Óðinn og Ómar Ingi báðir meðal fimm markahæstu manna á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2015 14:00 Óðinn Rikharðsson. Mynd/Fésbókarsíða IHF um mótið Óðinn Rikharðsson og Ómar Ingi Magnússon hafa skorað flest mörk allra íslensku strákanna í fyrstu fjórum leikjum íslenska 19 ára landsliðsins á HM í Rússlandi. Íslenska liðið er búið að vinna fyrstu fjóra leiki sína í riðlinum og er þegar búið að tryggja sér efsta sætið þótt að einn leikur sé eftir. Örvhentu menn íslenska liðsins hafa farið á kostum til þessa á mótinu. Óðinn og Ómar Ingi eru báðir meðal fimm markahæstu leikmanna mótsins. Óðinn er í 3. til 4. sæti með 26 mörk í 4 leikjum og Ómar Ingi er í 5. sæti með 24 mörk. Íslenska liðið hefur unnið Þýskaland (34-26), Spán (25-24), Egyptaland (31-29) og Noreg (32-29) á mótinu. Óðinn var markahæstur á móti Þjóðverjum og Egyptum með átta mörk í hvorum leik og Ómar Ingi var markahæstur á móti Spánverjum og Norðmönnum með átta mörk í hvorum leik. Ómar skoraði meðal annars þrjú mörk á tíu mínútna kafla þegar íslenska liðið breytti stöðunni úr 24-19 fyrir Noreg í 27-27 með 8-3 spretti en Óðinn skoraði tvö mörk á þessum frábæra kafla íslensku strákanna í gær. Óðinn Rikharðsson, sem er sautján ára gamall, er hægri hornamaður og spilaði með HK í Olís-deildinni síðasta vetur. Hann ætlar að spila með Fram á komandi tímabili. Ómar Ingi Magnússon, sem er átján ára gamall, er hægri skytta eða leikstjórnandi sem er uppalinn á Selfossi en spilaði með Val á síðustu leiktíð. Óðinn hefur nýtt 70,3 prósent skota sinna á mótinu (26 mörk í 37 skotum) en hann hefur skorað 14 marka sinna úr hraðaupphlaupum. Ómar Ingi hefur nýtt 61,5 prósent skota sinna á mótinu (24 mörk í 39 skotum) en ellefu af mörkum hans hafa komið úr vítum. Óðinn og Ómar Ingi eru í nokkrum sérflokki í markaskorun hjá íslenska liðinu en sá þriðji markahæsti í íslenska liðinu eru þeir Egill Magnússon og Birkir Benediktsson með tíu mörk hvor. Handbolti Tengdar fréttir Strákarnir ætla sér stóra hluti á þessu móti Nítján ára landsliðið í handbolta byrjar vel á HM í Rússlandi en fyrr í sumar unnu strákarnir sigur á Opna Evrópumótinu í Gautaborg. 12. ágúst 2015 06:00 Umfjöllun: Noregur - Ísland 29-32 | Glæsilegur lokakafli íslenska liðsins gerði útslagið Átta marka sveifla átti sér stað á síðustu fimmtán mínútum leiksins í þriggja marka sigri íslenska liðsins á Noregi á HM U-19 ára í Rússlandi í handbolta í dag. 12. ágúst 2015 10:36 Stuttbuxna-Grétar á eitt af bestu tilþrifunum á HM | Myndband Íslenska 19 ára landsliðið í handbolta hefur byrjað vel á HM í Rússlandi og annar markvörður íslenska liðsins hefur vakið mikla athygli fyrir bæði góða markvörslu og sérstakan klæðaburð. 12. ágúst 2015 10:30 Unnu þriðja leikinn í röð á Heimsmeistaramóti U-19 Íslensku strákarnir unnu þriðja leikinn í röð á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi en í þetta skiptið voru það Egyptar sem lágu fyrir Strákunum okkar. 11. ágúst 2015 10:56 Er miklu betri í stuttbuxunum Grétar Ari Guðjónsson og félagar í U-19 ára landsliðinu í handbolta hafa unnið alla sína leiki á HM í Rússlandi og eru til alls líklegir. Grétar hefur vakið athygli á mótinu, bæði fyrir frammistöðu, sem og klæðaburð. 13. ágúst 2015 06:00 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Óðinn Rikharðsson og Ómar Ingi Magnússon hafa skorað flest mörk allra íslensku strákanna í fyrstu fjórum leikjum íslenska 19 ára landsliðsins á HM í Rússlandi. Íslenska liðið er búið að vinna fyrstu fjóra leiki sína í riðlinum og er þegar búið að tryggja sér efsta sætið þótt að einn leikur sé eftir. Örvhentu menn íslenska liðsins hafa farið á kostum til þessa á mótinu. Óðinn og Ómar Ingi eru báðir meðal fimm markahæstu leikmanna mótsins. Óðinn er í 3. til 4. sæti með 26 mörk í 4 leikjum og Ómar Ingi er í 5. sæti með 24 mörk. Íslenska liðið hefur unnið Þýskaland (34-26), Spán (25-24), Egyptaland (31-29) og Noreg (32-29) á mótinu. Óðinn var markahæstur á móti Þjóðverjum og Egyptum með átta mörk í hvorum leik og Ómar Ingi var markahæstur á móti Spánverjum og Norðmönnum með átta mörk í hvorum leik. Ómar skoraði meðal annars þrjú mörk á tíu mínútna kafla þegar íslenska liðið breytti stöðunni úr 24-19 fyrir Noreg í 27-27 með 8-3 spretti en Óðinn skoraði tvö mörk á þessum frábæra kafla íslensku strákanna í gær. Óðinn Rikharðsson, sem er sautján ára gamall, er hægri hornamaður og spilaði með HK í Olís-deildinni síðasta vetur. Hann ætlar að spila með Fram á komandi tímabili. Ómar Ingi Magnússon, sem er átján ára gamall, er hægri skytta eða leikstjórnandi sem er uppalinn á Selfossi en spilaði með Val á síðustu leiktíð. Óðinn hefur nýtt 70,3 prósent skota sinna á mótinu (26 mörk í 37 skotum) en hann hefur skorað 14 marka sinna úr hraðaupphlaupum. Ómar Ingi hefur nýtt 61,5 prósent skota sinna á mótinu (24 mörk í 39 skotum) en ellefu af mörkum hans hafa komið úr vítum. Óðinn og Ómar Ingi eru í nokkrum sérflokki í markaskorun hjá íslenska liðinu en sá þriðji markahæsti í íslenska liðinu eru þeir Egill Magnússon og Birkir Benediktsson með tíu mörk hvor.
Handbolti Tengdar fréttir Strákarnir ætla sér stóra hluti á þessu móti Nítján ára landsliðið í handbolta byrjar vel á HM í Rússlandi en fyrr í sumar unnu strákarnir sigur á Opna Evrópumótinu í Gautaborg. 12. ágúst 2015 06:00 Umfjöllun: Noregur - Ísland 29-32 | Glæsilegur lokakafli íslenska liðsins gerði útslagið Átta marka sveifla átti sér stað á síðustu fimmtán mínútum leiksins í þriggja marka sigri íslenska liðsins á Noregi á HM U-19 ára í Rússlandi í handbolta í dag. 12. ágúst 2015 10:36 Stuttbuxna-Grétar á eitt af bestu tilþrifunum á HM | Myndband Íslenska 19 ára landsliðið í handbolta hefur byrjað vel á HM í Rússlandi og annar markvörður íslenska liðsins hefur vakið mikla athygli fyrir bæði góða markvörslu og sérstakan klæðaburð. 12. ágúst 2015 10:30 Unnu þriðja leikinn í röð á Heimsmeistaramóti U-19 Íslensku strákarnir unnu þriðja leikinn í röð á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi en í þetta skiptið voru það Egyptar sem lágu fyrir Strákunum okkar. 11. ágúst 2015 10:56 Er miklu betri í stuttbuxunum Grétar Ari Guðjónsson og félagar í U-19 ára landsliðinu í handbolta hafa unnið alla sína leiki á HM í Rússlandi og eru til alls líklegir. Grétar hefur vakið athygli á mótinu, bæði fyrir frammistöðu, sem og klæðaburð. 13. ágúst 2015 06:00 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Strákarnir ætla sér stóra hluti á þessu móti Nítján ára landsliðið í handbolta byrjar vel á HM í Rússlandi en fyrr í sumar unnu strákarnir sigur á Opna Evrópumótinu í Gautaborg. 12. ágúst 2015 06:00
Umfjöllun: Noregur - Ísland 29-32 | Glæsilegur lokakafli íslenska liðsins gerði útslagið Átta marka sveifla átti sér stað á síðustu fimmtán mínútum leiksins í þriggja marka sigri íslenska liðsins á Noregi á HM U-19 ára í Rússlandi í handbolta í dag. 12. ágúst 2015 10:36
Stuttbuxna-Grétar á eitt af bestu tilþrifunum á HM | Myndband Íslenska 19 ára landsliðið í handbolta hefur byrjað vel á HM í Rússlandi og annar markvörður íslenska liðsins hefur vakið mikla athygli fyrir bæði góða markvörslu og sérstakan klæðaburð. 12. ágúst 2015 10:30
Unnu þriðja leikinn í röð á Heimsmeistaramóti U-19 Íslensku strákarnir unnu þriðja leikinn í röð á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi en í þetta skiptið voru það Egyptar sem lágu fyrir Strákunum okkar. 11. ágúst 2015 10:56
Er miklu betri í stuttbuxunum Grétar Ari Guðjónsson og félagar í U-19 ára landsliðinu í handbolta hafa unnið alla sína leiki á HM í Rússlandi og eru til alls líklegir. Grétar hefur vakið athygli á mótinu, bæði fyrir frammistöðu, sem og klæðaburð. 13. ágúst 2015 06:00