Dýrt að veita geðfötluðum ekki meðferð Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. nóvember 2015 07:00 Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur. Um helmingur þeirra sem glíma við sjúkdóma glímir við geðraskanir og enginn sjúkdómsflokkur er með meiri sjúkdómsbyrði í heilbrigðiskerfinu. Þrátt fyrir þetta fer eingöngu brot af heildarútgjöldum heilbrigðiskerfisins í geðheilbrigði. Í doktorsritgerð Hafrúnar Kristjánsdóttur kemur fram að þeir peningar sem settir eru í gagnreynda meðferð við þunglyndi og kvíða, komi beint til baka í ríkissjóð og rúmlega það. Rannsóknin fjallar um leiðir til að auka aðgengi að sálfræðimeðferð. „Besta mögulega meðferðin er ekki dýr. Í flestum tilfellum er hugræn atferlismeðferð árangursríkasta meðferðin,“ segir Hafrún. „Talið er að eingöngu fjórðungur þeirra sem þjást af þunglyndi og kvíða fái einhverja meðferð en einungis fimm prósent fái þá meðferð sem er talin árangursríkust. Til samanburðar fá 80 til 90 prósent þeirra sem eiga við líkamlega sjúkdóma að stríða meðferð og þar er biðtíminn mun styttri. Þetta finnst mér ótrúleg mismunun.“ Í rannsókninni skoðaði Hafrún hópmeðferð á heilsugæslunni við þunglyndi og kvíða. Boðið var upp á meðferðina á fimm heilsugæslustöðvum. Árangurinn reyndist góður og meðferðin hentaði vel á heilsugæslustöðvum enda aðgengi gott. „En eftir sjö ára árangursrannsókn, sem sýndi mjög jákvæðar niðurstöður, var ákveðið að bjóða upp á meðferðina á aðeins einni heilsugæslustöð. Á sama tíma sýna niðurstöðurnar að ef meðferðin verður til þess að einn af hverjum þúsund helst lengur á vinnumarkaði eða endar ekki á örorku, þá sé meðferðin búin að borga sig upp.“ Nýlega voru kynntar tillögur velferðarráðuneytisins í geðheilbrigðismálum. Þar er sérstakur liður um að aðgengi verði að sálfræðingum á heilsugæslustöðvum. „Það á að deila átta sálfræðingum niður á allar heilsugæslustöðvar landsins. Þetta er vissulega viðleitni en það þarf svo mikið meira.“Hafrún bendir á að með því að setja meiri peninga í málaflokkinn sé hægt að koma í veg fyrir mikla vanlíðan en einnig sé hægt að spara mikið fjármagn. Árið 2000 var beinn og óbeinn kostnaður vegna þunglyndis á Íslandi áætlaður 6 milljarðar, núvirði er 13 milljarðar. „Við getum hreinlega sparað pening með því að hjálpa fólki. Þar má nefna færri veikindadaga, minnkuð útgjöld vegna örorkubóta, auknar skattgreiðslur, meiri framleiðni og verg landsframleiðsla hækkar.“ Hafrún segir flesta vera sammála þessum niðurstöðum, vita hversu mikilvægur málaflokkurinn er og þekkja hagkvæmnina. Þrátt fyrir það sé aðgengi takmarkað og ekki sé boðið upp á bestu mögulegu meðferðirnar. „Barátta þessa hóps er ekki mjög hávær. Ef fólk með líkamlega sjúkdóma fær ekki bestu mögulegu meðferðina fer allt á hliðina í samfélaginu. Á meðan eru fleiri þúsund manns þarna úti sem fá ekki bestu mögulegu meðferðina við geðröskunum og það yppa allir öxlum.“ Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Um helmingur þeirra sem glíma við sjúkdóma glímir við geðraskanir og enginn sjúkdómsflokkur er með meiri sjúkdómsbyrði í heilbrigðiskerfinu. Þrátt fyrir þetta fer eingöngu brot af heildarútgjöldum heilbrigðiskerfisins í geðheilbrigði. Í doktorsritgerð Hafrúnar Kristjánsdóttur kemur fram að þeir peningar sem settir eru í gagnreynda meðferð við þunglyndi og kvíða, komi beint til baka í ríkissjóð og rúmlega það. Rannsóknin fjallar um leiðir til að auka aðgengi að sálfræðimeðferð. „Besta mögulega meðferðin er ekki dýr. Í flestum tilfellum er hugræn atferlismeðferð árangursríkasta meðferðin,“ segir Hafrún. „Talið er að eingöngu fjórðungur þeirra sem þjást af þunglyndi og kvíða fái einhverja meðferð en einungis fimm prósent fái þá meðferð sem er talin árangursríkust. Til samanburðar fá 80 til 90 prósent þeirra sem eiga við líkamlega sjúkdóma að stríða meðferð og þar er biðtíminn mun styttri. Þetta finnst mér ótrúleg mismunun.“ Í rannsókninni skoðaði Hafrún hópmeðferð á heilsugæslunni við þunglyndi og kvíða. Boðið var upp á meðferðina á fimm heilsugæslustöðvum. Árangurinn reyndist góður og meðferðin hentaði vel á heilsugæslustöðvum enda aðgengi gott. „En eftir sjö ára árangursrannsókn, sem sýndi mjög jákvæðar niðurstöður, var ákveðið að bjóða upp á meðferðina á aðeins einni heilsugæslustöð. Á sama tíma sýna niðurstöðurnar að ef meðferðin verður til þess að einn af hverjum þúsund helst lengur á vinnumarkaði eða endar ekki á örorku, þá sé meðferðin búin að borga sig upp.“ Nýlega voru kynntar tillögur velferðarráðuneytisins í geðheilbrigðismálum. Þar er sérstakur liður um að aðgengi verði að sálfræðingum á heilsugæslustöðvum. „Það á að deila átta sálfræðingum niður á allar heilsugæslustöðvar landsins. Þetta er vissulega viðleitni en það þarf svo mikið meira.“Hafrún bendir á að með því að setja meiri peninga í málaflokkinn sé hægt að koma í veg fyrir mikla vanlíðan en einnig sé hægt að spara mikið fjármagn. Árið 2000 var beinn og óbeinn kostnaður vegna þunglyndis á Íslandi áætlaður 6 milljarðar, núvirði er 13 milljarðar. „Við getum hreinlega sparað pening með því að hjálpa fólki. Þar má nefna færri veikindadaga, minnkuð útgjöld vegna örorkubóta, auknar skattgreiðslur, meiri framleiðni og verg landsframleiðsla hækkar.“ Hafrún segir flesta vera sammála þessum niðurstöðum, vita hversu mikilvægur málaflokkurinn er og þekkja hagkvæmnina. Þrátt fyrir það sé aðgengi takmarkað og ekki sé boðið upp á bestu mögulegu meðferðirnar. „Barátta þessa hóps er ekki mjög hávær. Ef fólk með líkamlega sjúkdóma fær ekki bestu mögulegu meðferðina fer allt á hliðina í samfélaginu. Á meðan eru fleiri þúsund manns þarna úti sem fá ekki bestu mögulegu meðferðina við geðröskunum og það yppa allir öxlum.“
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira