Innlent

Færri framhaldsskólanemendur læra erlend tungumál

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Spænska er orðin þriðja algengasta erlenda málið meðal nemenda í framhaldsskólum.
Spænska er orðin þriðja algengasta erlenda málið meðal nemenda í framhaldsskólum. VÍSIR/ERNIR
Nemendum á framhaldsskólaskólastigi, sem læra erlend tungumál, hefur fækkað hlutfallslega úr sjötíu og fjórum prósentum skólaárið 2011 til 2012 í sjötíu og tvö prósent skólaárið 2013 til 2014.

Þetta eru niðurstöður úr gagnasöfnun Hagstofu Íslands um nemendur í framhaldsskólum sem lærðu erlend tungumál.

Flestir framhaldsskólanemendur læra ensku og voru þeir tæplega fimmtán þúsund skólaárið 2013 til 2014 eða um sextíu prósent framhaldsskólanema. Næstflestir nemendur læra dönsku eða rúmlega sjö þúsund talsins.

Spænska er orðin þriðja algengasta erlenda málið og nemendur í spænsku urðu í fyrsta skipti fleiri en nemendur í þýsku skólaárið 2012 til 2013. Skólaárið 2013 til 2014 lærðu rúmlega 4.150 framhaldsskólanemendur spænsku, 3.873 nemendur þýsku og 1.792 frönsku.

Þá er tungumálanám vinsælla meðal stúlkna en pilta í framhaldsskólum. Stúlkur sækja frekar í tungumálanám í framhaldsskólum. Það er líka algengara meðal stúlkna að læra mörg tungumál enda mun fleiri stúlkur en piltar á málabrautum framhaldsskóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×