Fíkniefnastefna stjórnvalda mótuð fyrir ráðstefnu S.Þ. Heimir Már Pétursson skrifar 23. maí 2015 19:00 Ný samtök um skaðaminnkun í fíkniefnamálum, Frú Laufey, voru stofnuð í gær, en talskona þeirra sagði á fundi með fyrrverandi forseta Sviss í dag að skilaboð hennar væru mikilvægt innlegg í umræðuna. Formaður nefndar heilbrigðisráðherra um fíkniefnastefnuna segir mikilvægt að Ísland móti nýja stefnu fyrir ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna á næsta ári. Ruth Dreifuss fyrrverandi innanríkisráðherra og forseti Sviss og sendiboði Alþjóðanefndar um stefnuna í fíkniefnamálum hóf heimsókn sína til Íslands með viðtali í Íslandi í dag á fimmtudag. Viðtalið má sjá hér. Hún hefur síðan átt fundi með heilbrigðisráðherra og innanríkisráðherra en í dag flutti hún erindi á opnum fundi í Odda Háskóla Íslands. Umræðan um fíkniefnamálin í heiminum hefur breyst og sú umræða hefur náð til Íslands. Fjöldi manns mætti til að hlusta á Ruth Dreifuss í Odda í dag þar sem fram kom greinilegur áhugi á að breyta stefnunni í þessum málum. Undanfarin fimm ár hefur frú Ragnheiður þjónað sprautuefnaneytendum en í gær voru samtökin frú Laufey stofnuð til að vinna að skaðaminnkun í samfélaginu. „Þetta er fagfólk sem vill láta enn frekar til sín taka og huga að því að efla þessa þjónustu. Samþætta heilbrigðis- og velferðarkerfið og gera það að verkum að við getum búið til heilstæða þjónustu fyrir einstaklinga sem þurfa á þvi að halda. Sem verða fyrir skaða vegna vímuefnanotkunar,“ segir Helga Sif Friðjónsdóttir doktor í geðhjúkrunarfræði og einn stofnenda Frú Laufeyjar. Helgi Gunnlaugsson prófessor í afbrotafræði tók ásamt henni og Borgari Þór Einarssyni formanni nefndar heilbrigðisráðherra um endurskoðun stefnunar í fíkniefnamálum þátt í pallborði með Ruth Dreifuss að loknu erindi hennar í Odda í dag. „Það má segja að Íslendingar hafi fylgt raunverulega þeirri stefnu sem hefur verið víðast hvar ríkjandi. Sem er leið refsivandarins gagnvart þessum vanda,“ segir Helgi. Dreifuss bendi á nauðsyn þess að endurskilgreina fíkniefnavandann sem heilbrigðis- og félagsmál. „Ég held að þetta séu sjónarmið sem við verðum að taka til greina með einhverjum hætti. Reyna að einhverju leyti að hafa hughrekki til að skoða þessi mál á nýjan leik. Þá kannski sérstaklega hvað snertir refsingu á einstaklingum fyrir vörslu og neyslu á þessum efnum,“ segir Helgi. Nú er starfandi nefndsérfræðinga á vegum heilbrigðisráðherra um endurskoðun stefnu íslenskra stjórvalda sem skilar af sér í haust en nefndin hefur þegar lagt til að hún muni starfa áfram í anda réttarfarsnefndar, ráðuneytinu og Alþingi til ráðgjafnar. En á næsta ári verður stór ráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna um þessi mál. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að við komum þar með einhverja skoðun á málinu. Það er hluti af því sem nefndin er að gera, að undirbúa stefnu sem íslensk stjórnvöld munu hafa í þessu máli og hvoru megin línunnar við ætlum að standa,“ segir Borgar Þór. Alþingi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Ný samtök um skaðaminnkun í fíkniefnamálum, Frú Laufey, voru stofnuð í gær, en talskona þeirra sagði á fundi með fyrrverandi forseta Sviss í dag að skilaboð hennar væru mikilvægt innlegg í umræðuna. Formaður nefndar heilbrigðisráðherra um fíkniefnastefnuna segir mikilvægt að Ísland móti nýja stefnu fyrir ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna á næsta ári. Ruth Dreifuss fyrrverandi innanríkisráðherra og forseti Sviss og sendiboði Alþjóðanefndar um stefnuna í fíkniefnamálum hóf heimsókn sína til Íslands með viðtali í Íslandi í dag á fimmtudag. Viðtalið má sjá hér. Hún hefur síðan átt fundi með heilbrigðisráðherra og innanríkisráðherra en í dag flutti hún erindi á opnum fundi í Odda Háskóla Íslands. Umræðan um fíkniefnamálin í heiminum hefur breyst og sú umræða hefur náð til Íslands. Fjöldi manns mætti til að hlusta á Ruth Dreifuss í Odda í dag þar sem fram kom greinilegur áhugi á að breyta stefnunni í þessum málum. Undanfarin fimm ár hefur frú Ragnheiður þjónað sprautuefnaneytendum en í gær voru samtökin frú Laufey stofnuð til að vinna að skaðaminnkun í samfélaginu. „Þetta er fagfólk sem vill láta enn frekar til sín taka og huga að því að efla þessa þjónustu. Samþætta heilbrigðis- og velferðarkerfið og gera það að verkum að við getum búið til heilstæða þjónustu fyrir einstaklinga sem þurfa á þvi að halda. Sem verða fyrir skaða vegna vímuefnanotkunar,“ segir Helga Sif Friðjónsdóttir doktor í geðhjúkrunarfræði og einn stofnenda Frú Laufeyjar. Helgi Gunnlaugsson prófessor í afbrotafræði tók ásamt henni og Borgari Þór Einarssyni formanni nefndar heilbrigðisráðherra um endurskoðun stefnunar í fíkniefnamálum þátt í pallborði með Ruth Dreifuss að loknu erindi hennar í Odda í dag. „Það má segja að Íslendingar hafi fylgt raunverulega þeirri stefnu sem hefur verið víðast hvar ríkjandi. Sem er leið refsivandarins gagnvart þessum vanda,“ segir Helgi. Dreifuss bendi á nauðsyn þess að endurskilgreina fíkniefnavandann sem heilbrigðis- og félagsmál. „Ég held að þetta séu sjónarmið sem við verðum að taka til greina með einhverjum hætti. Reyna að einhverju leyti að hafa hughrekki til að skoða þessi mál á nýjan leik. Þá kannski sérstaklega hvað snertir refsingu á einstaklingum fyrir vörslu og neyslu á þessum efnum,“ segir Helgi. Nú er starfandi nefndsérfræðinga á vegum heilbrigðisráðherra um endurskoðun stefnu íslenskra stjórvalda sem skilar af sér í haust en nefndin hefur þegar lagt til að hún muni starfa áfram í anda réttarfarsnefndar, ráðuneytinu og Alþingi til ráðgjafnar. En á næsta ári verður stór ráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna um þessi mál. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að við komum þar með einhverja skoðun á málinu. Það er hluti af því sem nefndin er að gera, að undirbúa stefnu sem íslensk stjórnvöld munu hafa í þessu máli og hvoru megin línunnar við ætlum að standa,“ segir Borgar Þór.
Alþingi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira