Frumsýnir stuttmynd á 18 ára afmælisdaginn Viktoría Hermannsdóttir skrifar 10. nóvember 2015 10:00 Í mynd Ísaks, Aleinn?, er deilt á vinnubrögð lögreglu auk þess sem Litla-Hraun kemur við sögu enda gerist myndin á Eyrarbakka. Fréttablaðið/GVA „Ég ákvað eiginlega að frumsýna myndina á afmælisdaginn til þess að setja annað í forgrunn, ég er ekki mikill afmælismaður,“ segir Ísak Hinriksson, sem í dag frumsýnir stuttmyndina sína Aleinn? á 18 ára afmælisdaginn sinn. Þetta er fyrsta mynd Ísaks sem hefur þó töluverða reynslu af því að vera á hvíta tjaldinu sjálfur. „Ég hef verið að leika og verið í kringum leikhúsin frá því ég man eftir mér, lék meðal annars í kvikmyndunum Svartur á leik, Falskur fugl og Grafir og bein. Ætli áhuginn sé ekki sprottinn þaðan. Maður fær reynslu af því að vera fyrir framan myndavélina og langar þá að gera eitthvað meira úr því. Síðan langaði mig líka að skrifa og þegar maður byrjar á því langar mann að gera meira af því. Mér fannst mjög skemmtilegt í tökuferlinu að heyra leikarana fara með setningar sem ég hafði skrifað, þá finnur maður að þetta er eitthvað sem maður vill gera,“ segir Ísak. Handritið að myndinni skrifaði hann sumarið 2012, sama ár og fanginn Matthías Máni strauk af Litla-Hrauni en mikið var fjallað um það í kringum jólin það sama ár. „Það er svolítið fyndið að handritið er mjög líkt því að mörgu leyti. Myndin fjallar um eldri mann á Eyrarbakka sem er að fara að halda upp á aðfangadag þegar óvæntan gest ber að garði. Ég er með mjög skrýtinn áhuga á eldri körlum, hef alltaf haft gaman af því að umgangast eldri karla og sjá hvernig þeir haga sér. Svo var ég búinn að vera mikið í kringum Litla-Hraun og Eyrarbakka af því að við fjölskyldan erum með hesta á Eyrarbakka. Ég fór að sjá atburðarás þar í kring,“ segir hann. „Í myndinni er dregin upp ljót mynd af lögreglunni, það mætti halda að ég ætti eitthvað vantalað við lögregluna, en svo er ekki. Sem betur fer,“ segir Ísak. Myndin var tekin upp á Eyrarbakka í fyrra og skartar einvalaliði leikara. Þeir Theódór Júlíusson, Styr Júlíusson og Björn Jörundur Friðbjörnsson eru í stærstu hlutverkunum en auk þess leika þau Kristján Hafþórsson, Guðjón Þorsteinn Pálmarsson og Esther Talía Casey í myndinni. Ísak segist alltaf vera að fá hugmyndir. „Ég reyni að skrifa eins og ég get og losna ekki við að fá hugmyndir. Mig langar að prófa að skrifa bók líka. Það tekur svo mikinn tíma að framleiða kvikmynd og er kostnaðarsamt,“ segir Ísak sem fjármagnaði myndina að mestu leyti sjálfur en fékk lítinn styrk frá Kópavogsbæ. „Ég vann bara fyrir þessu. Fólk er að tala um að golf sé dýrt sport en ég held að kvikmyndagerð sé dýrasta sport sem þú getur verið í, þetta er auðvitað list en ekki sport. Þetta er mín fjárfesting til framtíðar – ég er að þjálfa mig og móta.“ Ísak er núna í Tækniskólanum á Upplýsinga og fjölmiðlabraut og stefnir á leiklistarnám í framhaldinu auk þess að gera vonandi fleiri myndir. Myndin verður frumsýnd í Bíó Paradís klukkan 17.15 í dag. „Það eru allir velkomnir svo lengi sem húsrúm leyfir,“ segir Ísak. Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira
„Ég ákvað eiginlega að frumsýna myndina á afmælisdaginn til þess að setja annað í forgrunn, ég er ekki mikill afmælismaður,“ segir Ísak Hinriksson, sem í dag frumsýnir stuttmyndina sína Aleinn? á 18 ára afmælisdaginn sinn. Þetta er fyrsta mynd Ísaks sem hefur þó töluverða reynslu af því að vera á hvíta tjaldinu sjálfur. „Ég hef verið að leika og verið í kringum leikhúsin frá því ég man eftir mér, lék meðal annars í kvikmyndunum Svartur á leik, Falskur fugl og Grafir og bein. Ætli áhuginn sé ekki sprottinn þaðan. Maður fær reynslu af því að vera fyrir framan myndavélina og langar þá að gera eitthvað meira úr því. Síðan langaði mig líka að skrifa og þegar maður byrjar á því langar mann að gera meira af því. Mér fannst mjög skemmtilegt í tökuferlinu að heyra leikarana fara með setningar sem ég hafði skrifað, þá finnur maður að þetta er eitthvað sem maður vill gera,“ segir Ísak. Handritið að myndinni skrifaði hann sumarið 2012, sama ár og fanginn Matthías Máni strauk af Litla-Hrauni en mikið var fjallað um það í kringum jólin það sama ár. „Það er svolítið fyndið að handritið er mjög líkt því að mörgu leyti. Myndin fjallar um eldri mann á Eyrarbakka sem er að fara að halda upp á aðfangadag þegar óvæntan gest ber að garði. Ég er með mjög skrýtinn áhuga á eldri körlum, hef alltaf haft gaman af því að umgangast eldri karla og sjá hvernig þeir haga sér. Svo var ég búinn að vera mikið í kringum Litla-Hraun og Eyrarbakka af því að við fjölskyldan erum með hesta á Eyrarbakka. Ég fór að sjá atburðarás þar í kring,“ segir hann. „Í myndinni er dregin upp ljót mynd af lögreglunni, það mætti halda að ég ætti eitthvað vantalað við lögregluna, en svo er ekki. Sem betur fer,“ segir Ísak. Myndin var tekin upp á Eyrarbakka í fyrra og skartar einvalaliði leikara. Þeir Theódór Júlíusson, Styr Júlíusson og Björn Jörundur Friðbjörnsson eru í stærstu hlutverkunum en auk þess leika þau Kristján Hafþórsson, Guðjón Þorsteinn Pálmarsson og Esther Talía Casey í myndinni. Ísak segist alltaf vera að fá hugmyndir. „Ég reyni að skrifa eins og ég get og losna ekki við að fá hugmyndir. Mig langar að prófa að skrifa bók líka. Það tekur svo mikinn tíma að framleiða kvikmynd og er kostnaðarsamt,“ segir Ísak sem fjármagnaði myndina að mestu leyti sjálfur en fékk lítinn styrk frá Kópavogsbæ. „Ég vann bara fyrir þessu. Fólk er að tala um að golf sé dýrt sport en ég held að kvikmyndagerð sé dýrasta sport sem þú getur verið í, þetta er auðvitað list en ekki sport. Þetta er mín fjárfesting til framtíðar – ég er að þjálfa mig og móta.“ Ísak er núna í Tækniskólanum á Upplýsinga og fjölmiðlabraut og stefnir á leiklistarnám í framhaldinu auk þess að gera vonandi fleiri myndir. Myndin verður frumsýnd í Bíó Paradís klukkan 17.15 í dag. „Það eru allir velkomnir svo lengi sem húsrúm leyfir,“ segir Ísak.
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira