Míkadó í Herjólfi Frosti Ólafsson skrifar 4. nóvember 2015 10:00 Ég átti vin í barnæsku sem var snillingur í Míkadó. Fyrir þá sem ekki muna þá gengur leikurinn út á að draga ofvaxna tannstöngla úr tannstönglahrúgu án þess að skapa minnstu hreyfingu í hrúgunni. Kænska æskuvinarins fólst í því að tryggja hagfelldar ytri aðstæður. Öllum gluggum var lokað, grafarþögn átti að ríkja og spilað var á teppi. Leikurinn entist sjaldnast lengur en eina umferð.Að skapa meira úr minnu Mikið hefur verið rætt og ritað um framleiðni á Íslandi. Í sinni einföldustu mynd gengur aukin framleiðni út á það að skapa meira með minna. Með þeim hætti má skapa meiri verðmæti sem mynda grundvöll bæði kaupmáttar og velferðar. Framleiðni hérlendis er lág. Mikil atvinnuþátttaka og margar vinnustundir gera Íslendingum þó kleift að jafna leikinn. Það breytir ekki þeirri staðreynd að til mikils væri að vinna með aukinni framleiðni. Ábatinn fælist í svigrúmi til fækkunar vinnustunda og aukningu kaupmáttar. Ráðgjafarfyrirtækið McKinsey & Company benti á að stærstu tækifæri til aukinnar framleiðni á Íslandi lægju í þjónustugeiranum. Of margir starfa í innlendri þjónustu og of fáir starfa við útflutning. Margt má betur fara í þjónustugeiranum. Viðskiptaráð hefur bent á umfangsmikil tækifæri til aukinnar framleiðni í opinbera hluta hans. Þá eru jafnframt brotalamir í umgjörð einkageirans, einkum hvað varðar regluverk og eftirlit. Engin áskorun er þó stærri en þær hagsveiflur sem íslensk fyrirtæki búa við.Hvar liggja tækifærin? Ekki þarf að horfa langt aftur í tímann til að sjá hvernig þessi vandi brýst fram. Á þenslutímanum 2003 til 2008 fjölgaði störfum í innlenda þjónustugeiranum um ríflega 20 þúsund. Neysla var mikil, krónan var sterk og kaupmáttur hár. Yfir sama tímabil fækkaði störfum við útflutning. Þessi þróun snerist harkalega við í samdrættinum sem fylgdi árin á eftir. Þannig fækkaði störfum í innlendri þjónustu um 12 þúsund árin 2008 til 2014. Störfum í útflutningi fjölgaði hins vegar á sama tíma. Þessi sveifla endurspeglar ágætlega rekstrarskilyrði fyrirtækja á Íslandi.Fínpússun á fleygiferð Aukin framleiðni gengur út á fínstillingar. Að kreista fram aukna hagkvæmni í rekstri með öllum tiltækum leiðum. Þegar framleiðsluþættir eru á fleygiferð og jafnvægi ríkir sjaldnast lengur en nokkra mánuði í senn er ómögulegt að einbeita sér að fínstillingum. Mikilvægi efnahagslegs stöðugleika verður seint vanmetið. Ef Ísland ætlar að skipa sér í fremstu röð er því óhjákvæmilegt að endurskoða hagstjórn og verklag aðila vinnumarkaðarins. Það nær enginn árangri í Míkadó ef spilað er á parketi um borð í Herjólfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ég átti vin í barnæsku sem var snillingur í Míkadó. Fyrir þá sem ekki muna þá gengur leikurinn út á að draga ofvaxna tannstöngla úr tannstönglahrúgu án þess að skapa minnstu hreyfingu í hrúgunni. Kænska æskuvinarins fólst í því að tryggja hagfelldar ytri aðstæður. Öllum gluggum var lokað, grafarþögn átti að ríkja og spilað var á teppi. Leikurinn entist sjaldnast lengur en eina umferð.Að skapa meira úr minnu Mikið hefur verið rætt og ritað um framleiðni á Íslandi. Í sinni einföldustu mynd gengur aukin framleiðni út á það að skapa meira með minna. Með þeim hætti má skapa meiri verðmæti sem mynda grundvöll bæði kaupmáttar og velferðar. Framleiðni hérlendis er lág. Mikil atvinnuþátttaka og margar vinnustundir gera Íslendingum þó kleift að jafna leikinn. Það breytir ekki þeirri staðreynd að til mikils væri að vinna með aukinni framleiðni. Ábatinn fælist í svigrúmi til fækkunar vinnustunda og aukningu kaupmáttar. Ráðgjafarfyrirtækið McKinsey & Company benti á að stærstu tækifæri til aukinnar framleiðni á Íslandi lægju í þjónustugeiranum. Of margir starfa í innlendri þjónustu og of fáir starfa við útflutning. Margt má betur fara í þjónustugeiranum. Viðskiptaráð hefur bent á umfangsmikil tækifæri til aukinnar framleiðni í opinbera hluta hans. Þá eru jafnframt brotalamir í umgjörð einkageirans, einkum hvað varðar regluverk og eftirlit. Engin áskorun er þó stærri en þær hagsveiflur sem íslensk fyrirtæki búa við.Hvar liggja tækifærin? Ekki þarf að horfa langt aftur í tímann til að sjá hvernig þessi vandi brýst fram. Á þenslutímanum 2003 til 2008 fjölgaði störfum í innlenda þjónustugeiranum um ríflega 20 þúsund. Neysla var mikil, krónan var sterk og kaupmáttur hár. Yfir sama tímabil fækkaði störfum við útflutning. Þessi þróun snerist harkalega við í samdrættinum sem fylgdi árin á eftir. Þannig fækkaði störfum í innlendri þjónustu um 12 þúsund árin 2008 til 2014. Störfum í útflutningi fjölgaði hins vegar á sama tíma. Þessi sveifla endurspeglar ágætlega rekstrarskilyrði fyrirtækja á Íslandi.Fínpússun á fleygiferð Aukin framleiðni gengur út á fínstillingar. Að kreista fram aukna hagkvæmni í rekstri með öllum tiltækum leiðum. Þegar framleiðsluþættir eru á fleygiferð og jafnvægi ríkir sjaldnast lengur en nokkra mánuði í senn er ómögulegt að einbeita sér að fínstillingum. Mikilvægi efnahagslegs stöðugleika verður seint vanmetið. Ef Ísland ætlar að skipa sér í fremstu röð er því óhjákvæmilegt að endurskoða hagstjórn og verklag aðila vinnumarkaðarins. Það nær enginn árangri í Míkadó ef spilað er á parketi um borð í Herjólfi.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun