Aðgengi og afleiðingar Sigurður Jónsson skrifar 17. desember 2015 07:00 Hvernig stendur á því að mér dettur stundum í hug hugtakið „einveldi“ þegar ég les blaðagreinar þeirra manna sem berja sig utan með orðum í vandlætingu á frumvarpi um það skilyrta verslunarfrelsi varðandi sölu á áfengi sem nú liggur fyrir Alþingi? Megin röksemd þeirra er jafnan tilvísun í stundum óljósar, en líka ákveðnar skýrslur eða rannsóknir, sem sýni og sanni að aukið aðgengi að áfengi valdi stóraukinni neyslu þess með ótal vandamálum sem því fylgi. Nú efast ég ekki um það eitt augnablik að slíkar skýrslur séu til enda með ólíkindum hvílík ógrynni ritmáls renna undan rifjum þeirra stofnana sem til þess eru kjörnar að vinna að ákveðnum málefnum, t.d. heilbrigðismálum. Gott og vel – gefum okkur að þetta sé reyndin og vissulega er ekki deilt um það, að áfengi getur valdið einstaklingum og fjölskyldum þeirra skaða þó að flestir umgangist það án þeirra afleiðinga. Samfélagið ber í þessum tilfellum vissulega skaða umfram þann hagnað sem kaup þessara aðila á áfengi færa ríkissjóði eins og í tilfelli Íslendinga. En það er að sjálfsögðu alveg galin nálgun að miða stefnumörkun um áfengisverslun við lægsta samnefnara því flestir neytendur áfengis njóta þess með eðlilegum hætti og valda ekki umræddum skaða sér eða öðrum.Þreytandi síbylja Þessi síbylja um aðgengi = áfengisböl er þreytandi og ekki sæmandi sæmilega viti bornum einstaklingum sem þó viðhafa hana stundum. Allt aðgengi almennings hefur sömu annmarka ef grannt er skoðað. Lágur þröskuldur við öflun ökuréttinda, auðveld bifreiðakaup að ekki sé minnst á reiðhjól og aðrar rennitíkur veldur auðvitað fjölda slysa með eftirfylgjandi skaða fyrir samfélagið. Aðgengi að skotvopnum og skotfærum getur á sama hátt átt þátt í skaða á fólki og kostnaði fyrir samfélagið. Minnumst ekki á íþróttirnar. Það er stórhættulegt að ferðast – ekki síst nú um stundir – til ákveðinna landa eða svæða þar sem órói ríkir og vissulega veldur aðgengi almennings að slíkum ferðum stundum skaða. Ef við ætlum að koma í veg fyrir allt slíkt þurfum við að vefja fólk inn í bómull – að koma í veg fyrir aðgengi. Ég held stundum að verið sé að óska eftir áðurnefndu einveldi en ekki lýðræðisþróun þegar hæst lætur vaðallinn um hættu á aðgengi að áfengi. Að einhver einvaldur, en ekki fólkið í landinu eigi að ákveða hvað sé gott og rétt fyrir almenning. En þegar vandlega er farið yfir allt þetta aðgengi og þann skaða sem það veldur einstaklingum og samfélagi þá er niðurstaðan sem betur fer ætíð sú, að þar sé um að ræða mikinn minnihluta almennings. Sanngjarnt fólk getur ekki samsinnt því að rétt sé að miða aðgengi við þennan fámenna hóp en hirða ekki um meirihlutann og aðgengi hans að lögmætri verslunarvöru. Ber ég von í brjósti um upplýstari umræðu og aukna mannvirðingu? Vissulega – en þó skil ég betur nú en þegar ég las ungur í skóla orð Prússakeisara um ást hans á rakkanum umfram mennina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hvernig stendur á því að mér dettur stundum í hug hugtakið „einveldi“ þegar ég les blaðagreinar þeirra manna sem berja sig utan með orðum í vandlætingu á frumvarpi um það skilyrta verslunarfrelsi varðandi sölu á áfengi sem nú liggur fyrir Alþingi? Megin röksemd þeirra er jafnan tilvísun í stundum óljósar, en líka ákveðnar skýrslur eða rannsóknir, sem sýni og sanni að aukið aðgengi að áfengi valdi stóraukinni neyslu þess með ótal vandamálum sem því fylgi. Nú efast ég ekki um það eitt augnablik að slíkar skýrslur séu til enda með ólíkindum hvílík ógrynni ritmáls renna undan rifjum þeirra stofnana sem til þess eru kjörnar að vinna að ákveðnum málefnum, t.d. heilbrigðismálum. Gott og vel – gefum okkur að þetta sé reyndin og vissulega er ekki deilt um það, að áfengi getur valdið einstaklingum og fjölskyldum þeirra skaða þó að flestir umgangist það án þeirra afleiðinga. Samfélagið ber í þessum tilfellum vissulega skaða umfram þann hagnað sem kaup þessara aðila á áfengi færa ríkissjóði eins og í tilfelli Íslendinga. En það er að sjálfsögðu alveg galin nálgun að miða stefnumörkun um áfengisverslun við lægsta samnefnara því flestir neytendur áfengis njóta þess með eðlilegum hætti og valda ekki umræddum skaða sér eða öðrum.Þreytandi síbylja Þessi síbylja um aðgengi = áfengisböl er þreytandi og ekki sæmandi sæmilega viti bornum einstaklingum sem þó viðhafa hana stundum. Allt aðgengi almennings hefur sömu annmarka ef grannt er skoðað. Lágur þröskuldur við öflun ökuréttinda, auðveld bifreiðakaup að ekki sé minnst á reiðhjól og aðrar rennitíkur veldur auðvitað fjölda slysa með eftirfylgjandi skaða fyrir samfélagið. Aðgengi að skotvopnum og skotfærum getur á sama hátt átt þátt í skaða á fólki og kostnaði fyrir samfélagið. Minnumst ekki á íþróttirnar. Það er stórhættulegt að ferðast – ekki síst nú um stundir – til ákveðinna landa eða svæða þar sem órói ríkir og vissulega veldur aðgengi almennings að slíkum ferðum stundum skaða. Ef við ætlum að koma í veg fyrir allt slíkt þurfum við að vefja fólk inn í bómull – að koma í veg fyrir aðgengi. Ég held stundum að verið sé að óska eftir áðurnefndu einveldi en ekki lýðræðisþróun þegar hæst lætur vaðallinn um hættu á aðgengi að áfengi. Að einhver einvaldur, en ekki fólkið í landinu eigi að ákveða hvað sé gott og rétt fyrir almenning. En þegar vandlega er farið yfir allt þetta aðgengi og þann skaða sem það veldur einstaklingum og samfélagi þá er niðurstaðan sem betur fer ætíð sú, að þar sé um að ræða mikinn minnihluta almennings. Sanngjarnt fólk getur ekki samsinnt því að rétt sé að miða aðgengi við þennan fámenna hóp en hirða ekki um meirihlutann og aðgengi hans að lögmætri verslunarvöru. Ber ég von í brjósti um upplýstari umræðu og aukna mannvirðingu? Vissulega – en þó skil ég betur nú en þegar ég las ungur í skóla orð Prússakeisara um ást hans á rakkanum umfram mennina.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar