Bónda gengur illa að verjast rjúpnaskyttum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. nóvember 2015 06:00 Sumir veiðimenn á Öxarfjarðarheiði eru sagðir aka utan vegar og skjóta rjúpur út um bílglugga. Fréttablaðið/Vilhelm „Þetta var orðið eins og á Sýrlandi,“ segir Gunnar Björnsson, bóndi í Sandfellshaga í Öxarfirði, sem lengi hefur varist ásókn rjúpnaveiðimanna sem virða ekki eignarrétt, reglur um rjúpnaveiðidaga eða akstur utanvega. Gunnar segir að á miðvikudag í síðustu viku hafi hann frétt af tveimur mönnum sem festu bíl sinn inni á Búrfellsheiði. Hann hafi grennslast fyrir og heyrt að þeir væru stórtækir rjúpnaveiðimenn frá Húsavík. „Mér var sagt að þeir væru þekktir fyrir það að fara um allt á bíl og virða hvorki eignarlönd né rjúpnadaga,“ segir Gunnar sem viðurkennir að snúið gæti verið að sanna að mennirnir hafi verið á veiðum. Hins vegar hafi þeir skilið bíl sinn eftir þar sem hann bilaði utanvegar. „Ef bíllinn var utan slóða þá hefði verið hægt að sanna að þeir hafi verið í utanvegaakstri. Og það er miklu meiri sekt við því heldur en að vera tekinn ólöglegur á veiðum,“ segir Gunnar. Hann hringdi í lögregluna og bauðst til að vísa á bílinn. „En daginn eftir hringdi lögreglumaður í mig og sagðist ekki hafa fengið fjárveitingu í þessa ferð.“Sumir veiðimenn aka utan vegar og skjóta út um bílglugga. Fréttablaðið/VilhelmBóndinn rifjar upp dæmi af rjúpnaskyttum sem hann kærði fyrir nokkrum árum. „Ég fékk bréf frá ríkissaksóknara um að málið væri fellt niður vegna þess að sektin væri svo lítil miðað við fyrirhöfnina. Erum við ekki kominn í svolítið skrítið þjóðfélag?“ spyr hann. Langflestir rjúpnaveiðimenn fara að sögn Gunnars eftir reglum. Það séu þó ávallt nokkrir sem svari fullum hálsi ef gerðar eru athugasemdir við ólöglegar veiðar. „Það hefur verið stríð um rjúpnalandið hér uppi á heiðinni í áratugi. Landið er þannig að það er hægt að keyra um allt og menn fara á rjúpu án þess að fara út úr bílnum heldur senda bara hundinn eftir veiðinni,“ segir Gunnar. Um daginn hafi hann hringt í veiðimann sem ekki hirti um að fá leyfi. „Hann sagði mér bara að halda kjafti.“ Hreiðar Hreiðarsson, lögregluvarðstjóri á Húsavík, kveðst ekki þekkja tilvikið sem Gunnar nefnir en segir lögregluna algerlega meðvitaða um slík mál og fara í eftirlitsferðir eins og hægt sé. „En það er kannski einn maður á vakt og það skilar engu,“ bendir hann á. Hreiðar segir veiðivörslu fyrir rjúpnabændur ekki í verkahring lögreglu frekar en við laxveiðiár. „Bændur þurfa að verða sér úti um sína veiðigæslu sjálfir, afla sönnunargagna og hreinlega mynda menn við veiðar. Þá geta þeir lagt fram kæru,“ segir Hreiðar. Varðstjórinn tekur undir með Gunnari bónda um framgöngu rjúpnaveiðimanna. „Veiðimenn á þessu svæði austur á Öxarfjarðarheiði haga sér náttúrlega bara eins og barbarar. Sú hegðun þar er alveg stórmerkileg og sér á parti,“ segir Hreiðar og nefnir, eins og Gunnar, veiðar út um bílglugga. „Menn fara á bílum eins og þeir mögulega geta og keyra upp í hvert gilið á fætur öðru til að leita að rjúpum. Sumir skjóta út um gluggana og fara ekki fimmtíu metra frá bíl. Og þeir sem ætla að fara gangandi til rjúpna snúa bara við því að þeir fá bíl fram úr sér eftir hálftíma labb,“ segir varðstjórinn á Húsavík. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
„Þetta var orðið eins og á Sýrlandi,“ segir Gunnar Björnsson, bóndi í Sandfellshaga í Öxarfirði, sem lengi hefur varist ásókn rjúpnaveiðimanna sem virða ekki eignarrétt, reglur um rjúpnaveiðidaga eða akstur utanvega. Gunnar segir að á miðvikudag í síðustu viku hafi hann frétt af tveimur mönnum sem festu bíl sinn inni á Búrfellsheiði. Hann hafi grennslast fyrir og heyrt að þeir væru stórtækir rjúpnaveiðimenn frá Húsavík. „Mér var sagt að þeir væru þekktir fyrir það að fara um allt á bíl og virða hvorki eignarlönd né rjúpnadaga,“ segir Gunnar sem viðurkennir að snúið gæti verið að sanna að mennirnir hafi verið á veiðum. Hins vegar hafi þeir skilið bíl sinn eftir þar sem hann bilaði utanvegar. „Ef bíllinn var utan slóða þá hefði verið hægt að sanna að þeir hafi verið í utanvegaakstri. Og það er miklu meiri sekt við því heldur en að vera tekinn ólöglegur á veiðum,“ segir Gunnar. Hann hringdi í lögregluna og bauðst til að vísa á bílinn. „En daginn eftir hringdi lögreglumaður í mig og sagðist ekki hafa fengið fjárveitingu í þessa ferð.“Sumir veiðimenn aka utan vegar og skjóta út um bílglugga. Fréttablaðið/VilhelmBóndinn rifjar upp dæmi af rjúpnaskyttum sem hann kærði fyrir nokkrum árum. „Ég fékk bréf frá ríkissaksóknara um að málið væri fellt niður vegna þess að sektin væri svo lítil miðað við fyrirhöfnina. Erum við ekki kominn í svolítið skrítið þjóðfélag?“ spyr hann. Langflestir rjúpnaveiðimenn fara að sögn Gunnars eftir reglum. Það séu þó ávallt nokkrir sem svari fullum hálsi ef gerðar eru athugasemdir við ólöglegar veiðar. „Það hefur verið stríð um rjúpnalandið hér uppi á heiðinni í áratugi. Landið er þannig að það er hægt að keyra um allt og menn fara á rjúpu án þess að fara út úr bílnum heldur senda bara hundinn eftir veiðinni,“ segir Gunnar. Um daginn hafi hann hringt í veiðimann sem ekki hirti um að fá leyfi. „Hann sagði mér bara að halda kjafti.“ Hreiðar Hreiðarsson, lögregluvarðstjóri á Húsavík, kveðst ekki þekkja tilvikið sem Gunnar nefnir en segir lögregluna algerlega meðvitaða um slík mál og fara í eftirlitsferðir eins og hægt sé. „En það er kannski einn maður á vakt og það skilar engu,“ bendir hann á. Hreiðar segir veiðivörslu fyrir rjúpnabændur ekki í verkahring lögreglu frekar en við laxveiðiár. „Bændur þurfa að verða sér úti um sína veiðigæslu sjálfir, afla sönnunargagna og hreinlega mynda menn við veiðar. Þá geta þeir lagt fram kæru,“ segir Hreiðar. Varðstjórinn tekur undir með Gunnari bónda um framgöngu rjúpnaveiðimanna. „Veiðimenn á þessu svæði austur á Öxarfjarðarheiði haga sér náttúrlega bara eins og barbarar. Sú hegðun þar er alveg stórmerkileg og sér á parti,“ segir Hreiðar og nefnir, eins og Gunnar, veiðar út um bílglugga. „Menn fara á bílum eins og þeir mögulega geta og keyra upp í hvert gilið á fætur öðru til að leita að rjúpum. Sumir skjóta út um gluggana og fara ekki fimmtíu metra frá bíl. Og þeir sem ætla að fara gangandi til rjúpna snúa bara við því að þeir fá bíl fram úr sér eftir hálftíma labb,“ segir varðstjórinn á Húsavík.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira