Innlent

Þýskt fyrirtæki kynni vindmyllugarð á íbúafundi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Nóg ku vera af vindi suður með sjó.
Nóg ku vera af vindi suður með sjó. Fréttablaðið/Valli
„Í ljósi þess að skiptar skoðanir eru um uppbyggingu vindmyllugarðs í Grindavík, býður bæjarráð fulltrúum fyrirtækisins að halda opinn kynningarfund og kynna verkefnið fyrir íbúum Grindavíkur áður en málið verður unnið lengra,“ segir bæjarráð Grindavíkur vegna máls þýska fyrirtækisins EAB.

EAB vildi byrja á vindmælingum og bæjarráðið samþykkti í apríl að bæjarstjórinn myndi „vinna málið áfram“ en vísar nú til umhverfis- og ferðamálanefndar bæjarins sem „hugnast ekki að byggður verði vindmyllugarður“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×