Beita sér fyrir betra lífi, góðvild og friði Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. febrúar 2015 07:00 „Þessi dagur verður með alls konar skemmtilegu ívafi og við erum að láta af okkur gott leiða og kynna okkur,“ segir Guðbjörg Alfreðsdóttir, umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi, um Rótarýdaginn í dag, laugardag, sem haldinn er hátíðlegur víða um landið á mismunandi tímum. Hér á landi eru starfandi þrjátíu Rótarýklúbbar. Hver klúbbur hefur frjálsar hendur um skipulag dagsins en allir munu þeir vekja athygli á því fyrir hvað Rótarý stendur. Rótarý er hreyfing fólks úr flestum starfsgreinum. Hreyfingin er alþjóðafélagsskapur sem starfar í meira en 200 löndum í öllum heimsálfum. Félagar eru um 1,2 milljónir í um 34 þúsund klúbbum. Guðbjörg segir samtökin fremstu mannúðar- og þjónustusamtök í heimi sem beita sér fyrir betra lífi, góðvild og friði. „Ég hvet alla til að mæta í dag hjá klúbbnum sem er næstur hverjum og einum og kynna sér starfsemina,“ segir Guðbjörg. Meðal þess sem er á dagskrá í dag er Rótarýrokk fyrir unglinga í Bæjarbíói í Hafnarfirði á vegum tveggja Rótarýklúbba þar í bæ. Rótarýklúbbur Sauðárkróks er með skemmtilega sögugöngu um bæinn, með leiðsögn og dagskrá á Kaffi Króki. Margt fleira er á döfinni í dag og hægt er að kynna sér dagskrá allra klúbbanna á heimasíðu Rótarý á Íslandi. Á vegum alþjóðahreyfingarinnar starfar sjóður, Rótarýsjóðurinn, sem klúbbar um allan heim leggja fé til. Hann ráðstafar rúmlega 100 milljónum dollara árlega til fræðslu- og mannúðarmála. Guðbjörg segir sjóðinn mjög vel rekinn og að 97 prósent fjár sem fari í sjóðinn renni í verkefni á vegum hreyfingarinnar. „Til dæmis hefur sjóður Bills Gates, stofnanda Microsoft-hugbúnaðarfyrirtækisins, og konu hans Melindu Gates, lagt mikið fé til útrýmingar lömunarveiki, vegna þess hve vel sjóðurinn er rekinn.“ Stærsta verkefni Rótarýsjóðsins undanfarin ár hefur einmitt verið að útrýma lömunarveiki. „Rótarý hefur með þessu kostað bólusetningar við lömunarveiki á ýmsum stöðum í heiminum og stutt það verkefni ötullega,“ segir Guðbjörg. Rótarý á Íslandi styrkir einnig á hverju ári efnilegt tónlistarfólk. Þá hefur ungt fólk fengið Rótarýstyrki til háskólanáms, bæði Georgiu-styrkinn og svonefndan friðarstyrk. Auk þess sendir Rótarý skiptinema og tekur á móti slíkum nemum ár hvert. Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sjá meira
„Þessi dagur verður með alls konar skemmtilegu ívafi og við erum að láta af okkur gott leiða og kynna okkur,“ segir Guðbjörg Alfreðsdóttir, umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi, um Rótarýdaginn í dag, laugardag, sem haldinn er hátíðlegur víða um landið á mismunandi tímum. Hér á landi eru starfandi þrjátíu Rótarýklúbbar. Hver klúbbur hefur frjálsar hendur um skipulag dagsins en allir munu þeir vekja athygli á því fyrir hvað Rótarý stendur. Rótarý er hreyfing fólks úr flestum starfsgreinum. Hreyfingin er alþjóðafélagsskapur sem starfar í meira en 200 löndum í öllum heimsálfum. Félagar eru um 1,2 milljónir í um 34 þúsund klúbbum. Guðbjörg segir samtökin fremstu mannúðar- og þjónustusamtök í heimi sem beita sér fyrir betra lífi, góðvild og friði. „Ég hvet alla til að mæta í dag hjá klúbbnum sem er næstur hverjum og einum og kynna sér starfsemina,“ segir Guðbjörg. Meðal þess sem er á dagskrá í dag er Rótarýrokk fyrir unglinga í Bæjarbíói í Hafnarfirði á vegum tveggja Rótarýklúbba þar í bæ. Rótarýklúbbur Sauðárkróks er með skemmtilega sögugöngu um bæinn, með leiðsögn og dagskrá á Kaffi Króki. Margt fleira er á döfinni í dag og hægt er að kynna sér dagskrá allra klúbbanna á heimasíðu Rótarý á Íslandi. Á vegum alþjóðahreyfingarinnar starfar sjóður, Rótarýsjóðurinn, sem klúbbar um allan heim leggja fé til. Hann ráðstafar rúmlega 100 milljónum dollara árlega til fræðslu- og mannúðarmála. Guðbjörg segir sjóðinn mjög vel rekinn og að 97 prósent fjár sem fari í sjóðinn renni í verkefni á vegum hreyfingarinnar. „Til dæmis hefur sjóður Bills Gates, stofnanda Microsoft-hugbúnaðarfyrirtækisins, og konu hans Melindu Gates, lagt mikið fé til útrýmingar lömunarveiki, vegna þess hve vel sjóðurinn er rekinn.“ Stærsta verkefni Rótarýsjóðsins undanfarin ár hefur einmitt verið að útrýma lömunarveiki. „Rótarý hefur með þessu kostað bólusetningar við lömunarveiki á ýmsum stöðum í heiminum og stutt það verkefni ötullega,“ segir Guðbjörg. Rótarý á Íslandi styrkir einnig á hverju ári efnilegt tónlistarfólk. Þá hefur ungt fólk fengið Rótarýstyrki til háskólanáms, bæði Georgiu-styrkinn og svonefndan friðarstyrk. Auk þess sendir Rótarý skiptinema og tekur á móti slíkum nemum ár hvert.
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sjá meira