„Rétt að færa alla átta kostina í nýtingarflokk“ Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2015 22:27 Gústaf Adolf Skúlason er framkvæmdastjóri Samorku. Vísir/ANton Samorka, Samtök orku- og veitufyrirtækja, segja að forsenda sáttar um rammaáætlun hefði falist í því að fylgja eftir niðurstöðum verkefnisstjórnar 2. áfanga áætlunarinnar. Við afgreiðslu þess þess áfanga voru sex orkukostir færðir úr nýtingarflokki í biðflokk. „Áður höfðu tólf orkukostir verið færðir í átt frá nýtingu til verndar í lokuðu ferli innan tveggja ráðuneyta.“ Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samorku. „Samorka hefur ítrekað gagnrýnt þessa meðhöndlun á faglegum niðurstöðum 2. áfanga verkefnisstjórnar. Undir þá gagnrýni hafa ýmsir aðrir tekið, t.d. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands. Samorka hefur þó aldrei haldið því fram að Alþingi hefði ekki lagalega heimild til að gera umræddar breytingar. Forsenda sáttar um málaflokkinn hefði hins vegar, að mati Samorku, falist í því að fylgt yrði faglegum niðurstöðum verkefnisstjórnar 2. áfanga rammaáætlunar,“ segir í tilkynningunni. Samkvæmt breytingartillögu við þingsályktunartillöguna sem nú er til umfjöllunar á Alþingi verða Hvammsvirkjun, Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun, Hágönguvirkjun I og II, Skrokkölduvirkjun, Hagavatnsvirkjun og Hólmsárvirkjun við Atley færðar í nýtingarflokk.Rétt að færa alla í nýtingarflokk „Að mati Samorku væri rétt að færa alla átta kostina í nýtingarflokk, en sex þeirra hafði þegar verið raðað þangað fyrir afgreiðslu Alþingis í janúar 2013 og um hina tvo gilda afar sérstakar aðstæður og ekki efni til að viðkomandi kostum sé haldið í biðstöðu til fjölda ára.“ Þar að auki minna samtökin á að röðun orkukosts í nýtingarflokk rammaáætlunar þýði ekki að hafist verði handa við að virkja. „Að lokinni röðun í nýtingarflokk tekur við vandað, faglegt og lýðræðislegt stjórnsýsluferli mats á umhverfisáhrifum framkvæmda, auk skipulagsferla og ferla leyfisveitinga. Út úr þeim ferlum getur hæglega komið sú niðurstaða að ekkert verði af umræddum framkvæmdum, eða að á upphaflegum hugmyndum verði gerðar verulegar breytingar og kveðið á um að grípa þurfi til ýmiss konar mótvægisaðgerða.“ „Hið sama á raunar við um röðun í verndarflokk rammaáætlunar. Sú röðun hefur í för með sér að hefja eigi undirbúning friðlýsingar á grundvelli laga um náttúruvernd eða á grundvelli þjóðminjalaga. Einnig þar er um að ræða vandað og lýðræðislegt stjórnsýsluferli.“ Alþingi Tengdar fréttir Landvernd krefst þess að virkjanatillaga verði dregin til baka Nokkur hundruð manns mættu á mótmælafund Landverndar á Austurvelli síðdegis og krefst þess að tillaga um virkjanir verði dregin til baka. 13. maí 2015 20:34 Gruna að öfl á Alþingi vilji koma rammaáætlun fyrir kattarnef Landvernd boðar til mótmæla á Austurvelli í dag vegna tillögu meirihluta atvinnuveganefndar um fjóra nýja virkjanakosti. 13. maí 2015 12:00 Segja málsmeðferð rammaáætlunar ámælisverða Samtök ferðaþjónustunnar segja vinnubrögð atvinnuveganefndar ekki til þess fallin að stuðla að sátt. 13. maí 2015 19:49 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Sjá meira
Samorka, Samtök orku- og veitufyrirtækja, segja að forsenda sáttar um rammaáætlun hefði falist í því að fylgja eftir niðurstöðum verkefnisstjórnar 2. áfanga áætlunarinnar. Við afgreiðslu þess þess áfanga voru sex orkukostir færðir úr nýtingarflokki í biðflokk. „Áður höfðu tólf orkukostir verið færðir í átt frá nýtingu til verndar í lokuðu ferli innan tveggja ráðuneyta.“ Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samorku. „Samorka hefur ítrekað gagnrýnt þessa meðhöndlun á faglegum niðurstöðum 2. áfanga verkefnisstjórnar. Undir þá gagnrýni hafa ýmsir aðrir tekið, t.d. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands. Samorka hefur þó aldrei haldið því fram að Alþingi hefði ekki lagalega heimild til að gera umræddar breytingar. Forsenda sáttar um málaflokkinn hefði hins vegar, að mati Samorku, falist í því að fylgt yrði faglegum niðurstöðum verkefnisstjórnar 2. áfanga rammaáætlunar,“ segir í tilkynningunni. Samkvæmt breytingartillögu við þingsályktunartillöguna sem nú er til umfjöllunar á Alþingi verða Hvammsvirkjun, Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun, Hágönguvirkjun I og II, Skrokkölduvirkjun, Hagavatnsvirkjun og Hólmsárvirkjun við Atley færðar í nýtingarflokk.Rétt að færa alla í nýtingarflokk „Að mati Samorku væri rétt að færa alla átta kostina í nýtingarflokk, en sex þeirra hafði þegar verið raðað þangað fyrir afgreiðslu Alþingis í janúar 2013 og um hina tvo gilda afar sérstakar aðstæður og ekki efni til að viðkomandi kostum sé haldið í biðstöðu til fjölda ára.“ Þar að auki minna samtökin á að röðun orkukosts í nýtingarflokk rammaáætlunar þýði ekki að hafist verði handa við að virkja. „Að lokinni röðun í nýtingarflokk tekur við vandað, faglegt og lýðræðislegt stjórnsýsluferli mats á umhverfisáhrifum framkvæmda, auk skipulagsferla og ferla leyfisveitinga. Út úr þeim ferlum getur hæglega komið sú niðurstaða að ekkert verði af umræddum framkvæmdum, eða að á upphaflegum hugmyndum verði gerðar verulegar breytingar og kveðið á um að grípa þurfi til ýmiss konar mótvægisaðgerða.“ „Hið sama á raunar við um röðun í verndarflokk rammaáætlunar. Sú röðun hefur í för með sér að hefja eigi undirbúning friðlýsingar á grundvelli laga um náttúruvernd eða á grundvelli þjóðminjalaga. Einnig þar er um að ræða vandað og lýðræðislegt stjórnsýsluferli.“
Alþingi Tengdar fréttir Landvernd krefst þess að virkjanatillaga verði dregin til baka Nokkur hundruð manns mættu á mótmælafund Landverndar á Austurvelli síðdegis og krefst þess að tillaga um virkjanir verði dregin til baka. 13. maí 2015 20:34 Gruna að öfl á Alþingi vilji koma rammaáætlun fyrir kattarnef Landvernd boðar til mótmæla á Austurvelli í dag vegna tillögu meirihluta atvinnuveganefndar um fjóra nýja virkjanakosti. 13. maí 2015 12:00 Segja málsmeðferð rammaáætlunar ámælisverða Samtök ferðaþjónustunnar segja vinnubrögð atvinnuveganefndar ekki til þess fallin að stuðla að sátt. 13. maí 2015 19:49 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Sjá meira
Landvernd krefst þess að virkjanatillaga verði dregin til baka Nokkur hundruð manns mættu á mótmælafund Landverndar á Austurvelli síðdegis og krefst þess að tillaga um virkjanir verði dregin til baka. 13. maí 2015 20:34
Gruna að öfl á Alþingi vilji koma rammaáætlun fyrir kattarnef Landvernd boðar til mótmæla á Austurvelli í dag vegna tillögu meirihluta atvinnuveganefndar um fjóra nýja virkjanakosti. 13. maí 2015 12:00
Segja málsmeðferð rammaáætlunar ámælisverða Samtök ferðaþjónustunnar segja vinnubrögð atvinnuveganefndar ekki til þess fallin að stuðla að sátt. 13. maí 2015 19:49
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum