skólastiga, börnin útskrifast úr leikskóla fyrir sumarfrí en fá tvær vikur í sumardvöl dægradvalar í skólunum sínum.

Markmið Kópavogsbæjar með því að bjóða upp á þjónustuna er að stuðla að vellíðan, öryggi og jákvæðri aðlögun barnanna að umhverfi grunnskólanna áður en kennsla hefst. Meðal þess sem bryddað var upp á í liðinni viku er sameiginleg Heiðmerkurferð skólabarnanna.

Þetta er annað árið í röð sem nemendum í 1. bekk i skólum Kópavogs stendur sumardvölin til boða og segir í tilkynningu að þjónustan hafi mælst vel fyrir. „Við höfum fengið mjög góð viðbrögð við sumardvölinni, foreldrar eru ánægðir með að börnin fái að kynnast skólaumhverfinu vel áður en skólinn hefst og börnunum finnst þetta spennandi,“ segir Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðstjóri menntasviðs Kópavogsbæjar.

Alls hefja um rúmlega 500 börn nám í 1. bekk í grunnskólum Kópavogs 24. september og nýta tæp 80% sér þjónustu sumardvalar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×