Dýrt að veita geðfötluðum ekki meðferð Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. nóvember 2015 07:00 Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur. Um helmingur þeirra sem glíma við sjúkdóma glímir við geðraskanir og enginn sjúkdómsflokkur er með meiri sjúkdómsbyrði í heilbrigðiskerfinu. Þrátt fyrir þetta fer eingöngu brot af heildarútgjöldum heilbrigðiskerfisins í geðheilbrigði. Í doktorsritgerð Hafrúnar Kristjánsdóttur kemur fram að þeir peningar sem settir eru í gagnreynda meðferð við þunglyndi og kvíða, komi beint til baka í ríkissjóð og rúmlega það. Rannsóknin fjallar um leiðir til að auka aðgengi að sálfræðimeðferð. „Besta mögulega meðferðin er ekki dýr. Í flestum tilfellum er hugræn atferlismeðferð árangursríkasta meðferðin,“ segir Hafrún. „Talið er að eingöngu fjórðungur þeirra sem þjást af þunglyndi og kvíða fái einhverja meðferð en einungis fimm prósent fái þá meðferð sem er talin árangursríkust. Til samanburðar fá 80 til 90 prósent þeirra sem eiga við líkamlega sjúkdóma að stríða meðferð og þar er biðtíminn mun styttri. Þetta finnst mér ótrúleg mismunun.“ Í rannsókninni skoðaði Hafrún hópmeðferð á heilsugæslunni við þunglyndi og kvíða. Boðið var upp á meðferðina á fimm heilsugæslustöðvum. Árangurinn reyndist góður og meðferðin hentaði vel á heilsugæslustöðvum enda aðgengi gott. „En eftir sjö ára árangursrannsókn, sem sýndi mjög jákvæðar niðurstöður, var ákveðið að bjóða upp á meðferðina á aðeins einni heilsugæslustöð. Á sama tíma sýna niðurstöðurnar að ef meðferðin verður til þess að einn af hverjum þúsund helst lengur á vinnumarkaði eða endar ekki á örorku, þá sé meðferðin búin að borga sig upp.“ Nýlega voru kynntar tillögur velferðarráðuneytisins í geðheilbrigðismálum. Þar er sérstakur liður um að aðgengi verði að sálfræðingum á heilsugæslustöðvum. „Það á að deila átta sálfræðingum niður á allar heilsugæslustöðvar landsins. Þetta er vissulega viðleitni en það þarf svo mikið meira.“Hafrún bendir á að með því að setja meiri peninga í málaflokkinn sé hægt að koma í veg fyrir mikla vanlíðan en einnig sé hægt að spara mikið fjármagn. Árið 2000 var beinn og óbeinn kostnaður vegna þunglyndis á Íslandi áætlaður 6 milljarðar, núvirði er 13 milljarðar. „Við getum hreinlega sparað pening með því að hjálpa fólki. Þar má nefna færri veikindadaga, minnkuð útgjöld vegna örorkubóta, auknar skattgreiðslur, meiri framleiðni og verg landsframleiðsla hækkar.“ Hafrún segir flesta vera sammála þessum niðurstöðum, vita hversu mikilvægur málaflokkurinn er og þekkja hagkvæmnina. Þrátt fyrir það sé aðgengi takmarkað og ekki sé boðið upp á bestu mögulegu meðferðirnar. „Barátta þessa hóps er ekki mjög hávær. Ef fólk með líkamlega sjúkdóma fær ekki bestu mögulegu meðferðina fer allt á hliðina í samfélaginu. Á meðan eru fleiri þúsund manns þarna úti sem fá ekki bestu mögulegu meðferðina við geðröskunum og það yppa allir öxlum.“ Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Sjá meira
Um helmingur þeirra sem glíma við sjúkdóma glímir við geðraskanir og enginn sjúkdómsflokkur er með meiri sjúkdómsbyrði í heilbrigðiskerfinu. Þrátt fyrir þetta fer eingöngu brot af heildarútgjöldum heilbrigðiskerfisins í geðheilbrigði. Í doktorsritgerð Hafrúnar Kristjánsdóttur kemur fram að þeir peningar sem settir eru í gagnreynda meðferð við þunglyndi og kvíða, komi beint til baka í ríkissjóð og rúmlega það. Rannsóknin fjallar um leiðir til að auka aðgengi að sálfræðimeðferð. „Besta mögulega meðferðin er ekki dýr. Í flestum tilfellum er hugræn atferlismeðferð árangursríkasta meðferðin,“ segir Hafrún. „Talið er að eingöngu fjórðungur þeirra sem þjást af þunglyndi og kvíða fái einhverja meðferð en einungis fimm prósent fái þá meðferð sem er talin árangursríkust. Til samanburðar fá 80 til 90 prósent þeirra sem eiga við líkamlega sjúkdóma að stríða meðferð og þar er biðtíminn mun styttri. Þetta finnst mér ótrúleg mismunun.“ Í rannsókninni skoðaði Hafrún hópmeðferð á heilsugæslunni við þunglyndi og kvíða. Boðið var upp á meðferðina á fimm heilsugæslustöðvum. Árangurinn reyndist góður og meðferðin hentaði vel á heilsugæslustöðvum enda aðgengi gott. „En eftir sjö ára árangursrannsókn, sem sýndi mjög jákvæðar niðurstöður, var ákveðið að bjóða upp á meðferðina á aðeins einni heilsugæslustöð. Á sama tíma sýna niðurstöðurnar að ef meðferðin verður til þess að einn af hverjum þúsund helst lengur á vinnumarkaði eða endar ekki á örorku, þá sé meðferðin búin að borga sig upp.“ Nýlega voru kynntar tillögur velferðarráðuneytisins í geðheilbrigðismálum. Þar er sérstakur liður um að aðgengi verði að sálfræðingum á heilsugæslustöðvum. „Það á að deila átta sálfræðingum niður á allar heilsugæslustöðvar landsins. Þetta er vissulega viðleitni en það þarf svo mikið meira.“Hafrún bendir á að með því að setja meiri peninga í málaflokkinn sé hægt að koma í veg fyrir mikla vanlíðan en einnig sé hægt að spara mikið fjármagn. Árið 2000 var beinn og óbeinn kostnaður vegna þunglyndis á Íslandi áætlaður 6 milljarðar, núvirði er 13 milljarðar. „Við getum hreinlega sparað pening með því að hjálpa fólki. Þar má nefna færri veikindadaga, minnkuð útgjöld vegna örorkubóta, auknar skattgreiðslur, meiri framleiðni og verg landsframleiðsla hækkar.“ Hafrún segir flesta vera sammála þessum niðurstöðum, vita hversu mikilvægur málaflokkurinn er og þekkja hagkvæmnina. Þrátt fyrir það sé aðgengi takmarkað og ekki sé boðið upp á bestu mögulegu meðferðirnar. „Barátta þessa hóps er ekki mjög hávær. Ef fólk með líkamlega sjúkdóma fær ekki bestu mögulegu meðferðina fer allt á hliðina í samfélaginu. Á meðan eru fleiri þúsund manns þarna úti sem fá ekki bestu mögulegu meðferðina við geðröskunum og það yppa allir öxlum.“
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Sjá meira