Míkadó í Herjólfi Frosti Ólafsson skrifar 4. nóvember 2015 10:00 Ég átti vin í barnæsku sem var snillingur í Míkadó. Fyrir þá sem ekki muna þá gengur leikurinn út á að draga ofvaxna tannstöngla úr tannstönglahrúgu án þess að skapa minnstu hreyfingu í hrúgunni. Kænska æskuvinarins fólst í því að tryggja hagfelldar ytri aðstæður. Öllum gluggum var lokað, grafarþögn átti að ríkja og spilað var á teppi. Leikurinn entist sjaldnast lengur en eina umferð.Að skapa meira úr minnu Mikið hefur verið rætt og ritað um framleiðni á Íslandi. Í sinni einföldustu mynd gengur aukin framleiðni út á það að skapa meira með minna. Með þeim hætti má skapa meiri verðmæti sem mynda grundvöll bæði kaupmáttar og velferðar. Framleiðni hérlendis er lág. Mikil atvinnuþátttaka og margar vinnustundir gera Íslendingum þó kleift að jafna leikinn. Það breytir ekki þeirri staðreynd að til mikils væri að vinna með aukinni framleiðni. Ábatinn fælist í svigrúmi til fækkunar vinnustunda og aukningu kaupmáttar. Ráðgjafarfyrirtækið McKinsey & Company benti á að stærstu tækifæri til aukinnar framleiðni á Íslandi lægju í þjónustugeiranum. Of margir starfa í innlendri þjónustu og of fáir starfa við útflutning. Margt má betur fara í þjónustugeiranum. Viðskiptaráð hefur bent á umfangsmikil tækifæri til aukinnar framleiðni í opinbera hluta hans. Þá eru jafnframt brotalamir í umgjörð einkageirans, einkum hvað varðar regluverk og eftirlit. Engin áskorun er þó stærri en þær hagsveiflur sem íslensk fyrirtæki búa við.Hvar liggja tækifærin? Ekki þarf að horfa langt aftur í tímann til að sjá hvernig þessi vandi brýst fram. Á þenslutímanum 2003 til 2008 fjölgaði störfum í innlenda þjónustugeiranum um ríflega 20 þúsund. Neysla var mikil, krónan var sterk og kaupmáttur hár. Yfir sama tímabil fækkaði störfum við útflutning. Þessi þróun snerist harkalega við í samdrættinum sem fylgdi árin á eftir. Þannig fækkaði störfum í innlendri þjónustu um 12 þúsund árin 2008 til 2014. Störfum í útflutningi fjölgaði hins vegar á sama tíma. Þessi sveifla endurspeglar ágætlega rekstrarskilyrði fyrirtækja á Íslandi.Fínpússun á fleygiferð Aukin framleiðni gengur út á fínstillingar. Að kreista fram aukna hagkvæmni í rekstri með öllum tiltækum leiðum. Þegar framleiðsluþættir eru á fleygiferð og jafnvægi ríkir sjaldnast lengur en nokkra mánuði í senn er ómögulegt að einbeita sér að fínstillingum. Mikilvægi efnahagslegs stöðugleika verður seint vanmetið. Ef Ísland ætlar að skipa sér í fremstu röð er því óhjákvæmilegt að endurskoða hagstjórn og verklag aðila vinnumarkaðarins. Það nær enginn árangri í Míkadó ef spilað er á parketi um borð í Herjólfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Ég átti vin í barnæsku sem var snillingur í Míkadó. Fyrir þá sem ekki muna þá gengur leikurinn út á að draga ofvaxna tannstöngla úr tannstönglahrúgu án þess að skapa minnstu hreyfingu í hrúgunni. Kænska æskuvinarins fólst í því að tryggja hagfelldar ytri aðstæður. Öllum gluggum var lokað, grafarþögn átti að ríkja og spilað var á teppi. Leikurinn entist sjaldnast lengur en eina umferð.Að skapa meira úr minnu Mikið hefur verið rætt og ritað um framleiðni á Íslandi. Í sinni einföldustu mynd gengur aukin framleiðni út á það að skapa meira með minna. Með þeim hætti má skapa meiri verðmæti sem mynda grundvöll bæði kaupmáttar og velferðar. Framleiðni hérlendis er lág. Mikil atvinnuþátttaka og margar vinnustundir gera Íslendingum þó kleift að jafna leikinn. Það breytir ekki þeirri staðreynd að til mikils væri að vinna með aukinni framleiðni. Ábatinn fælist í svigrúmi til fækkunar vinnustunda og aukningu kaupmáttar. Ráðgjafarfyrirtækið McKinsey & Company benti á að stærstu tækifæri til aukinnar framleiðni á Íslandi lægju í þjónustugeiranum. Of margir starfa í innlendri þjónustu og of fáir starfa við útflutning. Margt má betur fara í þjónustugeiranum. Viðskiptaráð hefur bent á umfangsmikil tækifæri til aukinnar framleiðni í opinbera hluta hans. Þá eru jafnframt brotalamir í umgjörð einkageirans, einkum hvað varðar regluverk og eftirlit. Engin áskorun er þó stærri en þær hagsveiflur sem íslensk fyrirtæki búa við.Hvar liggja tækifærin? Ekki þarf að horfa langt aftur í tímann til að sjá hvernig þessi vandi brýst fram. Á þenslutímanum 2003 til 2008 fjölgaði störfum í innlenda þjónustugeiranum um ríflega 20 þúsund. Neysla var mikil, krónan var sterk og kaupmáttur hár. Yfir sama tímabil fækkaði störfum við útflutning. Þessi þróun snerist harkalega við í samdrættinum sem fylgdi árin á eftir. Þannig fækkaði störfum í innlendri þjónustu um 12 þúsund árin 2008 til 2014. Störfum í útflutningi fjölgaði hins vegar á sama tíma. Þessi sveifla endurspeglar ágætlega rekstrarskilyrði fyrirtækja á Íslandi.Fínpússun á fleygiferð Aukin framleiðni gengur út á fínstillingar. Að kreista fram aukna hagkvæmni í rekstri með öllum tiltækum leiðum. Þegar framleiðsluþættir eru á fleygiferð og jafnvægi ríkir sjaldnast lengur en nokkra mánuði í senn er ómögulegt að einbeita sér að fínstillingum. Mikilvægi efnahagslegs stöðugleika verður seint vanmetið. Ef Ísland ætlar að skipa sér í fremstu röð er því óhjákvæmilegt að endurskoða hagstjórn og verklag aðila vinnumarkaðarins. Það nær enginn árangri í Míkadó ef spilað er á parketi um borð í Herjólfi.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun