Birta jóla inn í skugga sorgar Sigrún Óskarsdóttir og Óskar Hafsteinn Óskarsson skrifar 17. desember 2015 07:00 Stundum gefum við okkur að aðventa og jól geti ekki verið annað en gleðiríkir dagar hjá fólki. En þau eru mörg sem eiga um sárt að binda. Ástæðurnar geta verið margvíslegar, missir, sorg, kvíði, áhyggjur, streita. Jólin og aðventan eru viðkvæmur tími. Þá er snert við okkur alveg með sérstökum hætti. Við leitum í minningarnar, jólin þegar við vorum börn. Atferli, ilmur, jólaskraut, siðir eða ákveðnar persónur. Þess vegna er líka viss tregi yfir jólunum, vegna þess sem var en við kannski finnum ekki aftur. Stundum náum við að nálgast það í gegnum börnin. Við leitum í þetta einfalda og saklausa, þannig eru jólin. Þau snúast ekki síst um nánd. Jólin eru því þungbær þeim sem hafa misst einhvern sér nákominn. Tilfinningar sem fylgja ástvinamissi eru samofnar tilfinningum jólanna.Aðventan er tími vonar Enn á ný er aðventa gengin í garð og hátíðin nálgast. Jólin koma, hverjar sem aðstæður þínar kunna að vera. Í sporum gleðinnar og líka í skugga sorgarinnar. Aðventan vekur hjá okkur eftirvæntingu og von. Þörfin kviknar fyrir það sem er heilagt, við viljum fanga það inn í líf okkar. Það er snert við tilfinningum, samkennd og samhugur eiga greiða leið að okkur. Hlýtt viðmót, faðmlag og orð sem miðla umhyggju.Nokkur hagnýt atriði Fyrir þau sem glíma við sorgina er mikilvægt að huga að eftirfarandi: l tjáðu þig um líðan þína við einhvern sem þú treystir, finndu rými til að tala um upplifun þína. l börnin mega aldrei gleymast í sorginni, leyfðu barninu að tala og tjá líðan sína að vild. Sýndu barninu þínar tilfinningar. Forðastu ekki að tala um dauðann við barnið.Hvað getum við gert fyrir vini í sorg? Heimsækjum vin í sorg, það er mikilvægt. Hvað á að segja? Stundum þarf ekkert að segja. Heimsóknin snýst einfaldlega um að vera til staðar, oft er faðmlag eða samtal án orða besta hjálpin. Í sorg er svo mikilvægt að finna fyrir hlýju og trausti, samhygð. Og við þurfum að skilja að gjarnan hefst nýtt sorgarferli hjá fólki í aðdraganda jóla.Að ná sáttum Reiðin er einn angi sorgarinnar, reiði sem getur beinst að fólki eða Guði, við þurfum að gefa rými til þess að fá útrás fyrir reiðina, losa um hana, tala út, gráta út. Alveg sama hvort þessi reiði á við rök að styðjast eða ekki. Hér er ekki spurt um rök, heldur tilfinningar og við þurfum að sýna þeim alúð, viðurkenna og vinna með þær. Frægasta glíma manns og Guðs er skráð í Jobsbók. Hann vildi hafa hendur í hári þess gamla þarna uppi, segja honum hve ósanngjarn hann er, gagnrýna Guð og benda á aðrar leiðir. Job kemst að lokum að niðurstöðu, nær sáttum við Guð, sem að mörgu leyti má segja að sé lokatakmark sorgarferils – að ná sáttum. Við nefnum þetta vegna þess að jólatíminn getur líka einkennst af reiði, biturð, það fer eftir því hvar við erum stödd. En hér koma jólin með boðskap sinn líka, sem vert er að staldra við.Birta og von jólanna Jólin vekja von um betri tíð en vekja líka til umhugsunar. Hvernig getur himinninn sem opnast mótað líf okkar? Ljósin og jólasöngurinn færa okkur nær. Tölum um líðan okkar, það er í lagi að gráta og finna til, en deilum því með þeim sem hefur eyra að hlusta. Kannski verða jólin ekki eins og þú væntir, kannski er eitthvað sem vantar en þú vildir hafa, en samt koma þau til þín, með birtu og von og segja þér: Vertu óhrædd, vertu óhræddur, þetta verður í lagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Stundum gefum við okkur að aðventa og jól geti ekki verið annað en gleðiríkir dagar hjá fólki. En þau eru mörg sem eiga um sárt að binda. Ástæðurnar geta verið margvíslegar, missir, sorg, kvíði, áhyggjur, streita. Jólin og aðventan eru viðkvæmur tími. Þá er snert við okkur alveg með sérstökum hætti. Við leitum í minningarnar, jólin þegar við vorum börn. Atferli, ilmur, jólaskraut, siðir eða ákveðnar persónur. Þess vegna er líka viss tregi yfir jólunum, vegna þess sem var en við kannski finnum ekki aftur. Stundum náum við að nálgast það í gegnum börnin. Við leitum í þetta einfalda og saklausa, þannig eru jólin. Þau snúast ekki síst um nánd. Jólin eru því þungbær þeim sem hafa misst einhvern sér nákominn. Tilfinningar sem fylgja ástvinamissi eru samofnar tilfinningum jólanna.Aðventan er tími vonar Enn á ný er aðventa gengin í garð og hátíðin nálgast. Jólin koma, hverjar sem aðstæður þínar kunna að vera. Í sporum gleðinnar og líka í skugga sorgarinnar. Aðventan vekur hjá okkur eftirvæntingu og von. Þörfin kviknar fyrir það sem er heilagt, við viljum fanga það inn í líf okkar. Það er snert við tilfinningum, samkennd og samhugur eiga greiða leið að okkur. Hlýtt viðmót, faðmlag og orð sem miðla umhyggju.Nokkur hagnýt atriði Fyrir þau sem glíma við sorgina er mikilvægt að huga að eftirfarandi: l tjáðu þig um líðan þína við einhvern sem þú treystir, finndu rými til að tala um upplifun þína. l börnin mega aldrei gleymast í sorginni, leyfðu barninu að tala og tjá líðan sína að vild. Sýndu barninu þínar tilfinningar. Forðastu ekki að tala um dauðann við barnið.Hvað getum við gert fyrir vini í sorg? Heimsækjum vin í sorg, það er mikilvægt. Hvað á að segja? Stundum þarf ekkert að segja. Heimsóknin snýst einfaldlega um að vera til staðar, oft er faðmlag eða samtal án orða besta hjálpin. Í sorg er svo mikilvægt að finna fyrir hlýju og trausti, samhygð. Og við þurfum að skilja að gjarnan hefst nýtt sorgarferli hjá fólki í aðdraganda jóla.Að ná sáttum Reiðin er einn angi sorgarinnar, reiði sem getur beinst að fólki eða Guði, við þurfum að gefa rými til þess að fá útrás fyrir reiðina, losa um hana, tala út, gráta út. Alveg sama hvort þessi reiði á við rök að styðjast eða ekki. Hér er ekki spurt um rök, heldur tilfinningar og við þurfum að sýna þeim alúð, viðurkenna og vinna með þær. Frægasta glíma manns og Guðs er skráð í Jobsbók. Hann vildi hafa hendur í hári þess gamla þarna uppi, segja honum hve ósanngjarn hann er, gagnrýna Guð og benda á aðrar leiðir. Job kemst að lokum að niðurstöðu, nær sáttum við Guð, sem að mörgu leyti má segja að sé lokatakmark sorgarferils – að ná sáttum. Við nefnum þetta vegna þess að jólatíminn getur líka einkennst af reiði, biturð, það fer eftir því hvar við erum stödd. En hér koma jólin með boðskap sinn líka, sem vert er að staldra við.Birta og von jólanna Jólin vekja von um betri tíð en vekja líka til umhugsunar. Hvernig getur himinninn sem opnast mótað líf okkar? Ljósin og jólasöngurinn færa okkur nær. Tölum um líðan okkar, það er í lagi að gráta og finna til, en deilum því með þeim sem hefur eyra að hlusta. Kannski verða jólin ekki eins og þú væntir, kannski er eitthvað sem vantar en þú vildir hafa, en samt koma þau til þín, með birtu og von og segja þér: Vertu óhrædd, vertu óhræddur, þetta verður í lagi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar