Er miklu betri í stuttbuxunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2015 06:00 Grétar Ari sýnir hér lipur tilþrif í markinu. Strákarnir í U-19 ára landsliði Íslands í handbolta unnu í gær sinn fjórða sigur í jafn mörgum leikjum á heimsmeistaramótinu í Ural í Rússlandi. Ísland lagði þá Noreg að velli, 32-29, eftir sveiflukenndan leik en Norðmenn voru með fimm marka forystu þegar 16 mínútur voru eftir af leiknum. En á lokakaflanum breyttu Íslendingar um vörn og hún lagði grunninn að frábærum endaspretti sem tryggði Íslandi stigin tvö og um leið sigur í B-riðli.Breytt vörn skipti miklu „Þetta var frábært,“ sagði Grétar Ari Guðjónsson, markvörður íslenska liðsins, í samtali við Fréttablaðið í gær. Markverðir Íslands, Grétar og Einar Baldvin Baldvinsson, áttu erfitt uppdráttar framan af leik í gær en Grétar kom sterkur inn á lokakaflanum og varði mikilvæg skot. En hvað skilaði sigrinum að hans mati? „Mjög góður sóknarleikur. Ég veit reyndar ekki mikið um sóknarleik en mér fannst hann góður sem og hraðaupphlaupin,“ sagði Grétar og bætti við: „Það var líka ákveðinn vendipunktur þegar þeir fengu tveggja mínútna brottvísun og við breyttum í 4-2 vörn. Þá batnaði vörnin og markvarslan. Við vorum ekki góðir í markinu fram að því.“ Grétar, sem leikur með Haukum og varð Íslandsmeistari með liðinu í vor, er annars nokkuð sáttur með markvörsluna á mótinu: „Það hefur mestmegnis gengið vel, held ég, en það er erfitt að segja. Persónulega finnst mér alltaf eitthvað sem má bæta,“ sagði Grétar.Verðum að taka leikinn alvarlega Ísland hefur sem áður segir unnið alla fjóra leiki sína á HM; gegn Þýskalandi, Spáni, Egyptalandi og Noregi. Íslensku strákarnir eiga einn leik eftir, gegn Venesúela sem er með langlélegasta liðið í riðlinum. Þótt venesúelska liðið sé fallbyssufóður segir Grétar að íslenska liðið verði að mæta einbeitt til leiks á morgun. „Við skuldum okkur það sjálfum og öllum öðrum að sýna leiknum virðingu og gera þetta almennilega. Það er ekkert gaman að spila ef þú tekur þetta ekki alvarlega,“ sagði Grétar en Ísland mætir liðinu sem endar í 4. sæti A-riðils í 16-liða úrslitum á sunnudaginn. Líklegast er að Serbía eða Pólland verði fyrsti mótherji Íslands í útsláttarkeppninni. Grétar hefur vakið töluverða athygli á HM, ekki einungis fyrir skotin sem hann ver heldur einnig fyrir þá staðreynd að hann spilar í stuttbuxum en ekki í síðbuxum eins og langflestir markmenn. „Þetta byrjaði á EM Póllandi í fyrra þar sem var mjög heitt í höllunum. Við vorum búnir að spila tvo leiki og markvarslan var ekki góð. Ég vildi breyta einhverju og ákvað að vera í stuttbuxum,“ sagði Grétar sem segir að það hafi tekið tíma að fá það í gegn að spila í stuttbuxum en ekki síðbuxum. „Það gekk miklu betur í stuttbuxum. Ég hef alveg spilað aftur í síðbuxum en er búinn að sætta mig við að það gengur betur í stuttbuxum,“ sagði Grétar en af hverju er betra að vera í stuttbuxum? „Maður er léttari á sér og það er léttara að komast í gang. Þegar boltinn smellur í löppunum kveikir það á manni,“ sagði Grétar sem er ekki enn byrjaður að spila í stuttbuxum í Olís-deildinni en hann segir kuldann helstu fyrirstöðuna. Þessi efnilegi markmaður útilokar þó ekki að áhorfendur fái að sjá hann í stuttbuxunum í vetur. Handbolti Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Sjá meira
Strákarnir í U-19 ára landsliði Íslands í handbolta unnu í gær sinn fjórða sigur í jafn mörgum leikjum á heimsmeistaramótinu í Ural í Rússlandi. Ísland lagði þá Noreg að velli, 32-29, eftir sveiflukenndan leik en Norðmenn voru með fimm marka forystu þegar 16 mínútur voru eftir af leiknum. En á lokakaflanum breyttu Íslendingar um vörn og hún lagði grunninn að frábærum endaspretti sem tryggði Íslandi stigin tvö og um leið sigur í B-riðli.Breytt vörn skipti miklu „Þetta var frábært,“ sagði Grétar Ari Guðjónsson, markvörður íslenska liðsins, í samtali við Fréttablaðið í gær. Markverðir Íslands, Grétar og Einar Baldvin Baldvinsson, áttu erfitt uppdráttar framan af leik í gær en Grétar kom sterkur inn á lokakaflanum og varði mikilvæg skot. En hvað skilaði sigrinum að hans mati? „Mjög góður sóknarleikur. Ég veit reyndar ekki mikið um sóknarleik en mér fannst hann góður sem og hraðaupphlaupin,“ sagði Grétar og bætti við: „Það var líka ákveðinn vendipunktur þegar þeir fengu tveggja mínútna brottvísun og við breyttum í 4-2 vörn. Þá batnaði vörnin og markvarslan. Við vorum ekki góðir í markinu fram að því.“ Grétar, sem leikur með Haukum og varð Íslandsmeistari með liðinu í vor, er annars nokkuð sáttur með markvörsluna á mótinu: „Það hefur mestmegnis gengið vel, held ég, en það er erfitt að segja. Persónulega finnst mér alltaf eitthvað sem má bæta,“ sagði Grétar.Verðum að taka leikinn alvarlega Ísland hefur sem áður segir unnið alla fjóra leiki sína á HM; gegn Þýskalandi, Spáni, Egyptalandi og Noregi. Íslensku strákarnir eiga einn leik eftir, gegn Venesúela sem er með langlélegasta liðið í riðlinum. Þótt venesúelska liðið sé fallbyssufóður segir Grétar að íslenska liðið verði að mæta einbeitt til leiks á morgun. „Við skuldum okkur það sjálfum og öllum öðrum að sýna leiknum virðingu og gera þetta almennilega. Það er ekkert gaman að spila ef þú tekur þetta ekki alvarlega,“ sagði Grétar en Ísland mætir liðinu sem endar í 4. sæti A-riðils í 16-liða úrslitum á sunnudaginn. Líklegast er að Serbía eða Pólland verði fyrsti mótherji Íslands í útsláttarkeppninni. Grétar hefur vakið töluverða athygli á HM, ekki einungis fyrir skotin sem hann ver heldur einnig fyrir þá staðreynd að hann spilar í stuttbuxum en ekki í síðbuxum eins og langflestir markmenn. „Þetta byrjaði á EM Póllandi í fyrra þar sem var mjög heitt í höllunum. Við vorum búnir að spila tvo leiki og markvarslan var ekki góð. Ég vildi breyta einhverju og ákvað að vera í stuttbuxum,“ sagði Grétar sem segir að það hafi tekið tíma að fá það í gegn að spila í stuttbuxum en ekki síðbuxum. „Það gekk miklu betur í stuttbuxum. Ég hef alveg spilað aftur í síðbuxum en er búinn að sætta mig við að það gengur betur í stuttbuxum,“ sagði Grétar en af hverju er betra að vera í stuttbuxum? „Maður er léttari á sér og það er léttara að komast í gang. Þegar boltinn smellur í löppunum kveikir það á manni,“ sagði Grétar sem er ekki enn byrjaður að spila í stuttbuxum í Olís-deildinni en hann segir kuldann helstu fyrirstöðuna. Þessi efnilegi markmaður útilokar þó ekki að áhorfendur fái að sjá hann í stuttbuxunum í vetur.
Handbolti Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Sjá meira