Svolítið meira um samfélag án aðgreiningar Páll Valur Björnsson skrifar 6. júlí 2015 00:00 Ég birti grein í Fréttablaðinu 5. maí sl. sem ég kallaði „Samfélag án aðgreiningar“. Þar sagði ég m.a. frá þeim þeim skammarlegu löngu biðlistum og biðtíma sem er eftir greiningum fyrir börn sem eru með einhvers konar raskanir vegna fötlunar, ofvirkni og/eða athyglisbrests, einhverfu eða af geðrænum ástæðum. Þó er augljóst að þessar greiningar eru forsenda þess að skólarnir geti veitt hverju og einu barni viðeigandi og nauðsynlegan stuðning til að þau geti lokið námi og farið út í lífið vel undir það búin. Það er raunar svo illa að þessu staðið hjá okkur að Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna sem hefur eftirlit með því hvernig aðildarríki að Barnasáttmálanum uppfylla skyldur sínar hefur gert alvarlegar athugasemdir við hversu langur þessi biðtími er. Ég rifja þetta upp hér til að minna okkur á að við erum að bregðast mörgum börnum í okkar ríka landi svo alvarlega að Barnaréttarnefnd Sameinuðu Þjóðanna hefur talið óhjákvæmilegt að sýna okkur gula spjaldið! Ég rifja þetta einnig upp vegna þess að nýlega fékk ég svör innanríkisráðherra við fyrirspurn minni um hvernig staðið er að afplánun fangelsisrefsinga og sérfræðiþjónustu við fanga. Í svörum ráðherra er fátt til að gleðjast yfir. Þar segir m.a. að helmingur fanga hafi haft einkenni um athyglisbrest og ofvirkni og að tæplega 60% fanga eigi við vímuefnavanda að stríða. Hvernig skyldum við hafa greint þarfir þessara einstaklinga þegar þeir voru börn og stutt þá til að þeim liði vel í skólanum og fótuðu sig vel í samfélaginu? Og hversu margir þeirra sem framið hafa afbrot og valdið öðrum og sjálfum sér margvíslegum skaða gætu hafa komist hjá afbrotum og misnotkun fíkniefna og átt gott líf og lagt mikið til samfélagsins ef þeir hefðu fengið viðeigandi greiningar og stuðning þegar þeir voru börn? Að sjálfsögðu get ég ekki vitað það en ég er sannfærður um að þeir eru mjög margir.Skilar sér margfalt til baka Mér er sagt af fólki sem til þekkir að það kosti samfélagið 5-10 milljónir króna á ári að hafa hvern einstakling í fangelsi. Þar við bætist sá kostnaður sem afbrotið sem leiddi til fangelsisrefsingar hefur valdið samfélaginu og auðvitað þeim sem það bitnaði sérstaklega á, sem og kostnaður lögreglu og dómskerfis. Og því til viðbótar kemur það fjárhagslega tap sem samfélagið verður fyrir þegar einstaklingur sem gæti verið virkur í samfélaginu og í starfi og þar með greitt samfélaginu skyldur og skatta er innilokaður og iðjulaus. Er ekki augljóst að það fé skilar sér margfalt til baka sem við leggjum til þess að styðja við börn sem þurfa stuðning þannig að þau fóti sig frekar í námi og í lífinu almennt og lendi síður utangarðs, í óreglu og jafnvel í afbrotum? Og hvernig stuðning veitum við þeim einstaklingum sem við dæmum í fangelsi til að takast á við vímuefnavandann, athyglisbrestinn, ofvirknina, geðræn vandamál og aðrar raskanir? Í svari ráðherra kemur fram að þeim mikilvægu og erfiðu verkefnum sinni tveir sálfræðingar, tveir félagsráðgjafar, einn námsráðgjafi og tveir sérfræðingar á meðferðargangi á Litla-Hrauni. Sálfræðingarnir tveir og félagsráðgjafarnir tveir sinna 600 einstaklingum! Er þetta mannúðlegt gagnvart fólki sem líður oft mjög illa og er jafnvel veikt? Þarna eru einstaklingar sem við brugðumst þegar þeir voru börn, eins og Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur bent okkur á, og þegar þeir verða fullorðnir lokum við þá inni og bregðumst þeim aftur með því að neita þeim um þann sérfræðilega og sálfræðilega stuðning sem er forsenda þess að þeir geti fótað sig í samfélaginu eftir afplánun. Það er auðvitað engin glóra í þessu, hvorki siðferðilega né fjárhagslega, og þar til við höfum lagað þetta skulum við a.m.k. alveg stilla okkur um að nota orðið betrun þegar við tölum um fangelsisrefsingar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Ég birti grein í Fréttablaðinu 5. maí sl. sem ég kallaði „Samfélag án aðgreiningar“. Þar sagði ég m.a. frá þeim þeim skammarlegu löngu biðlistum og biðtíma sem er eftir greiningum fyrir börn sem eru með einhvers konar raskanir vegna fötlunar, ofvirkni og/eða athyglisbrests, einhverfu eða af geðrænum ástæðum. Þó er augljóst að þessar greiningar eru forsenda þess að skólarnir geti veitt hverju og einu barni viðeigandi og nauðsynlegan stuðning til að þau geti lokið námi og farið út í lífið vel undir það búin. Það er raunar svo illa að þessu staðið hjá okkur að Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna sem hefur eftirlit með því hvernig aðildarríki að Barnasáttmálanum uppfylla skyldur sínar hefur gert alvarlegar athugasemdir við hversu langur þessi biðtími er. Ég rifja þetta upp hér til að minna okkur á að við erum að bregðast mörgum börnum í okkar ríka landi svo alvarlega að Barnaréttarnefnd Sameinuðu Þjóðanna hefur talið óhjákvæmilegt að sýna okkur gula spjaldið! Ég rifja þetta einnig upp vegna þess að nýlega fékk ég svör innanríkisráðherra við fyrirspurn minni um hvernig staðið er að afplánun fangelsisrefsinga og sérfræðiþjónustu við fanga. Í svörum ráðherra er fátt til að gleðjast yfir. Þar segir m.a. að helmingur fanga hafi haft einkenni um athyglisbrest og ofvirkni og að tæplega 60% fanga eigi við vímuefnavanda að stríða. Hvernig skyldum við hafa greint þarfir þessara einstaklinga þegar þeir voru börn og stutt þá til að þeim liði vel í skólanum og fótuðu sig vel í samfélaginu? Og hversu margir þeirra sem framið hafa afbrot og valdið öðrum og sjálfum sér margvíslegum skaða gætu hafa komist hjá afbrotum og misnotkun fíkniefna og átt gott líf og lagt mikið til samfélagsins ef þeir hefðu fengið viðeigandi greiningar og stuðning þegar þeir voru börn? Að sjálfsögðu get ég ekki vitað það en ég er sannfærður um að þeir eru mjög margir.Skilar sér margfalt til baka Mér er sagt af fólki sem til þekkir að það kosti samfélagið 5-10 milljónir króna á ári að hafa hvern einstakling í fangelsi. Þar við bætist sá kostnaður sem afbrotið sem leiddi til fangelsisrefsingar hefur valdið samfélaginu og auðvitað þeim sem það bitnaði sérstaklega á, sem og kostnaður lögreglu og dómskerfis. Og því til viðbótar kemur það fjárhagslega tap sem samfélagið verður fyrir þegar einstaklingur sem gæti verið virkur í samfélaginu og í starfi og þar með greitt samfélaginu skyldur og skatta er innilokaður og iðjulaus. Er ekki augljóst að það fé skilar sér margfalt til baka sem við leggjum til þess að styðja við börn sem þurfa stuðning þannig að þau fóti sig frekar í námi og í lífinu almennt og lendi síður utangarðs, í óreglu og jafnvel í afbrotum? Og hvernig stuðning veitum við þeim einstaklingum sem við dæmum í fangelsi til að takast á við vímuefnavandann, athyglisbrestinn, ofvirknina, geðræn vandamál og aðrar raskanir? Í svari ráðherra kemur fram að þeim mikilvægu og erfiðu verkefnum sinni tveir sálfræðingar, tveir félagsráðgjafar, einn námsráðgjafi og tveir sérfræðingar á meðferðargangi á Litla-Hrauni. Sálfræðingarnir tveir og félagsráðgjafarnir tveir sinna 600 einstaklingum! Er þetta mannúðlegt gagnvart fólki sem líður oft mjög illa og er jafnvel veikt? Þarna eru einstaklingar sem við brugðumst þegar þeir voru börn, eins og Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur bent okkur á, og þegar þeir verða fullorðnir lokum við þá inni og bregðumst þeim aftur með því að neita þeim um þann sérfræðilega og sálfræðilega stuðning sem er forsenda þess að þeir geti fótað sig í samfélaginu eftir afplánun. Það er auðvitað engin glóra í þessu, hvorki siðferðilega né fjárhagslega, og þar til við höfum lagað þetta skulum við a.m.k. alveg stilla okkur um að nota orðið betrun þegar við tölum um fangelsisrefsingar á Íslandi.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar