Við viljum frið… Signý Pálsdóttir skrifar 21. apríl 2015 06:00 Öll börn eru í eðli sínu listamenn. Óbeislað ímyndunarafl, innlifun og sköpunargleði eru aðalsmerki þeirra sem slíkra. Þau lifa sig inn í ævintýrið og skapa ný ævintýri hvort sem er í leik eða listrænni tjáningu. Það er ómetanlegt fyrir þroska hvers einstaklings ef hlúð er að sköpunargáfu hans með kynnum af list í sinni margvíslegustu mynd, listkennslu, hvatningu til að tjá sig og viðurkenningu fyrir framlag sitt. Í menningarstefnu Reykjavíkurborgar gegna börn og menningaruppeldi mikilvægu hlutverki. Þar er lögð áhersla á að menning og listir séu snar þáttur í uppeldi og kennslu barna og ungmenna í borginni. Ekki síður er lögð áhersla á þátttöku barna, ungmenna og fjölskyldna í menningarlífinu og að framlag þeirra til menningar sé metið að verðleikum. Á Barnamenningarhátíð í Reykjavík, sem hefst í dag, má sannarlega upplifa þessi markmið í verki. Þessi fjölskrúðuga hátíð er nú haldin í fimmta sinn og stendur til sunnudagsins 26. apríl. Um 120 viðburðir verða á hátíðinni í ár og fara þeir fram víðs vegar um Reykjavík. Gæði, fjölbreytni, jafnræði og gott aðgengi er haft að leiðarljósi við skipulagningu hátíðarinnar sem rúmar allar listgreinar. Allir viðburðir á Barnamenningahátíð eru ókeypis og hafa verið það frá byrjun. Hátíðin er ein af þremur stórum hátíðum sem Reykjavíkurborg heldur og eru þær skipulagðar af Höfuðborgarstofu. Þær eru þátttökuhátíðir líkt og Menningarnótt og Vetrarhátíð. Viðburðirnir mótast af frumkvæði þátttakenda sem eru leik- og grunnskólar, frístundamiðstöðvar, listaskólar, menningar- og listastofnanir, listhópar, listamenn, háskólar, kórar og félagasamtök svo eitthvað sé nefnt. Markhópur hátíðarinnar er frá tveggja ára börnum til unglinga á leið í framhaldsskóla.Fyrir börn á öllum aldri Dagskráin er í raun ótrúleg með ótal viðburðum stórum og smáum, allt frá Dimmalimm og Svanavatninu í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, nemenda úr Listdansskóla Íslands og Gradualekórs Langholtskirkju í upphafi hátíðar til Bullumsulls í Laugardalslaug í lokin. Af hátíðum innan hátíðar má nefna sviðslistahátíð Assitej fyrir unga áhorfendur, Sumardaginn fyrsta í öllum hverfum borgarinnar og Ævintýrahöllina í Iðnó þar sem ganga má að opnum smiðjum og viðburðum um allt hús frá kl. 10 á morgnana og fram eftir degi frá miðvikudegi til laugardags. Einnig er skemmtilegu ljósi brugðið á söguna eins og með sýningu í Ráðhúsinu og á Austurvelli – Slökkviliðsbílar, dælur og sírenur – sem fjallar um brunann mikla í miðbænum 1915, þegar stór hluti miðbæjarins brann til grunna á einni nóttu. Opnunarhátíðin verður í Eldborg í Hörpu í dag, en þangað er öllum fjórðu bekkingum grunnskóla Reykjavíkur boðið til glæsilegrar dagskrár. Þar verður frumfluttur söngurinn „Það sem skiptir mestu máli“ sem Salka Sól og Gnúsi Yones sömdu út frá lýðræðislega kosnum hugmyndum fjórðu bekkinga um jafnrétti. Þar bar hæst frið, jafnrétti, ást og öryggi. Nemendur í öllum leik- og grunnskólum borgarinnar hafa nú fengið litríkan bækling með sér heim til að skoða með fjölskyldunni og velja af dagskránni sem er aðgengileg á www.barnamenningarhatid.is. Fjölskyldur utan Reykjavíkur eru boðnar sérstaklega velkomnar í borgina á viðburði hátíðarinnar. Vonandi njóta sem flestir Barnamenningarhátíðar, sem verður umfram allt skemmtileg fyrir börn á öllum aldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Sjá meira
Öll börn eru í eðli sínu listamenn. Óbeislað ímyndunarafl, innlifun og sköpunargleði eru aðalsmerki þeirra sem slíkra. Þau lifa sig inn í ævintýrið og skapa ný ævintýri hvort sem er í leik eða listrænni tjáningu. Það er ómetanlegt fyrir þroska hvers einstaklings ef hlúð er að sköpunargáfu hans með kynnum af list í sinni margvíslegustu mynd, listkennslu, hvatningu til að tjá sig og viðurkenningu fyrir framlag sitt. Í menningarstefnu Reykjavíkurborgar gegna börn og menningaruppeldi mikilvægu hlutverki. Þar er lögð áhersla á að menning og listir séu snar þáttur í uppeldi og kennslu barna og ungmenna í borginni. Ekki síður er lögð áhersla á þátttöku barna, ungmenna og fjölskyldna í menningarlífinu og að framlag þeirra til menningar sé metið að verðleikum. Á Barnamenningarhátíð í Reykjavík, sem hefst í dag, má sannarlega upplifa þessi markmið í verki. Þessi fjölskrúðuga hátíð er nú haldin í fimmta sinn og stendur til sunnudagsins 26. apríl. Um 120 viðburðir verða á hátíðinni í ár og fara þeir fram víðs vegar um Reykjavík. Gæði, fjölbreytni, jafnræði og gott aðgengi er haft að leiðarljósi við skipulagningu hátíðarinnar sem rúmar allar listgreinar. Allir viðburðir á Barnamenningahátíð eru ókeypis og hafa verið það frá byrjun. Hátíðin er ein af þremur stórum hátíðum sem Reykjavíkurborg heldur og eru þær skipulagðar af Höfuðborgarstofu. Þær eru þátttökuhátíðir líkt og Menningarnótt og Vetrarhátíð. Viðburðirnir mótast af frumkvæði þátttakenda sem eru leik- og grunnskólar, frístundamiðstöðvar, listaskólar, menningar- og listastofnanir, listhópar, listamenn, háskólar, kórar og félagasamtök svo eitthvað sé nefnt. Markhópur hátíðarinnar er frá tveggja ára börnum til unglinga á leið í framhaldsskóla.Fyrir börn á öllum aldri Dagskráin er í raun ótrúleg með ótal viðburðum stórum og smáum, allt frá Dimmalimm og Svanavatninu í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, nemenda úr Listdansskóla Íslands og Gradualekórs Langholtskirkju í upphafi hátíðar til Bullumsulls í Laugardalslaug í lokin. Af hátíðum innan hátíðar má nefna sviðslistahátíð Assitej fyrir unga áhorfendur, Sumardaginn fyrsta í öllum hverfum borgarinnar og Ævintýrahöllina í Iðnó þar sem ganga má að opnum smiðjum og viðburðum um allt hús frá kl. 10 á morgnana og fram eftir degi frá miðvikudegi til laugardags. Einnig er skemmtilegu ljósi brugðið á söguna eins og með sýningu í Ráðhúsinu og á Austurvelli – Slökkviliðsbílar, dælur og sírenur – sem fjallar um brunann mikla í miðbænum 1915, þegar stór hluti miðbæjarins brann til grunna á einni nóttu. Opnunarhátíðin verður í Eldborg í Hörpu í dag, en þangað er öllum fjórðu bekkingum grunnskóla Reykjavíkur boðið til glæsilegrar dagskrár. Þar verður frumfluttur söngurinn „Það sem skiptir mestu máli“ sem Salka Sól og Gnúsi Yones sömdu út frá lýðræðislega kosnum hugmyndum fjórðu bekkinga um jafnrétti. Þar bar hæst frið, jafnrétti, ást og öryggi. Nemendur í öllum leik- og grunnskólum borgarinnar hafa nú fengið litríkan bækling með sér heim til að skoða með fjölskyldunni og velja af dagskránni sem er aðgengileg á www.barnamenningarhatid.is. Fjölskyldur utan Reykjavíkur eru boðnar sérstaklega velkomnar í borgina á viðburði hátíðarinnar. Vonandi njóta sem flestir Barnamenningarhátíðar, sem verður umfram allt skemmtileg fyrir börn á öllum aldri.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun