Rangfærslur um raforkuverð Magnús Þór Gylfason skrifar 21. ágúst 2015 07:00 Þorsteinn Þorsteinsson markaðsrýnir staðhæfir í grein í Fréttablaðinu í gær að Landsvirkjun hafi „hækkað raforkuverð undanfarið um tugi prósenta á matvælaframleiðendur og ýmiss konar iðnfyrirtæki“. Það er ekki rétt. Hið rétta er, að Landsvirkjun áætlar að hækkun á meðalrafmagnsverði í heildsölu frá áramótum nemi um eða innan við 4%. Endanleg hækkun meðalverðs á árinu mun liggja fyrir í ársuppgjöri. Orkusölu Landsvirkjunar má skipta í tvo hluta. Annars vegar er um að ræða beina raforkusölu í gegnum langtímasamninga til stórkaupenda, á borð við álver og gagnaver. Hins vegar er um að ræða svokallaða heildsölu en það er sala til orkufyrirtækja sem selja rafmagn áfram til viðskiptavina sinna sem eru m.a. heimili og önnur fyrirtæki en stóriðja. Heildsöluviðskiptavinir kaupa um helming sinnar orku af Landsvirkjun en vinna hinn helminginn í eigin virkjunum. Þegar rýnt er í verðþróun Landsvirkjunar á heildsölumarkaði með raforku er rétt að líta til þróunar meðalverðs síðustu ára. Meðfylgjandi mynd sýnir sögulegt meðalverð í heildsölu frá árinu 2006, á verðlagi ársins 2015.Sögulegt meðalverð Landsvirkjunar í heildsölu Ár Meðalverð heildsölu 2006 4,8 2007 4,9 2008 4,2 2009 4,0 2010 4,0 2011 4,1 2012 4,2 2013 4,2 2014 4,4 * tafla meðfylgjandi ef FBL vill teikna grafið uppEins og sjá má hefur það verið nokkuð stöðugt og er nú lægra en í byrjun tímabilsins, en árið 2006 kostaði kílóvattstundin sem Landsvirkjun seldi á heildsölumarkaði 4,8 krónur að meðaltali og í fyrra 4,4 krónur, og á tímabilinu fór verðið niður í fjórar krónur.Meðalverð lægra en 2007 Við markaðsrýni er varhugavert að draga víðtækar ályktanir af verði til einstakra fyrirtækja. Um síðustu áramót var viðskiptaskilmálum Landsvirkjunar breytt, til að tryggja jafnræði viðskiptavina og til að einstaka vöruflokkar endurspegluðu vinnslukostnað og aðstæður á markaði. Því fer fjarri að hækkun á meðalrafmagnsverði í heildsölu frá Landsvirkjun nemi „tugum prósenta“ frá áramótum. Landsvirkjun áætlar sem fyrr segir að hækkunin nemi um eða innan við 4% frá áramótum, en endanleg hækkun liggur ekki fyrir fyrr en í ársuppgjöri. Meðalraforkuverð Landsvirkjunar í heildsölu mun því að öllum líkindum áfram vera lægra að raunvirði á árinu 2015 en það var árið 2007. Landsvirkjun hefur lengi hvatt til opinnar og faglegrar umræðu um málefni fyrirtækisins en afkoma þess og starfsemi varða þjóðarhag. Best er þó að umræða fari fram á grundvelli staðreynda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Þorsteinn Þorsteinsson markaðsrýnir staðhæfir í grein í Fréttablaðinu í gær að Landsvirkjun hafi „hækkað raforkuverð undanfarið um tugi prósenta á matvælaframleiðendur og ýmiss konar iðnfyrirtæki“. Það er ekki rétt. Hið rétta er, að Landsvirkjun áætlar að hækkun á meðalrafmagnsverði í heildsölu frá áramótum nemi um eða innan við 4%. Endanleg hækkun meðalverðs á árinu mun liggja fyrir í ársuppgjöri. Orkusölu Landsvirkjunar má skipta í tvo hluta. Annars vegar er um að ræða beina raforkusölu í gegnum langtímasamninga til stórkaupenda, á borð við álver og gagnaver. Hins vegar er um að ræða svokallaða heildsölu en það er sala til orkufyrirtækja sem selja rafmagn áfram til viðskiptavina sinna sem eru m.a. heimili og önnur fyrirtæki en stóriðja. Heildsöluviðskiptavinir kaupa um helming sinnar orku af Landsvirkjun en vinna hinn helminginn í eigin virkjunum. Þegar rýnt er í verðþróun Landsvirkjunar á heildsölumarkaði með raforku er rétt að líta til þróunar meðalverðs síðustu ára. Meðfylgjandi mynd sýnir sögulegt meðalverð í heildsölu frá árinu 2006, á verðlagi ársins 2015.Sögulegt meðalverð Landsvirkjunar í heildsölu Ár Meðalverð heildsölu 2006 4,8 2007 4,9 2008 4,2 2009 4,0 2010 4,0 2011 4,1 2012 4,2 2013 4,2 2014 4,4 * tafla meðfylgjandi ef FBL vill teikna grafið uppEins og sjá má hefur það verið nokkuð stöðugt og er nú lægra en í byrjun tímabilsins, en árið 2006 kostaði kílóvattstundin sem Landsvirkjun seldi á heildsölumarkaði 4,8 krónur að meðaltali og í fyrra 4,4 krónur, og á tímabilinu fór verðið niður í fjórar krónur.Meðalverð lægra en 2007 Við markaðsrýni er varhugavert að draga víðtækar ályktanir af verði til einstakra fyrirtækja. Um síðustu áramót var viðskiptaskilmálum Landsvirkjunar breytt, til að tryggja jafnræði viðskiptavina og til að einstaka vöruflokkar endurspegluðu vinnslukostnað og aðstæður á markaði. Því fer fjarri að hækkun á meðalrafmagnsverði í heildsölu frá Landsvirkjun nemi „tugum prósenta“ frá áramótum. Landsvirkjun áætlar sem fyrr segir að hækkunin nemi um eða innan við 4% frá áramótum, en endanleg hækkun liggur ekki fyrir fyrr en í ársuppgjöri. Meðalraforkuverð Landsvirkjunar í heildsölu mun því að öllum líkindum áfram vera lægra að raunvirði á árinu 2015 en það var árið 2007. Landsvirkjun hefur lengi hvatt til opinnar og faglegrar umræðu um málefni fyrirtækisins en afkoma þess og starfsemi varða þjóðarhag. Best er þó að umræða fari fram á grundvelli staðreynda.
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar