Er miklu betri í stuttbuxunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2015 06:00 Grétar Ari sýnir hér lipur tilþrif í markinu. Strákarnir í U-19 ára landsliði Íslands í handbolta unnu í gær sinn fjórða sigur í jafn mörgum leikjum á heimsmeistaramótinu í Ural í Rússlandi. Ísland lagði þá Noreg að velli, 32-29, eftir sveiflukenndan leik en Norðmenn voru með fimm marka forystu þegar 16 mínútur voru eftir af leiknum. En á lokakaflanum breyttu Íslendingar um vörn og hún lagði grunninn að frábærum endaspretti sem tryggði Íslandi stigin tvö og um leið sigur í B-riðli.Breytt vörn skipti miklu „Þetta var frábært,“ sagði Grétar Ari Guðjónsson, markvörður íslenska liðsins, í samtali við Fréttablaðið í gær. Markverðir Íslands, Grétar og Einar Baldvin Baldvinsson, áttu erfitt uppdráttar framan af leik í gær en Grétar kom sterkur inn á lokakaflanum og varði mikilvæg skot. En hvað skilaði sigrinum að hans mati? „Mjög góður sóknarleikur. Ég veit reyndar ekki mikið um sóknarleik en mér fannst hann góður sem og hraðaupphlaupin,“ sagði Grétar og bætti við: „Það var líka ákveðinn vendipunktur þegar þeir fengu tveggja mínútna brottvísun og við breyttum í 4-2 vörn. Þá batnaði vörnin og markvarslan. Við vorum ekki góðir í markinu fram að því.“ Grétar, sem leikur með Haukum og varð Íslandsmeistari með liðinu í vor, er annars nokkuð sáttur með markvörsluna á mótinu: „Það hefur mestmegnis gengið vel, held ég, en það er erfitt að segja. Persónulega finnst mér alltaf eitthvað sem má bæta,“ sagði Grétar.Verðum að taka leikinn alvarlega Ísland hefur sem áður segir unnið alla fjóra leiki sína á HM; gegn Þýskalandi, Spáni, Egyptalandi og Noregi. Íslensku strákarnir eiga einn leik eftir, gegn Venesúela sem er með langlélegasta liðið í riðlinum. Þótt venesúelska liðið sé fallbyssufóður segir Grétar að íslenska liðið verði að mæta einbeitt til leiks á morgun. „Við skuldum okkur það sjálfum og öllum öðrum að sýna leiknum virðingu og gera þetta almennilega. Það er ekkert gaman að spila ef þú tekur þetta ekki alvarlega,“ sagði Grétar en Ísland mætir liðinu sem endar í 4. sæti A-riðils í 16-liða úrslitum á sunnudaginn. Líklegast er að Serbía eða Pólland verði fyrsti mótherji Íslands í útsláttarkeppninni. Grétar hefur vakið töluverða athygli á HM, ekki einungis fyrir skotin sem hann ver heldur einnig fyrir þá staðreynd að hann spilar í stuttbuxum en ekki í síðbuxum eins og langflestir markmenn. „Þetta byrjaði á EM Póllandi í fyrra þar sem var mjög heitt í höllunum. Við vorum búnir að spila tvo leiki og markvarslan var ekki góð. Ég vildi breyta einhverju og ákvað að vera í stuttbuxum,“ sagði Grétar sem segir að það hafi tekið tíma að fá það í gegn að spila í stuttbuxum en ekki síðbuxum. „Það gekk miklu betur í stuttbuxum. Ég hef alveg spilað aftur í síðbuxum en er búinn að sætta mig við að það gengur betur í stuttbuxum,“ sagði Grétar en af hverju er betra að vera í stuttbuxum? „Maður er léttari á sér og það er léttara að komast í gang. Þegar boltinn smellur í löppunum kveikir það á manni,“ sagði Grétar sem er ekki enn byrjaður að spila í stuttbuxum í Olís-deildinni en hann segir kuldann helstu fyrirstöðuna. Þessi efnilegi markmaður útilokar þó ekki að áhorfendur fái að sjá hann í stuttbuxunum í vetur. Handbolti Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Sjá meira
Strákarnir í U-19 ára landsliði Íslands í handbolta unnu í gær sinn fjórða sigur í jafn mörgum leikjum á heimsmeistaramótinu í Ural í Rússlandi. Ísland lagði þá Noreg að velli, 32-29, eftir sveiflukenndan leik en Norðmenn voru með fimm marka forystu þegar 16 mínútur voru eftir af leiknum. En á lokakaflanum breyttu Íslendingar um vörn og hún lagði grunninn að frábærum endaspretti sem tryggði Íslandi stigin tvö og um leið sigur í B-riðli.Breytt vörn skipti miklu „Þetta var frábært,“ sagði Grétar Ari Guðjónsson, markvörður íslenska liðsins, í samtali við Fréttablaðið í gær. Markverðir Íslands, Grétar og Einar Baldvin Baldvinsson, áttu erfitt uppdráttar framan af leik í gær en Grétar kom sterkur inn á lokakaflanum og varði mikilvæg skot. En hvað skilaði sigrinum að hans mati? „Mjög góður sóknarleikur. Ég veit reyndar ekki mikið um sóknarleik en mér fannst hann góður sem og hraðaupphlaupin,“ sagði Grétar og bætti við: „Það var líka ákveðinn vendipunktur þegar þeir fengu tveggja mínútna brottvísun og við breyttum í 4-2 vörn. Þá batnaði vörnin og markvarslan. Við vorum ekki góðir í markinu fram að því.“ Grétar, sem leikur með Haukum og varð Íslandsmeistari með liðinu í vor, er annars nokkuð sáttur með markvörsluna á mótinu: „Það hefur mestmegnis gengið vel, held ég, en það er erfitt að segja. Persónulega finnst mér alltaf eitthvað sem má bæta,“ sagði Grétar.Verðum að taka leikinn alvarlega Ísland hefur sem áður segir unnið alla fjóra leiki sína á HM; gegn Þýskalandi, Spáni, Egyptalandi og Noregi. Íslensku strákarnir eiga einn leik eftir, gegn Venesúela sem er með langlélegasta liðið í riðlinum. Þótt venesúelska liðið sé fallbyssufóður segir Grétar að íslenska liðið verði að mæta einbeitt til leiks á morgun. „Við skuldum okkur það sjálfum og öllum öðrum að sýna leiknum virðingu og gera þetta almennilega. Það er ekkert gaman að spila ef þú tekur þetta ekki alvarlega,“ sagði Grétar en Ísland mætir liðinu sem endar í 4. sæti A-riðils í 16-liða úrslitum á sunnudaginn. Líklegast er að Serbía eða Pólland verði fyrsti mótherji Íslands í útsláttarkeppninni. Grétar hefur vakið töluverða athygli á HM, ekki einungis fyrir skotin sem hann ver heldur einnig fyrir þá staðreynd að hann spilar í stuttbuxum en ekki í síðbuxum eins og langflestir markmenn. „Þetta byrjaði á EM Póllandi í fyrra þar sem var mjög heitt í höllunum. Við vorum búnir að spila tvo leiki og markvarslan var ekki góð. Ég vildi breyta einhverju og ákvað að vera í stuttbuxum,“ sagði Grétar sem segir að það hafi tekið tíma að fá það í gegn að spila í stuttbuxum en ekki síðbuxum. „Það gekk miklu betur í stuttbuxum. Ég hef alveg spilað aftur í síðbuxum en er búinn að sætta mig við að það gengur betur í stuttbuxum,“ sagði Grétar en af hverju er betra að vera í stuttbuxum? „Maður er léttari á sér og það er léttara að komast í gang. Þegar boltinn smellur í löppunum kveikir það á manni,“ sagði Grétar sem er ekki enn byrjaður að spila í stuttbuxum í Olís-deildinni en hann segir kuldann helstu fyrirstöðuna. Þessi efnilegi markmaður útilokar þó ekki að áhorfendur fái að sjá hann í stuttbuxunum í vetur.
Handbolti Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Sjá meira