Að leita og finna ekki – opið bréf til Jóns Gnarr Guðrún Margrét Pálsdóttir skrifar 21. apríl 2015 07:00 Ég vil þakka Jóni Gnarr fyrir að opna umræðuna um mikilvægustu spurningu lífsins um hvort Guð er til eða ekki. Svarið við þeirri spurningu hlýtur að gefa okkur forsendur sem við byggjum líf okkar á og mótar lífsgönguna á einn eða annan hátt. Ég met hreinskilni þína og heiðarleika þegar þú deilir reynslu þinni með þjóðinni og trú þinni að Guð sé ekki til. Ég dáist líka að leit þinni að Guði á árum áður því af vitnisburði þínum að dæma hefur þú virkilega lagt þig fram um að finna eða nálgast Guð. Þess vegna finnst mér líka afar sorglegt að sjá að eftir alla leit þína kemstu að þeirri niðurstöðu að Guð sé ekki til. Mig langar að deila með þér reynslu fjölskyldu minnar. Afi minn lá á Vífilsstöðum fársjúkur af berklum þegar mamma fór að leita Guðs og fyrir henni var bati hans í kjölfarið sönnun þess að Guð væri til. Pabbi var hins vegar algjörlega andsnúinn trúnni á Guð. Eitt sinn er hann var í laxveiði og hafði ekki orðið var þá datt honum það snjallræði í hug að gera tilraun um hvort Guð væri til. Hann kastaði færinu og sagði um leið: Guð, ef þú ert til, gefðu mér þá lax. Hann hafði ekki fyrr sleppt orðinu en lax stökk upp úr ánni og lenti við fætur hans. Guð þurfti ekki einu sinni veiðistöngina til að gefa honum laxinn sem hann bað um. Pabba varð svo mikið um þetta að hann brunaði í bæinn og tók á móti Jesú sem frelsara sínum. Þessi reynsla mótaði allt hans líf. Ég naut því þeirra forréttinda að alast upp við þá vissu að Guð væri til.Ekki missa af því bestaEn maður lifir ekki á trú foreldranna. Ég þurfti að taka ákvörðun eins og allir um það hvort ég ætlaði að gefa Guði líf mitt. Þegar ég lít til baka eftir yfir 40 ára göngu með Guði þá er ekki vottur af efa í hjarta mínu um að Guð sé til. Ég finn oft nærveru hans áþreifanlega. Ég hef ótal oft fengið bænasvör og Guð er besti vinur minn. Hann er það sem ég vildi síst vera án í lífinu. Það er ekki samasemmerki á milli þess að hafa ekki fundið Guð og hann sé ekki til. Þótt ég sjái ekki vindinn er það engin sönnun fyrir því að hann sé ekki til. Ég get fundið hann og séð kraft hans. Sama á við um ástina og einnig Guð, ég sé hann ekki en ég finn fyrir honum og sé verk hans. Ég skora á þig að prófa að fara með litla bæn í einlægni og vita hvað gerist. Hún gæti hljómað svona: Drottinn Jesús, ef þú ert til þá tek ég við þér sem frelsara mínum og bið þig um að hreinsa mig með blóði þínu úthelltu á krossinum. Gefðu mér trú og fylltu mig af krafti Heilags anda. Ef Guð er ekki til þá gerist nákvæmlega ekkert við þessa bæn svo áhættan er engin. Ef Guð er hins vegar til gætirðu ekki tekið betra skref til að nálgast hann. Þú munt þá komast að því að hann er lifandi og persónulegur Guð. Í framhaldi af því væri sterkur leikur að finna Biblíuna og biðja Guð að tala til þín í gegnum hana. Ég hvet þig, kæri Jón, til að gefast ekki upp því sá finnur sem leitar af öllu hjarta. Ekki missa af því besta í lífinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég vil þakka Jóni Gnarr fyrir að opna umræðuna um mikilvægustu spurningu lífsins um hvort Guð er til eða ekki. Svarið við þeirri spurningu hlýtur að gefa okkur forsendur sem við byggjum líf okkar á og mótar lífsgönguna á einn eða annan hátt. Ég met hreinskilni þína og heiðarleika þegar þú deilir reynslu þinni með þjóðinni og trú þinni að Guð sé ekki til. Ég dáist líka að leit þinni að Guði á árum áður því af vitnisburði þínum að dæma hefur þú virkilega lagt þig fram um að finna eða nálgast Guð. Þess vegna finnst mér líka afar sorglegt að sjá að eftir alla leit þína kemstu að þeirri niðurstöðu að Guð sé ekki til. Mig langar að deila með þér reynslu fjölskyldu minnar. Afi minn lá á Vífilsstöðum fársjúkur af berklum þegar mamma fór að leita Guðs og fyrir henni var bati hans í kjölfarið sönnun þess að Guð væri til. Pabbi var hins vegar algjörlega andsnúinn trúnni á Guð. Eitt sinn er hann var í laxveiði og hafði ekki orðið var þá datt honum það snjallræði í hug að gera tilraun um hvort Guð væri til. Hann kastaði færinu og sagði um leið: Guð, ef þú ert til, gefðu mér þá lax. Hann hafði ekki fyrr sleppt orðinu en lax stökk upp úr ánni og lenti við fætur hans. Guð þurfti ekki einu sinni veiðistöngina til að gefa honum laxinn sem hann bað um. Pabba varð svo mikið um þetta að hann brunaði í bæinn og tók á móti Jesú sem frelsara sínum. Þessi reynsla mótaði allt hans líf. Ég naut því þeirra forréttinda að alast upp við þá vissu að Guð væri til.Ekki missa af því bestaEn maður lifir ekki á trú foreldranna. Ég þurfti að taka ákvörðun eins og allir um það hvort ég ætlaði að gefa Guði líf mitt. Þegar ég lít til baka eftir yfir 40 ára göngu með Guði þá er ekki vottur af efa í hjarta mínu um að Guð sé til. Ég finn oft nærveru hans áþreifanlega. Ég hef ótal oft fengið bænasvör og Guð er besti vinur minn. Hann er það sem ég vildi síst vera án í lífinu. Það er ekki samasemmerki á milli þess að hafa ekki fundið Guð og hann sé ekki til. Þótt ég sjái ekki vindinn er það engin sönnun fyrir því að hann sé ekki til. Ég get fundið hann og séð kraft hans. Sama á við um ástina og einnig Guð, ég sé hann ekki en ég finn fyrir honum og sé verk hans. Ég skora á þig að prófa að fara með litla bæn í einlægni og vita hvað gerist. Hún gæti hljómað svona: Drottinn Jesús, ef þú ert til þá tek ég við þér sem frelsara mínum og bið þig um að hreinsa mig með blóði þínu úthelltu á krossinum. Gefðu mér trú og fylltu mig af krafti Heilags anda. Ef Guð er ekki til þá gerist nákvæmlega ekkert við þessa bæn svo áhættan er engin. Ef Guð er hins vegar til gætirðu ekki tekið betra skref til að nálgast hann. Þú munt þá komast að því að hann er lifandi og persónulegur Guð. Í framhaldi af því væri sterkur leikur að finna Biblíuna og biðja Guð að tala til þín í gegnum hana. Ég hvet þig, kæri Jón, til að gefast ekki upp því sá finnur sem leitar af öllu hjarta. Ekki missa af því besta í lífinu.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar