Tálsýn verulegra launahækkana Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 13. maí 2015 12:00 Miðað við fréttir liðinna daga má búast við því að stór hluti vinnandi fólks fari í þvingað launalaust sumarfrí og óvíst er hversu lengi það mun standa og hverju það mun skila. Sá stutti þanki sem hér fer á eftir vinnur vafalaust ekki vinsældakosningu, en hvað um það. Staðreyndin er sú að verkföll og þvinguð, veruleg hækkun launa á hinum frjálsa markaði, munu ekki skila launþegum ábata til lengri tíma. Nú skal reynt að skýra þetta í stuttu máli. Þegar verkalýðsfélög setja fram kröfur um hækkun launa má ætla að slík krafa byggi á því að sækja megi slíka launahækkun í hagnað vinnuveitanda. Í ljósi þeirra umrótstíma sem verið hafa í íslensku efnahagslífi umliðin ár má ætla að þau fyrirtæki sem þó lifðu tímabilið af, séu fjarri því að vera komin í þá stöðu að miklum hagnaði sé úthlutað til eigenda. Þegar af þessari ástæðu er hugmyndin slæm. Þetta er þó ekki aðalatriðið og hugsanlega gengur það upp til skamms tíma eða við einstakar aðstæður að launahækkanir náist á kostnað hagnaðar. Það sem mun þó að öllum líkindum gerast, ef launahækkanir eru þvingaðar fram í fyrirtæki, er að hlutaðeigandi fyrirtæki mætir auknum kostnaði með hækkun verðs á seldri vöru eða þjónustu. Út frá lögmálum hagfræðinnar er raunar sérstaklega líklegt að þetta verði raunin hér á landi, enda fátítt að íslensk fyrirtæki búi við erlenda samkeppni sem getur veitt þeim íslensku verulegt samkeppnislegt aðhald. Launahækkunum er þannig velt yfir á neytendur, og þessir sömu neytendur eru auðvitað einnig launafólk. Við hækkun á vöru eða þjónustu munu raunlaun því aðeins verða lægri þegar upp er staðið. Heildarmyndin er þó ekki komin við þetta eitt, enda kann hækkandi verð að leiða til samdráttar í sölu og hagnaður hlutaðeigandi fyrirtækja verður minni. Líklegasta afleiðing þessa til lengri tíma er síðan sú að atvinna dregst saman og heildarlaun taka að lækka. Þrátt fyrir markmið verkalýðshreyfingarinnar um verulega hækkun launa, þá leiðir af fyrrgreindu að slík hækkun, gengi hún eftir, væri aðeins til skamms tíma. Til lengri tíma verður hin endanlega niðurstaða að öllum líkindum önnur. Of margir kjósa því miður að líta fram hjá þessu. Grasið verður því miður ekki grænna hinum megin við þvingaða, launalausa sumarfríið. Það má vonandi hafa það í huga áður en lagt er af stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Miðað við fréttir liðinna daga má búast við því að stór hluti vinnandi fólks fari í þvingað launalaust sumarfrí og óvíst er hversu lengi það mun standa og hverju það mun skila. Sá stutti þanki sem hér fer á eftir vinnur vafalaust ekki vinsældakosningu, en hvað um það. Staðreyndin er sú að verkföll og þvinguð, veruleg hækkun launa á hinum frjálsa markaði, munu ekki skila launþegum ábata til lengri tíma. Nú skal reynt að skýra þetta í stuttu máli. Þegar verkalýðsfélög setja fram kröfur um hækkun launa má ætla að slík krafa byggi á því að sækja megi slíka launahækkun í hagnað vinnuveitanda. Í ljósi þeirra umrótstíma sem verið hafa í íslensku efnahagslífi umliðin ár má ætla að þau fyrirtæki sem þó lifðu tímabilið af, séu fjarri því að vera komin í þá stöðu að miklum hagnaði sé úthlutað til eigenda. Þegar af þessari ástæðu er hugmyndin slæm. Þetta er þó ekki aðalatriðið og hugsanlega gengur það upp til skamms tíma eða við einstakar aðstæður að launahækkanir náist á kostnað hagnaðar. Það sem mun þó að öllum líkindum gerast, ef launahækkanir eru þvingaðar fram í fyrirtæki, er að hlutaðeigandi fyrirtæki mætir auknum kostnaði með hækkun verðs á seldri vöru eða þjónustu. Út frá lögmálum hagfræðinnar er raunar sérstaklega líklegt að þetta verði raunin hér á landi, enda fátítt að íslensk fyrirtæki búi við erlenda samkeppni sem getur veitt þeim íslensku verulegt samkeppnislegt aðhald. Launahækkunum er þannig velt yfir á neytendur, og þessir sömu neytendur eru auðvitað einnig launafólk. Við hækkun á vöru eða þjónustu munu raunlaun því aðeins verða lægri þegar upp er staðið. Heildarmyndin er þó ekki komin við þetta eitt, enda kann hækkandi verð að leiða til samdráttar í sölu og hagnaður hlutaðeigandi fyrirtækja verður minni. Líklegasta afleiðing þessa til lengri tíma er síðan sú að atvinna dregst saman og heildarlaun taka að lækka. Þrátt fyrir markmið verkalýðshreyfingarinnar um verulega hækkun launa, þá leiðir af fyrrgreindu að slík hækkun, gengi hún eftir, væri aðeins til skamms tíma. Til lengri tíma verður hin endanlega niðurstaða að öllum líkindum önnur. Of margir kjósa því miður að líta fram hjá þessu. Grasið verður því miður ekki grænna hinum megin við þvingaða, launalausa sumarfríið. Það má vonandi hafa það í huga áður en lagt er af stað.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar